<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Gunni átti afmæli 18.júní og ég ákvað að koma honum svolítið á óvart og gera eitthvað pínu öðruvísi í þetta skiptið. Ég byrjaði á því að vekja hann fyrir 7 um morguninn og gerði handa honum góðan og hollan morgun-hristing. Svo fékk hann leiðbeiningar um það hvert hann ætti að fara og ferðinni var heitið í Grindavík í nudd og hnikktíma hjá Brynjari. Tíminn var búinn um 10 leytið og þá fór minn bara í vinnuna. Klukkan 18 var næsta suprise. Þá keyrðum við af stað til Grindavíkur, ég, Gunni, Stebbi, Ásdís og Jónsi. Gunni hélt að við værum að fara með hann á sjó en við fórum í frábæran útreiðatúr. Túrinn var á vegum hestaleigunnar Víkur í Grindavík (mæli sko með henni) og við fengum alveg yndislegt veður og hestarnir voru mjög rólegir... það hentaði vel þar sem sumir voru að fara á hestbak í fyrsta skipti á ævinni...Stóðst þig vel Stebbi minn:) Eftir útreiðatúrinn var svo farið á SOHO að borða. Við vorum öll frekar dösuð eftir útreiðatúrinn en þetta var fínn dagur.

Aðal málið núna er að við erum í íbúðar-hugleiðingum. Erum búin að finna eina góða 3 herb. íbúð hérna í Keflavík. Hún er á neðri hæð í tvíbýli. Við vorum með augastað á litlu krúttlegu einbýlishúsi en við bara nennum ekki að eyða miklum tíma og peningum í viðhald... þess vegna enduðum við með að skoða íbúð í tvíbýli frekar. Við erum búin að bjóða í íbúðina en það er ekki komin nein niðurstaða í málið,,,vonum bara það besta.

Gunni flaug norður í dag til að fara að veiða í Hafralónsá. Hann og pabbi hans eru með hlut saman í ánni og það verða víst farnar nokkrar ferðir norður í veiði í sumar skilst mér. Spurning hvenær ég fer með nýju flugustöngina mína í fyrsta túrinn? Ég og Jónsi erum því bara tvö í kotinu, og auðvitað Finnur, þar til á laugardagskvöld. Stefnan var svo að taka hring í golfi á sunnudaginn en það fer bara eftir veðri og vindum.

föstudagur, júní 18, 2004

Húsbóndinn á afmæli í dag...

mánudagur, maí 17, 2004

Jæja þá er liðinn einn og hálfur mánuður frá því að ég skrifaði síðast... lélegt. En það er allt fínt að frétta af okkur hérna í Keflavík. Gunni vinnur 24/7 og ég er að vinna hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á skrifstofunni þar. Jónsi bróðir er kominn til Íslands og ætlar að vera hjá okkur til endan júlí. Finnur er strax búinn að taka ástfóstri við hann. Frá Kanada er það að frétta að Arnþór bróðir er farinn að keyra. Hann er kominn með æfingarleyfi og þarf að keyra í ár áður en að hann má taka bílpróf. Núna keyrir hann gömlu hjónin út um allt eins og hann hafi aldrei gert neitt annað:)
Við hjónin fórum með vinnunni minni í leikhús um daginn að sjá Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helga. Ég mæli tvímælalaust með þessu stykki. Svo fórum við í óvissuferð með vinnunni minni um síðustu helgi... svaka stuð. Við lögðum af stað 9 um morguninn og vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega 2 um nóttina. Fórum meðal annars á Hvanneyri að skoða nautin og enduðum ferðina með júróvision-grill partýi í "Óðalinu" við Hreðarvatn. Nóg að gera... svo erum við alltaf með augun opin í sambandi við húsnæði. Erum jafnvel að hugsa um að kaupa en erum þó ekki búin að finna neitt spennandi ennþá.
Nóg í bili...

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Þá er maður sestur að í Keflavík...

Eins gott að maður á ekki erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum (Þórshöfn-Akureyri-Bifröst-Japan-Dalvík-Keflavík). Gunni er kominn á fullt í Samakaup Njarðvík og ég er að bíða eftir svari með mjög spennandi starf hjá Flugstöð Leifs Eiríks. það ætti að fara að skírast mjög fljótlega. Finnur er að fíla sig fínt á nýja heimilinu og notar daginn í að eltast við boltana sína hérna í 5 herbergja 130 fermetra íbúðinni sem við erum að leigja... nóg pláss. Spurning að stofna fyrirtæki og vera með bed&breakfast fyrir vini og ættingja sem að eru á leið erlendis??? Ég og Finnur drifum okkur í bústað um síðustu helgi með þórshafnar genginu plús Söru P. Við misstum okkur aðeins í matarinnkaupunum á föstudeginum sem að gerði það að verkum að við duttum í'ða matarlega séð. Þetta var alveg æðisleg ferð og við nutum þess út í ystu æsar að slappa af í pottinum og gera ekki neitt. Takk fyrir helgina stelpur, við verðum að endurtaka þetta fljótlega aftur.

Annars er bara rok og rigning í Keflavík þessa stundina og kannski eins gott að venja sig við:)

sunnudagur, mars 07, 2004

Stefnan tekin á Keflavík
Aldrei er maður nú of duglegur að skrifa... en allavega þá er staðan sú að við erum að flytja frá Dalvík um næstu helgi. Gunni er að taka við sem verslunarstjóri í Samkaup Njarðvík og við því bara að yfirgefa Dalvík mjög fljótlega. Það eru alltaf blendnar tilfinningar sem að fylgja svona flutningum en við erum mjög bjartsýn og erum bara að leita að húsnæði þessa dagana. Það gengur reyndar ekkert of vel að finna spennandi leiguhúsnæði á suðurnesjunum en þetta reddast. Annars vorum við fyrir sunnan um síðustu helgi bara að hitta vini og slæpast. Við höfðum það rosalega gott og skemmtum okkur mjög vel. Núna fara dagarnir hins vegar í að pakka og það er ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti þegar kemur að því að pakka í kassa:)

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Frábær helgi
Höfðum það rosalega gott um helgina í góðra vina hópi. Stebbi og Ásdís vinafólk okkar frá Keflavík komu í heimsókn með litla kútinn sinn hann Guðjón Pétur. Takk fyrir heimsóknina:) Við kíktum aðeins á mannlífið á Akureyri og elduðum svo íslenskt lambalæri. Valentínusar- og konudagsgjöfunum var slegið saman í eina og var blómadropar frá Kristbjörgu. Þetta eru 9 glös og hvert og eitt þeirra virkar á eina orkustöð í líkamanum. Droparnir eiga að losa spennu og hindranir úr orkustöðvunum og koma á jafnvægi innan þeirra, orkubrautunum og þeim líffærum sem að orkustöðvarnar tengjast. Alveg frábær gjöf. Svo er byrjendanámskeiðið í yoganu búið og ég mæti í framhaldstíma hjá Önnu Dóru á þri og fim kl. 19:30. Mánuðurinn kostar 7.500 kr. og algjörlega þess virði.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Allt um Yoga
Setti inn nokkrar gagnlegar slóðir inn á síður sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um Yoga. Ég fékk þessar slóðir hjá Önnu Dóru Hermannsdóttur Yogakennara en ég er einmitt á námskeiði hjá henni þessa dagana. Hún er kennari frá Kripalu Center for Yoga and Health í Bandaríkjunum og alveg frábær kennari. Endilega kíkið á slóðirnar sem að eru vinstra megin á síðunni.

Gummi og Sonja til hamingju með prinsessuna:)

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ennþá snjóar
Það er sko ekki hægt að kvarta undan snjóleysi hérna á Dalvík þessa dagana. Það er alveg ekta vetrarveður. Við skelltum okkur í fjallið bæði á laugardaginn og sunnudaginn og það var frábært færi báða dagana. Við renndum okkur í púðrinu fyrir utan brautina báða dagana og það snjóaði svo mikið á laugardeginum að þegar maður var kominn upp með lyftunni hafði fennt í slóðirnar. Allir að drífa sig til Dalvíkur á skíði / bretti:)

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Finnur "Beckham"
Letilíf
Þetta er ekki hægt lengur. Það er ekki eins og maður sé eitthvað önnum kafinn á Dalvíkinni, síður en svo:) En svona vill þetta oft verða. Við erum bara ánægð með lífið á Dalvík og skreppum bara af bæ ef að okkur leiðist. Við skelltum okkur á þorrablót heima á Þórshöfn um síðustu helgi og það var alveg rosalega mikið fjör. Ég held að þetta hafi bara verið skemmtilegasta þorrablót sem að ég man eftir, frábær skemmtiatriði og góð stemming á ballinu.
Það er ennþá allt á kafi í snjó á Dalvík en maður kvartar nú ekki undan því þegar hægt er komast í fjallið og nota brettin góðu sem við fjárfestum í í Japan. Ég verð alltaf betri og betri með hverju skiptinu en er ekkert of vongóð um að ná Gunna einhvern tímann. Við fórum einn laugardag í Hlíðarfjall um daginn og það var alveg frábært færi og fullt af fólki sem að maður þekkti, meðal annars Bensi kennari úr VMA. Á sunnudeginum fórum við svo í fjallið á Dalvík og það var sko ekki síðra. Maður er ekki nema 2 mín að koma sér í fjallið þannig að nú er bara að vona að það snjói meira.
Það er bara allt fínt að frétta af fjölskyldunni í Kanada. Strákarnir, Jónsi og Arnþór, eru alltaf í skólanum og nóg að gera í því. Arnþór er líka byrjaður að æfa íshokkí og víst nóg að gera í því bæði á virkum dögum og um helgar. Jónsi er á kafi í náminu sínu í St. Mary's háskólanum í Halifax og stóð sig mjög vel á jólaprófunum. Pabbi eyðir sínum dögum í að reyna að selja fiskinn góða út um allan heim og mamma leggur stund á Yoga svo að eitthvað sé nefnt.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Nýtt útlit
það var kominn tími á að gera eitthvað fyrir heimasíðuna eða hreinlega loka henni. Núna hefur hún einnig fengið nýtt heiti, ár á Dalvík, þar sem að við erum ekki lengur búsett í Japan og því ævintýri lokið. Næsta árið verðum við búsett á Dalvík með nýja "barnið okkar" hann Finn. Hann er lítill chihuahua hundur og er 8 mánaða gamall. Hann er algjör gullmoli og lætur sko stjana við sig. Við setjum inn mynd við tækifæri.

þriðjudagur, október 14, 2003

LÍTIL PRINSESSA - TIL HAMINGJU ÁSTA OG ÞRÖSTUR


Ásta Hreins og Þröstur vinafólk okkar í bænum eignuðust þessa litlu prinsessu þann 9. október síðastliðinn. Hún lét aðeins bíða eftir sér og kom í heiminn viku seinna en áætlað var. Innilega til hamingju Ásta og Þröstur:)

Annars er það að frétta að Gunni er byrjaður að vinna sem "kaupfélagsstjóri" í Úrval á Dalvík og Maja er ennþá í heimsókn hjá foreldrum sínum í Kanada. Við komum til með að verða á Dalvík næsta árið eða svo en eftir það er allt óráðið:)

fimmtudagur, september 11, 2003

Komin heim
Þá erum við komin heim til Íslands. Alltaf er nú jafn gott að koma heim þrátt fyrir að manni langi hálfpartinn að fara aftur út til Japan. Ferðalagið gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa tekið svolítið langan tíma. Við fengum ekki tækifæri til að skoða París því að það var ekki hægt að geyma farangur á flugvellinum... þvílíkt hallæri:( En allavega þá erum við búin að hafa í nógu að snúast síðan við komum heim. Hitta fjölskyldu og vini og svo erum við núna á Þórshöfn þar sem Gunni er í laxveiði með pabba sínum í Hafralónsá. Maja er meira bara svona í heimsóknum og að dúlla sér:) Við förum svo á árshátíð hjá Laxá í Aðaldal um helgina og ætlum svo að bruna aftur suður á mánudaginn. Þar bíða "bökurnar" sem lifðu af ferðalagið í póstpokanum...

Við ætlum svo að halda úti heimasíðu áfram en kannski í öðru formi... kominn tími á pínu andlitslyftingu kannski. Við látum ykkur vita þegar að því kemur og takk kærlega fyrir að hafa fylgst með ferðalaginu okkar og skrifað í gestabókina:)

sunnudagur, september 07, 2003

Hjonin a Narita Airport i Tokyo
Jaeja nuna sitjum vid a Narita Airport og bida eftir tvi ad komast i flug til Parisar. Tota og Halldora eru komnar heilu og holdnu til Koben tannig ad allt er eins og tad a ad vera. Vid forum i loftid eftir 2 klukkutima eda svo og erum ad velta fyrir okkur hvernig best se ad reyna ad krija ut business class saeti... Vid turfum svo ad bida i 10 tima i Paris tannig ad vid erum ad hugsa um ad nota timann til ad skoda okkur um. Annad hvort ad leigja bil eda taka lestina... Sjaumst mjog fljotlega;)

laugardagur, september 06, 2003

Ævintýrið senn á enda
Núna er ekki nema rúmlega sólarhringur í að við leggjum af stað heim til Íslands. Skrítið að hugsa til þess að maður sé búinn að vera hérna í ár, tíminn líður alltof hratt. Við höfum haft það svo gott hérna í Japan þetta ár en núna er bara komið að því að snúa heim, finna sér vinnu, bíl og íbúð. Það er auðvitað mjög spennandi en við vitum ekki alveg ennþá hvar við komum til með að vinna en það skýrist vonandi fljótlega eftir að við komum heim. Við komum til landsins um kaffileytið þann 8. sept og brunum svo beint norður um kvöldið þann 9. sept því að Gunni er að fara að veiða í Hafralónsá með pabba sínum 10. og 11. sept. Ég er að hugsa um að drífa mig bara með þeim til Þórshafnar og nota tímann til að fara í einhverjar heimsóknir. Þann 13. sept förum við svo á árshátíð hjá Laxá í Aðaldal þannig að það verður nóg að gera þegar við komum heim.


Matarboðið hjá Yano san var mjög fínt. Ég og Gunni erum náttúrulega orðin vön því að spjalla við dúkkuna:) en stelpurnar voru ekkert mikið að blanda geði við hana. Við fengum einhvern japanskan hrísgrjónarétt í aðalrétt og svo auðvitað fullt af öðrum réttum og litlum diskum. Ég held að ég hafi talið 8 diska hjá hverjum og einum... úff uppvaskið. Yano san báðu okkur aftur og aftur að gleyma sér ekki og við reynum hvað við getum til að skrifa þeim á japönsku en við komum auðvitað aldrei til með að gleyma þeim. Á fimmtudagskvöldið síðasta héldum við svo smá kveðjupartý fyrir nokkra japanska vini okkar. Það var voða fínt og við keyptum allskonar kökur og snakk og skelltum svo í amerískar pönnukökur með rjóma og sultu. Hiro (tutorinn okkar) og kærastan hans Erina mættu og gáfu okkur nöfnin okkar skrifuð með kanji á flottum spjöldum. Hiro er með leyfi til að kenna calligraphy (japönsk skrift) og því mjög góður að skrifa en hann skrifaði á spöldin. Svo komu Fumiko og Takayo (stelpurnar sem voru á Bifröst í fyrravetur) og þær eru alltaf jafn hressar. Þær færðu okkur líka kveðjugjafir. Takayo fékk að eiga Bláma gullfiskinn sem við áttum og hún var alveg yfir sig ástfangin af honum (á myndinni er Gunni að setja Bláma í poka fyrir hana). Svo mættu Tak og Shin en þær hafa verið að spila í hljómsveit með Jess vini okkar frá USA. Tak gaf okkur rosa flottar spiladósir í kveðjugjöf. Við sáum það eftir á að við hefðum átt að segja fólki að koma ekki með gjafir því að við höfum ekki neitt pláss í töskunum fyrir þær... en vonandi sleppum við í gegn með okkar yfirvigt því annars er það um 6.000 krónur á kíló:(

Það er fullt af nýjum myndum inn á heimasíðu ferðafélagsins Puttans... endilega kíkið á þær

þriðjudagur, september 02, 2003

Komin heim til Otaru
Jæja þá erum við komin heim til Otaru eftir að hafa ferðast með vinkonum okkar Þórhildi og Halldóru um Japan í tvær vikur. Þetta er búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur tími og núna styttist óðum í að við höldum heim til Íslands. Það verðum gaman að koma heim og hitta alla. Við komum til með að fljúga í gegnum París og þurfum að bíða í 10 klukkutíma þar á vellinum... En við hljótum að geta lagt okkur eitthvað og gert eitthvað til að láta tímann líða. Við munum svo lenda í Leifsstöð um kaffileytið þann 8. september og mér skylst að húsbóndinn sé búinn að panta íslenskt hlaðborð hjá Stefáni og Ásdísi vinafólki okkar í Keflavík um kvöldið, stenst það? En alla vega þá erum við ennþá að skrifa inn á heimasíðu puttans þannig að endalega kíkið þangað. Í dag erum við svo að fara í mat til Yano san (fólksins sem á dúkkuna) með stelpurnar og það verður líklega ævintýri útaf fyrir sig:)
miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Myndir fra ferdalaginu

Vid fundum adstodu til ad setja inn nokkrar myndir inn a heimasidu puttanna fra ferdalaginu okkar. Endilega farid inn a puttann (linkurinn er herna til hlidar a sidunni) og kikid a myndirnar. Vid setjum svo inn miklu fleiri myndir tegar vid verdum komin heim til Otaru tann 26. agust...

mánudagur, ágúst 18, 2003

Vid a ferdalagi um Japan
Tad hefur litid verid skrifad inn a siduna nuna en astaedan er ad vid erum a ferdalagi um Japan asamt vinkonum okkar Halldoru og Torhildi sem komu til Tokyo tann 10. agust. Vid erum med ser heimasidu tar sem vid setjum inn frettir af ferdalaginu og tvi hofum vid litid verid ad skrifa inn a tessa sidu. Endilega kikid a puttann ef tid viljid fylgjast med okkur www.puttinn.blogspot.com Annars erum vid nuna i Kyoto. Vorum 5 daga i Tokyo, einn dag i Nara adur en vid komum hingad til Kyoto. Forum i fyrsta skipti i Onsen i gaer og alveg ljost ad tad verdur farid oftar fyrir heimfor. I dag forum vid svo i dagsferd til Kobe og a morgun forum vid til Osaka. Mikid fjor a okkur puttunum!

laugardagur, ágúst 09, 2003

Til hamingju me daginn mamma
Hún mamma á afmæli í dag og ar sem a ég er í Japan og hún í Kanada ver ég bara a senda henni fingurkoss og kveju á netinu. Hún er 43 ára í dag. Ef ég ekki pabba minn rétt á hann eftir a stjana vi mömmu í allan dag:) svo hefur hún líka báar ömmurnar hjá sér í Kanada. Hafu a nú gott og njóttu dagsins. Vonandi sjáumst vi sem fyrst...
Hæ hó
Jæja núna sitjum við hjónin bara og erum að bíða eftir því að komast af stað til Tokyo. Við ætluðum að taka ferju frá Otaru til Niigata og svo bus þaðan til Tokyo en þar sem að fellibylur er að ganga yfir Japan núna gátum við ekki tekið ferjuna. Við ætlum í staðinn að veðja á flugið og vonum að það verði laus tvö sæti með fyrstu vél í fyrramálið (sunnudagsmorgun á okkar tíma). Ef að það gengur upp ættum við að geta tekið á móti Halldóru og Tótu á Nipporo station. Þær eru að fara í loftið eftir einhverja 6 klukkutíma núna og fljúga frá Keflavík til Köben og svo þaðan beint til Tokyo. Það er svolítið óþægilegt að ferðaplanið skuli ekki ganga upp eins og áætlað var en auðvitað verður maður bara að vera við öllu búinn svona á fyrsta ferðalagi Ferðafélagsins Puttans:) Annars er stefnan að vera einhverja 4 daga í Tokyo og við ætlum að nota tímann til skoða okkur um þar í borg, fara til Nikko (þjóðgarður) og svo auðvitað í Tokyo Disneyland. Við erum nú bara 23 ára þannig að það að fara í Disneyland er bara eðlilegt;) Svo ætlum að reyna að hitta Kanna (beygist örugglega; Könnu) vinkonu okkar sem við hittum í Okinawa og kannski borða með henni. Vandamálið er bara að hún talar enga ensku en við reddum því með táknmáli og einföldum blýantsteikningum... Frá Tokyo tökum við svo næturbus til Nara (Fyrsta höfuðborg Japan) og eyðum einum degi þar. Frá Nara verður haldið til Kyoto þar sem gist verður í 5 nætur. Þaðan ætlum við að fara í dagsferðir til Osaka og Köbe... (úff mikið ferðalag). Frá Kyoto tökum við svo næturbus til Hiroshima og gistum þar í 3 næstur. Þar ætlum við auðvitað að skoða A-bomb Dome sem er nokkurskonar minnisvarði um þá sem létust í kjarnorkusprengingunni þann 6. ágúst 1945. Eftir að hafa skoðað okkur um í Hiroshima tökum við næturbus til baka til Kyoto, eyðum einum degi þar í rólegheitum og tökum svo lest til Mazuru en þaðan förum við með ferju alla leið til Otaru (bærinn sem við búum í). Þar ætlum við svo bara að liggja með tærnar upp í loft og slappa af í eina 10 daga þangað til við förum heim til Íslands. Við ætlum að leigja okkur bíl í einhverja daga og fara í tjaldútilegu, fara í Onsen, skoða sólblómagarð, fara í heimsókn til Yano san (eldri hjón sem við þekkjum hérna í Otaru en þau eiga dúkku sem þau hugsa um eins og dóttir sína:) taka gott djamm í Sapporo (það tekur 30 mín. að fara þangað með lest frá Otaru og þar búa um 1,8 milljón manna) og fleira og fleira er á stefnuskránni...

Við ætlum að reyna að skrifa eins mikið og við getum inn á síðuna á meðan við verðum á ferðalaginu en mér finnst trúlegt að aðallega verði skrifað inn á heimasíðu Ferðafélagsins Puttans þannig að endilega kíkjið þar inn og sendið okkur kveðju í gestabókina.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Homestay
Jæja þá erum við búin að prófa að gista eina nótt á japönsku heimili. Við hittum fjölskylduna (Frú Kundo, dóttir hennar Kurehu og kærastann hennar Kasugi) klukkan 14:00 í gær og fórum heim til þeirra þar sem við fengum okkur smá hressingu. Eftir það héldum við á "ströndina" hérna í Otaru en heima á Íslandi myndum við bara kalla þetta fjöru. Það var voða fallegt þar og við löbbuðum um og Gunni og Kureha fóru að synda í sjónum. Kureha veiddi ígulker af botninum og við opnuðum það og átum innihaldið. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög gott en ég kom því niður. Eftir fjöruferðina var svo haldið heim í sturtu og svo var maturinn borinn fram. Ég get nú því miður ekki útskýrt hvað við borðuðum í smáatriðum en það sem ég þekkti voru nýrnabaunirnar, vorrúllurnar, salatið og hvítvínið. Skemmtilegt að vera alltaf að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur aldrei á ævinni séð áður:) Við fórum í háttinn um miðnætti en við fengum sér uppá búið rúm með futon (Japanese style svefnaðstað þar sem búið er um mann á gólfinu, ekkert rúm). Við sofum aldrei betur en á futon þannig að við vöknuðum ekki fyrr en klukkan 09:00. Heimilishundurinn Lennon var mjög ánægður að sjá að við værum vöknuð og sleikti okkur í bak og fyrir. Amman á heimilinu var náttúrulega löngu vöknuð enda vaknar hún venjulega um 5 eða 6 leytið á morgnanna. Hún er 92 ára og eldhress og sér eins og köttur. Hún vann við að hanna og sauma kimono og sagði við mig við morgunverðarborðið að hún gæti nú alveg saumað handa mér einn kimono og gefið mér, algjör dúlla. Eftir morgunmatinn var haldið af stað til Asarigawa þar sem við skoðuðum uppistöðulón. Þaðan fórum við svo til Josanke þar sem við fórum í sund og Onsen. Við prófuðum að fara í "surf hermi" þar sem maður liggur á surf bretti með vatnsstrauminn á móti sér þannig að það á að vera möguleiki að standa upp eins og maður sé að surfa... okkur tókst það hins vegar bara alls ekki en þetta var mjög gaman. Eftir sundið var farið á Victoria steakhouse að borða og þaðan haldið á listasýningu í Sapporo conventional art museum að skoða sýningu á verkum þjóðverjans Wilhelm Lehnbruck. Flott sýning á höggmyndum, skissum, blýantsteikningum og málverkum. Eftir að hafa borið listaverkin augum var haldið heim til Otaru þar sem við skyldum við "fjölskylduna okkar". Það vantaði reyndar pabbann en hann er að vinna í Sapporo og kemur bara heim um helgar. Við ætlum að reyna að heimsækja þau áður en við förum heim til Íslands í september og þá drífum við Tótu og Halldóru að sjálfsögðu með en núna eru bara 3 dagar í að við hittumst í Tokyo. Það er reyndar fellibylur að ganga yfir Japan þannig að það verður skrautlegt að sigla niður til Honshu, vissara að taka með sér stóran ælupoka:)
Við ætlum að reyna að finna tíma til að setja inn einhverjar nýjar myndir áður en við förum í ferðalagið svo að þið gefist ekki upp á að heimsækja síðuna okkar. Plís ekki gleyma gestabókinni þegar þið "droppið" inn:)

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Til hamingju með brúðkaupsafmælið mamma og pabbi
Langaði að óska foreldrum mínum til hamingju með 10 ára brúðkaupsafmælið í dag. Ég man voða vel eftir brúðkaupinu þeirra heima í stofu hjá Maju ömmu og Jónsa afa og þennan sama dag var Leifur sonur Hreggviðs og Hlínar skírður. Þetta er líka afmælisdagurinn hans Jónsa afa heitins en hann hefði einmitt orðið 80 ára í dag hefði hann lifað.
Aftur til hamingju með daginn mamma og pabbi og geriði nú eitthvað rómó saman í tilefni dagsins:)

laugardagur, ágúst 02, 2003

SKÓLINN ER BÚINN!!!
Þá erum við loksins búin með skólann hérna en útskriftin var í gær. Þetta var svo sem engin formleg athöfn heldur bara haldið í einni skólastofunni og við tókum á móti skjali sem á stendur að við höfum stundað nám við Otaru University of Commerce í eitt ár. Við mættum auðvitað upp dressuð í útskriftina, ég í Yukatta og Gunni í Jakkafötum. Ég var sú eina sem var í Yukatta þannig að það vakti mikla lukku. Gunni fór svo heim eftir útskriftar-athöfnina og fór í Junbi sem er japanskt dress fyrir karlmenn. Eftir útskriftina var svo partý þar sem boðið var upp á mat og drykk. Allir áttu að skrifa eina ósk á blað og hengja á svokallað óskatré í stofunni. Óskirnar okkar réðust eiginlega bara af því hvað við gátum skrifað á japönsku þannig að ég óskaði mér margra barna og góðrar fjölskyldu og Gunni óskaði sér góðrar vinnu og góðrar fjölskyldu, svolítið klént en við kunnum ekki við að óska þess að verða rík:) Eftir partýið tókum við svo lestina til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu. Hún var alveg svakalega flott og miklu stærri heldur en maður hefur nokkurn tímann séð heima á Íslandi. Munurinn er bara sá að hérna í Japan virðist það vera normið að skipta sýningunni upp í margar lotur og útskýra svo á milli hvað næsta loti eigi að tákna eða sýna. Á leiðinni á lestarstöðina löbbuðum við í gegnum Susukino sem er aðal djamm-svæðið í Sapporo og þar var allt troðið því að nú um helgina er einhver Susukino hátíð í gangi. Við vorum svo komin heim rétt fyrir miðnætti en ástæðan fyrir því að við fórum svo snemma heim var að ég gaf húsbóndanum i-pod í útskriftargjöf og hann gat ekki beðið eftir að komast heim til að tékka aðeins á honum. Gamli er að verða tæknióður hérna í Japan:) Í kvöld förum við svo í matarboð og í fyrramálið (sunnudagsmorgun) förum við til Sapporo til að sjá Sumo. Það verður líklega ákveðið upplifun að sjá þessa sjarmöra glíma...

Í gær fórum við og létum framkalla nokkrar (322) myndir sem við höfum tekið á stafrænu myndavélina okkar hérna og þær komu svona rosaleg vel út. Þær eru bara alveg eins og myndir sem teknar eru á venjulega myndavél. Við borguðum 30 yen fyrir myndina sem á gengi dagsins í dag eru tæpar 20 krónur. Við eigum svo líklega eftir að láta framkalla einhverjar fleiri myndir áður en að við förum heim frá ferðalaginu með Tótu og Halldóru en nú styttist í að þær lendi í Tokyo, bara 8 dagar:)

Endilega munið eftir að setja línu í gestabókina okkar:)

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Ferðafélagið Puttinn opnar heimasíðu
Ferðafélagið Puttinn hefur nú opnað heimasíðu. Endilega kíkið á hana en meðlimir hennar eru við Gunni og svo vinkonur okkar Þórhildur og Halldóra. Fyrsta ferð félagsins verður tæplega mánaðarferðalag um Japan í ágúst.

mánudagur, júlí 28, 2003

Smá vesen með myndasíðuna
Þið verðið að afsaka en við erum í einhverju veseni með myndasíðuna okkar en erum að vinna í málinu. Á meðan verðum við bara að láta nægja myndirnar á forsíðunni:) Annars er síðasta prófið hjá okkur á morgun, 18 kaflaprófið í japönskunni og svo erum við bara formlega búinn með skólann. Útskriftin er á föstudaginn og eftir það verður haldið til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu og mér finnst mjög svo að það verði opnaður bjór í tilefni dagsins.
Hafnabolti og kirkjuferð
Jæja síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá okkur í heimsóknum og öðru slíku. Á þarsíðasta laugardag fórum við að sjá hafnaboltaleik í Sapporo dome. Okkar lið Yakult Swallows vann auðvitað og það var mikil stemming. Maður á sjálfsagt ekki eftir að heimsækja margar svona stórar íþróttahallir í framtíðinni. Á sunnudeginum skelltum við okkur svo í kirkju í fyrsta skipti í Japan. Við vorum reyndar búin að spyrjast fyrir um hvort að það væri kristin kirkja hérna í Otaru en enginn vissi neitt. Við fórum með Kurehu vinkonu okkar og mömmu hennar. Messan fór öll fram á japönsku en hluti af henni var þýddur yfir á ensku fyrir okkur. Það voru ekki nema svona 20 manns í kirkjunni enda var hún ekki mikið stærri en meðal einbýlishús á Íslandi. Organistinn var eldri kona frá Skotlandi sem að býr í Sapporo og predikarinn er frá Singapore en hefur búið ásamt konunni sinni í Japan í um 30 ár.

Heimsókn til Fumiko


Mánudaginn eftir kirkjuferðina vorum við boðin í heimsókn til Fumiko (stelpunnar sem var á Bifröst í fyrra) ásamt Takayo og Madoku. Takayo var líka á Bifröst í fyrra en Madoka er að fara til Íslands í lok ágúst og verður á Bifröst næsta árið. Það var voða gaman hjá okkur og pabbi hennar Fumiko keyrði okkur um allt í Sapporo og við skoðuðum skíðastökkpallinn sem var notaðar á vetrarólympíuleikunum árið 1976 og skoðuð vetrarsafn sem að hefur að geyma allskonar tæki og tól til vetraríþrótta-iðkunnar. Við fórum einnig og skoðuðum risastórann blómagarð (lavender og lily) og gamalt stjórnarráðshús í Sapporo. Eftir að hafa verið í skoðunarferð allan daginn fórum við heim til Fumiko þar sem mamma hennar tók á móti okkur með okonomiyaki og allskyns góðgæti. Við drógum upp íslenskan harðfisk og hann sló auðvitað í gegn:=)

Kimono og Yukatta hjá Yano sanÁ föstudaginn fórum við í heimsókn til Yano san (gömlu hjónanna sem eiga dúkkuna). Húsbóndinn var ekki heima en frú Yano bauð okkur að koma til að hjálpa okkur að fara í Kimono og Yukatta. Ég fékk nefnilega gefins einn kimono og einn Yukatta frá ágætri konu sem við hittum í jólapartýi á vegum Unesco í desember í fyrra. Alla vega þá er frú Yano algjör sérfræðingur þegar kemur að kimono og hún á yfir 100 svoleiðis. Herra Yano á einnig yfir 80 kimono. Hún leyfði mér að prófa rosalega flottan kimono sem að hún hefur aðeins notað einu sinni og ein önnur kona prófað áður. Mér leið bara eins og prinsessu:) Ég mætti reyndar til hennar alveg ómáluð og henni leyst ekkert á að fara að taka myndir af mér með hárið slegið og ekkert makeup. Hún skellti því á mig bleikum varalit og einhverju dúlleríi í hárið... voða fínt. Ég veit ekki hversu þægilegt það er að vera í svona kimono en alla vega þá hefur mér liðið betur og átt auðveldara með að anda. Maður er allur hertur saman með 5 böndum og svo fleiri fleiri borðum. En á endum lítur þetta svaka vel út auðvitað. Gunni fékk einnig að prófa kimono sem að frú Yano dró út úr einum skápnum. Nóg til:)

Hjónin að dans um götur bæjarins


Um síðustu helgi var sko aldeilis fjör á hóli. Þá var haldin hin svokallaða Ushiro hátíð hérna í Otaru og mikið um að vera. Á laugardeginum dönsuðum við um götur bæjarins ásamt fjölda skiptinema og starfsmanna við Otaru University en það er hefð að hinir ýmsu hópar bæjarins æfi saman dans og mæti svo á laugardeginum og dansi skrúðbúið um göturnar. Við þurftum að mæta fimm sinnum á æfingu og síðasta æfingin var haldið úti og svo smá partý og auðvitað bjór á eftir. Á laugardeginum byrjuðum við að dansa klukkan 19:00 og vorum búin rétt fyrir 21:00. Þetta var alveg rosalega gaman og mikið fjör.

föstudagur, júlí 18, 2003

Heimsókn í grunnskóla í Yoichi
Síðasta mánudag fórum við ásamt þremur öðrum skiptinemum í heimsókn í grunnskóla í bæ sem heitir Yoichi og rétt hjá Otaru. Það var voða gaman og við vorum alveg búin eftir daginn því að fórum í brennó og hina ýmsu hlaupaleiki með krökkunum. Það er bara 21 nemandi í skólanum á aldrinum 8 til 11 ára og 7 kennarar sem að þýðir 3 nemendur á hvern kennara. Það þætti nokkuð gott heima á Íslandi. Krakkarnir og kennararnir eru því eins og ein stór fjölskylda. Þau borða öll saman í hádeginu og krökkunum er skammtað eftir stærð og aldri. Allir verða að klára matinn sinn og mega ekki fara frá borðinu fyrr en að allt er búið af diskunum. Svo sjá þau sjálf um að ganga frá eftir matinn sem og að þrífa kennslustofurnar sínar, voða sniðugt. Eftir matinn eiga líka allir að bursta tennurnar og hver og einn er með sitt tímaglas til að passa að bursta alla vega í eina mínútu. Í skólanum eru líka allskyns dýr eins og fiskar, skjaldbökur, hamstur, eðla og meira að segja lirfur. Krakkarnir sjá um að gefa dýrunum og þrífa búrin þeirra. Við vorum voðalega hrifinn af þessum skóla sem við héldum að væri einkaskóli af því að hann er svo lítill og “kósí” en hann er víst bara venjulegur ríkisrekinn skóli. Eftir að hafa eytt daggóðum tíma með krökkunum og svitnað svolítið í brennó og fótbolta fórum við í ávaxtagarð hinum megin við götuna. Það voru foreldrar tveggja barna í skólanum sem áttu garðinn og þau voru svo yndislega að leyfa okkur að tína kirsuber og taka með okkur heim. Í Yoichi eru margir ávaxtagarðar þar sem fólk getur farið og týnt og borgað fyrir kílóið. Við gátum bara týnt kirsuber því að eplin og vínberin verða ekki til fyrr en í september. En við skötuhjúin þurftum nú bara að leggja okkur eftir þennan dag með krökkunum, vorum alveg búin á því og áttum meira að segja í erfiðleikum með að vakna:)

Fumiko og Kureha í mat
Matarboðið hjá okkur lukkaðist svona líka vel. Húsbóndinn grillaði kjúlla og bauð upp á bakaðar kartöflur og ferskt salat. Fumiko sagðist eiginlega vera farin að sakna þess að fá svona íslenskan mat:) Eftir að við vorum búin að borða buðum við upp á íslenska skúffuköku sem að sló heldur betur í gegn. Hún var kannski ekki alveg jafn flott og japanskar kökur sem keyptar eru í kökubúðum en góð samt sem áður. Við skemmtum okkur mjög vel og Fumiko mætti með myndasafnið sitt frá Íslandi á geisladiskum og sýndi okkur hvað hvert hún ferðaðist á Íslandi. Næsta mánudag förum við svo í heimsókn til Fumiko og foreldra hennar og mér skilst að Takayo ætli að mæta á svæðið. Hún gat ekki komið í matarboðið hjá okkur af því að hún var hjá foreldrum sínum sem að búa eitthvað svolítið frá Otaru.

Vinafólk okkar Halldór Már og Ólafía voru að láta skíra litla prinsinn sinn í síðustu viku og hann fékk nafnið Halldór Pálmi. Til hamingju með það. Við hlökkum rosalega mikið til að sjá ykkur í september og vonandi getur matarklúbburinn hist sem allra fyrst:) Eldað íslenskt lambakjöt og opnað eina rauða.

sunnudagur, júlí 13, 2003

Ég með Ikebana skreytinguna
Ég er búin að gera nokkrar Ikebana skreytingar og núna í tvö síðustu skipti hef ég farið til kennara sem heitir Reiko en hún býr hérna í Otaru og á og rekur litið sjúkrahús. Ég er að hugsa um að fara með Tótu og Halldóru í Ikebana en vandamálið er að Reiko talar BARA japönsku:)

Halló halló

Maður mætti nú alveg vera duglegri að skrifa en svona er lífið:) Við erum bara búin að taka því rólega undanfarið skötuhjúin og vinna í lokaverkefnum sem að við eigum að skila núna næstu daga og vikur. Eitt í Information science, eitt í Marketing seminar, eitt í Japanese affairs og svo stendur til að setja á svið stutt leikrit á japönsku en það mun koma í stað lokaprófs í japönskunni... guði sé lof. Veðrið hjá okkur er búið að vera mjög milt og gott síðustu daga. Sólin er ekki búin að láta sjá sig neitt of mikið en samkvæmt veðurspánni í gær á að vera sól og blíða alla þessa viku. Í kvöld ætlum við að hafa smá grillveislu og bjóða tveimur japönskum stelpum í mat. Önnur þeirra heitir Fumiko en hún var einmitt önnur þeirra sem var á Bifröst síðasta vetur. Hin stelpan heitir Kureha en við höfum aldrei hitt hana áður. Kundo (kona sem vinnur á bókasafninu) sendi póst á okkur og spurði hvort að við værum til í að hitta hana og tala við hana ensku af því að hún er í skóla í Englandi en er í fríi í Japan núna og langar að æfa sig. þannig er það nú. Við ætlum sem sagt að grilla kjúkling og hafa ferskt salat og bakaðar kartöflur með (voða íslenskt eitthvað).

Um næstu helgi ætlum við að láta verða að því að heimsækja Sapporo Dome en þar voru spilaðir einhverjir leikir í HM í fyrra. Höllin tekur 40.000 manns og mjög líklegt að maður verði bara eins og krækiber í helvíti þarna inni. Völlurinn er færanlegur þannig að það er hægt að rúlla grasinu út á meðan er verið að spila hafnabolta og rúlla því svo aftur inn þegar er verið að spila fótbolta... ég er kannski ekki best í að útskýra þetta en alla vega þá er hann færanlegur:) Við erum að fara að sjá hafnaboltaleik á laugardaginn klukkan 18:00. Liðin sem eru að keppa eru kannski ekki upp á marga fiska enda erum við aðallega að fara til að skoða höllina sjálfa. Helgina þar á eftir er hátíð í Otaru sem haldin er árlega. Við ætlum að taka þátt í henni og verðum í Yukatta (ekkert ólíkt og Kimono nema bara ekki eins flottir og fínir) og munum dansa um göturnar í Otaru með blævængi og ég veit ekki hvað og hvað... Við þurfum að mæta til að máta búningana og til að æfa dansinn sem á að taka eitthvað áður. þetta verður eitthvað skrautlegt en alveg örugglega rosa skemmtilegt:) Svo helgina þar á eftir ætlum við að fara og sjá Sumo í Sapporo. Það er eitthvað tournament í gangi þannig að mér skylst að þetta sé okkar eina tækifæri til að sjá Sumo hérna á Hokkaido. Lofum að taka fullt af myndum af þessum sérlega sexí köppum:) Svo fer nú að styttast í að Tóta og Halldóra lendi í Tokyo. Þær leggja af stað frá Íslandi 9. ágúst og lenda í Tokyo að morgni 10. ágúst. Vá hvað það verður gaman hjá okkur. Ég lofa að senda fysta glósupakkann í japönskunni til ykkar fljótlega:)

Já og ekki má svo gleyma aðalfréttinni en hún er að Steinar Ara vinur okkar frá Bifröst er að verða pabbi og von er á krílinu á afmælisdeginum hans þann 14. nóvember.... Innilega til hamingju Steini og frú:) Hlökkum til að hitta ykkur í sept.

Ætli sé ekki best að drífa sig heim að undirbúa grillveisluna fyrir Fumiko og Kureha. Ég fer svo að pressa á húsbóndann að setja inn nýjar myndir.

föstudagur, júlí 04, 2003

Útskrift hjá Jónsa og Arnþóri í Kanada
Jónsi og Arnþór bræður mínir voru báðir að útskrifast frá skólunum sem þeir hófu nám í síðasta haust. Arnþór útskrifaðist frá Maple Grove Education Center og Jónsi frá Yarmoth Memorial Concolation High School. Þeir stóðu sig báðir rosalega vel og Arnþór útskrifaðist með "honor" þar sem hann var með meðaleinkunnina 8,9. Jónsi fer í Saint Mary's University sem er í Halifax og Arnþór fer í Yarmoth Memorial Concolation High School (þ.e. skólann sem Jónsi var að klára. Ég er rosalega stolt af bræðrum mínum. Til hamingju frá mér og Gunna:)

Arnþór á útskriftardaginn


Jónsi að taka á móti útskriftarskjalinu sínu

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Háskólahátíð og út að borða
Um síðustu helgi var háskólahátíð í skólanum okkar. Hún hófst um miðjan dag á fimmtudegi og lauk á sunnudegi. Það var voða fjör og mikið um að vera. Á skólalóðinni voru settir upp sölubásar þar sem seldur var japanskur, kínverskur, franskur og amerískur matur svo eitthvað sé nefnt. Því miður gátum við ekki eldað súpukjöt né boðið upp á slátur þar sem bannað er að flytja inn ferskar matvörur til Japan:) Við tókum þátt í fjörinu á föstudeginum eftir skóla en Jess vinur okkar frá USA var að spila með hljómsveitinni sinni á útisviðinu. Á föstudeginum var einnig bjórpartý og bjórinn seldur á c.a. 63 krónur dósin. Á laugardagskvöldinu var svo farið á djammið. Það er skrítið að fylgjast með Japönum þegar þeir fá sér í glas. Í stað þess að setjast niður og fá sér bjór og spjalla spila þeir hina ýmsu drykkjuleiki. Sumir enda á perunni en aðrir þola meira og enda í einhverskonar glímu (og það á sprellanum!!). Án spaugs.
Á þiðjudagskvöldið síðasta fórum við út að borða með Jóni Þrándi, íslenska prófessornum hérna við skólann, konunni hans og Lilju Guðrúnu, sem er búin að vera aupair í Sapporo síðan í september í fyrra. Tilefnið var að Lilja Guðrún er að fara heim til Íslands á sunnudaginn næsta. Það var voða gaman hjá okkur og við borðuð á veitingarstað í Sapporo sem að heitir Café Thomsen. Jón Þrándur hafði sagt okkur frá þessum veitingarstað stuttu eftir að við komum til Japan en við höfðum aldrei fundið hann. Maturinn var rosalega góður og við vorum svo södd að við rúlluðum út úr lestinni í Otaru. Áður en að við fórum að borða fór Jón Þrándur með okkur í skoðunarferð um Hokkaido University. Þetta er mjög flottur og stór campus en það eru um 12.000 nemendur í skólanum.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Sansan beach Okinawa - Er ekki lífið á ströndinni dásamlegt?Við og Kanna vinkona okkar frá Tokyo


Maja á leiðinni á markaðinn í Naha

Komin heim frá Okinawa....

Halló allir. Þá erum við komin heim úr helgarferðinni til Okinawa. Þetta var alveg frábær ferð og við vorum svakalega heppin með veður því að það hafði farið fellibylur yfir Okinawa tveimur dögum áður og því bara sól og blíða sem að fylgi á eftir. Það var rúmlega 30 stiga hiti og hálfskýjað þessa þrjá daga sem við vorum. Við upplifðum Okinawa svona eins og ákveðna blöndu af Japan og svo því sem að við kynntumst í Thailandi. Við eyddum mestum tíma í Naha, sem er höfuðborg Okinawa, en þar búa 300.000 manns. Við vorum komin til Okinawa um eitt leytið á föstudeginum. Við eyddum deginum að mestu í að skoða okkur um í Kokusai dori (sem er aðalgatan í Naha) og ná áttum. Um kvöldið fórum við út að borða á steikarhús að japönskum hætti ( þar sem að maturinn er eldaður fyrir framan mann). Þetta var í fyrsta skipti sem að við borðum á svona stað hérna í Japan... voða gaman. Laugardagsmorguninn notuðum við í að kíkja á markaðinn sem er við Kokusai dori og líta í kringum okkur eftir sango powder (koral dufti) fyrir Stefán vin okkar. Um hádegi héldum við svo á Sansan beach sem er fyrir utan Naha. Við þurftum að taka strætó þangað og það var lífsreynsla útaf fyrir sig. Það eru nefnilega 4 strætó fyrirtæki í Okinawa og því örlítið flóknara kerfi heldur en maður er vanur í Otaru. Við eyddum deginum á ströndinni og Gunni gerði heiðarlega tilraun til að snorkla en lífvörðurinn kom og sagði að það væru sea urgent (einhver kúludýr sem stíga mann) og marglittur í sjónum. Hann lét það samt ekki stoppa sig og fór bara út fyrir landhelgi lífvarðarins...Á laugardagskvöldinu hittum við stelpu sem heitir Kanna og er frá Tokyo en hún fór til Okinawa til að læra að kafa. Við drifum hana með okkur á næsta bar í billjard. Barinn sem við enduðum inn á var í eigu eldri manns og það var enginn þar nema hann og blindfullur vinur hans sem að vildi ekkert með okkur hafa fyrst að við kunnum ekki Okinwa dialect (Okinawa mállýska). Sunnudagurinn var tekinn snemma en við drifum okkur á fætur klukkan 7 og fórum í Onsenið á hótelinu (gæti sko alveg vanist því að vera með svona onsen heima hjá mér). Næst var farið í að kaupa sango powder fyrir Stefán og svo haldið á ströndin í Naha. Þar lágum við megnið af deginum og hittum einn Svía og einn Skota sem eru að kenna bardagalist og voru í Okinawa í þjálfun. Seinnipartinn fórum við svo upp á hótel og skelltum okkur aftur í onsen. Eftir það var svo aloe vera gelið vel þegið því að skötuhjúin voru frekar rauð eitthvað. Kvöldmaturinn var svo pizza upp á herbergi því að það er sko ekkert grín að panta pizzu í Otaru. Á mánudagsmorguninn röltum við á markaðinn og kíktum í búðir. Við settumst á Starbucks og fengum okkur kaffi og á sama tíma renndi lögreglubíll í hlaðið til að sækja uppgjörið af Starbucks yfir helgina. Allt svo formlegt hérna í Japan....Flugið heim var svo klukkan 15 þannig að við tókum því bara rólega og nutum þess að fylgjast með mannlífinu í Okinawa (sem að okkar mati er töluvert frábrugðið því sem við höfum kynnst í Hokkaido). Þetta var rosalega skemmtileg afmælisferð og við myndir sem að við erum búin að setja inn á netið (ásamt fleiri myndum) og þið getið skoðað hérna

þriðjudagur, júní 17, 2003

Jónsi bróðir og kærastan hans Thanh


Jónsi bróðir og Thanh kærastan hans á leiðinni á prom í Kanada í síðustu viku. Jónsi mun útskrifast úr high school núna í lok júní og fer í háskóla í Halifax næsta haust ásamt Thanh. Arnþór bróðir mun einnig útskrifast frá sínum skóla í sumar og fara í high school í Yarmouth (bænum sem þau búa í). Hans prom er í lok júní. Annars er allt fínt að frétta af fjölskyldunni í Kanada. Mamma, pabbi og Arnþór fara til Ísland í byrjun júlí og verða þar í tæpan mánuð en Jónsi kaus að vera bara í Kanada og sjá um heimilið.

mánudagur, júní 16, 2003

Halló allir

Jæja margt hefur gerst síðan síðast var skrifað hér á síðunni. Í síðustu viku komu hingað til Otaru 8 prófessorar frá University of South Dekota til að kynna sér skólann. Jess vinur okkar frá USA er eimitt frá USD. Þau buðu okkur með sér í dagsferð í Nikka visky verksmiðjuna í Yoichi og til Cape Shakotan. Þetta var mjög skemmtileg ferð og við fengum hinar ýmsu upplýsingar um MBA prógrammið í USD til þess að skoða. Við færðum einnig Dr. Wood bók um Ísland því að hann hefur mikinn áhuga á því að heimsækja litla landið okkar heim. Eftir að við komum heim úr ferðinni fórum við öll saman út að borða á Okonomiyaki stað. Þar eldar maður sjálfur á pönnu fyrir framan sig. Þetta eru einhvers eggja-pönnukökur með grænmeti, kjöti, fiski eða bara hverju sem er. Svakalega gott...
Á laugardaginn var svo farið í veislu á vegum Rotary klúbbsins í Otaru við höfnina. Það var reyndar boðið upp á siglingu en við hjónin vorum aðeins of sein og misstum af henni. Þegar búið var að sigla með liðið var smá athöfn þar sem ýmsir ágætir menn héldu ræðu á japönsku þannig að ég get ekki skýrt frá því um hvað var rætt. Ég brosti bara og klappaði þegar hinir klöppuðu:) Að ræðuhöldum loknum var grillað og rætt um lífið í Otaru. Á laugardagskvöldið var svo haldið á bar þar sem að Jennifer (stelpa sem býr í Otaru og vinnur við að kenna ensku) var að halda upp á 24 ára afmælið sitt. Þar var allt fullt af gaijin (útlendingum) og mikið fjör.
Á miðvikudaginn á svo húsbóndinn afmæli og spurning hvað verður gert til að gera sér glaðan dag. Sama dag, þann 18. júní eiga Hreggviður bróðir pabba og sonur hans Leifur einnig afmæli en Hreggviður verður fertugur.... mikið um að vera í fjölskyldunni.

Látum heyra frá okkur þegar við komum heim frá Okinawa. Gleðilegan þjóðhátíðardag:)

mánudagur, júní 09, 2003

Ferðalangar á leið til Wakkanai

Enn bætast við litlir hnoðrar á Íslandi!!! Í þetta sinn var það vinafólk okkar, þau Halldór og Ólafía, sem eignuðust son þann 5. júní. Við óskum þeim til hamingju og það verður rosalegt að koma heim og sá öll þessi nýju börn sem vinafólk okkar hefur verið að eignast á meðan við höfum verið hér í Japan.

Frans Veigar frændi var að fermast og óskum við honum til hamingju með að vera kominn í fullorðina manna tölu.

Um síðustu helgi, helgina 6-8 júní, fórum við í tjaldútileigu með vinum okkar hér í Japan, þeim Jess frá USA og Kerstin frá Austurríki. Ferðinni var heitið til Wakkanai sem er 40.000 manna bær á norður hluta Hokkaido. Við löguðum af stað um 8 leytið á föstudagsmorgun og með því að villast og stoppa hér og þar tók ferðin þangað um 5 klukkutíma. Við byrjuðum á því að tjalda en keyrðum síðan um og skoðuðum nýja staði í Japan. Það sem vakti mesta athygli var hversu margir Rússar voru á vappi í bænum, en aðeins eru um 50 km sigling til Rússlands þaðan sem við vorum. Um kvöldið var grillað og slakað á yfir varðeldi sem Gunni nostraði við allt kvöldið. Þegar tók að dimma kíktu svangir refir í heimsókn, stálu af okkur mat og gerðu tilraun til að stela vídeomyndavélinni hennar Kerstin. Allt kom fyrir ekki og við náðum að hlaupa hann uppi og endurheimta myndavélina. Laugardagurinn var notaður í að heimsækja nyrsta odda Japan, Souya-Misaki, og rendum þar einnig fyrir fisk. Eftir nokkuð þóf var ákveðið að hirða ekki fiskana 5 sem dregnir voru á land þar sem töluverð skítalykt var af vatninu:) Eftir að hafa fiskað góða stund á meðan Maja og Kerstin lágu í sólbaði í um 25° hita og glampandi sól fórum við í Onsen. Þetta Onsen er markaðssett sem "heilsu" Onsen sem er sérstaklega gott fyrir gamalt fólk. Þar sem allir eru naktir eru að sjálfssögðu sér karla og kvenna Onsen. Eftir að við Jess höfðum labbað um á sprellanum í hinum og þessum Onsenum fórum við í úti Onsen og litum yfir sjóinn á meðan við kældum okkur niður. Þá sáum við mjög marga hvali (trúlega um 20 talsins) vera að velta sér og koma upp úr sjónum mjög nálægt ströndinni. Við ákváðum því að stytta Onsen ferðina og fara niður á strönd til að bera þá augum, sérstaklega þar sem Jess hefur aldrei áður séð hval með berum augum. Eftir góðan og skemmtilegan dag var farið heim í tjald og grillað og spjallað meira. Fleiri skiptinemar ákváðu einnig að fara í helgarferð á svipaðar slóðir, nema þau völdu sér annan stað til að gista á, ströndina (og ekki með neitt tjald). Því fórum við að sjá hvort þau væru enn á lífi á sunnudagsmorgun, þrátt fyrir að vindurinn væri farin að blása voru þau nokkuð brött. Um 11 leytið var lagt af stað til Sapporo og farið að sjá danskeppni, en þessi keppni er annar stærsti árlegur viðburður í Sapporo. Umferðin var mjög hæg en almennt er hámarkshraði á vegum í Japan 50 km/klst, eins gott að löggan var ekki að mæla þennan daginn:)
Þetta var mjög skemmtileg helgi og gaman að ná smá veiði til að samgleðjast þeim veiðimönnum sem eru að fara að byrja veiðina heima á Íslandi.
Næsta ferð okkar hjónanna er skipulögð helgina 20-23 júní (nokkurskonar afmælisferð handa Gunna) og þá ætlum við að fara til Okinawa sem er nysta eyja Japan. Við ætluðum upphaflega að fara þangað í ágúst þegar Þórhildur og Halldóra koma en þá er high season og því alltof dýrt að fara. Þessa dagana er hins vegar verið að vinna í því að skipuleggja ferðalagið okkar um Japan í ágúst. Vinkona okkar á ferðaskrifstofunni hérna í skólanum er með málið.
Um næstu helgi liggur fyrir að fara til Sapporo á föstudaginn á Ikebana sýningu, en Ikebana eru japanskar blómaskreytingar. Á laugardaginn er svo partý á vegum Rotary klúbbsins hérna í Otaru en hann býður í siglingu og grillveislu. Á sunnudaginn er svo annað partý í boði Lions hérna í Otaru og þar er boðið upp á mat og drykki. Það er upplagt að nota svona samkomur til að sína sig og sjá aðra og auðvitað æfa sig í japönskunni, ekki spurning.

laugardagur, maí 31, 2003

Myndir úr ferðalaginu til Hakodate um síðustu helgiÚtskrift á Bifröst í dag
Þá er komið að því. Ef við værum heima á Íslandi værum við að útskrifast í dag. En þar sem við erum í Japan verðum við í skólanum þar til í lok júlí og formlega útskrifuð í byrjun ágúst. Við erum mjög ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að fara til Japan og ætlum að njóta þess að læra japönskuna í sumar. Við fengum einkunnirnar okkar fyrir BS verkefnin í gær og erum bara nokkuð sátt. Gunni fékk 8,5 fyrir verkefnið sitt sem fjallaði um innkomuaðferðir íslenskra fyrirtækja á Japansmarkað og Maja fékk 8,0 fyrir sitt verkefni sem fjallaði um samningaviðræður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Japan. Í dag ætlum við að skunda til Sapporo og heimsækja einn dýragarð eða svo og erum svo boðin í mat hjá Jóni Þrándi Stefánssyni í kvöld. Hann er kennari hérna við skólann og var jafnframt leiðbeinandinn okkar í BS verkefnunum.

Þá er búið að bóka flugmiða fyrir Halldóru og Þórhildi vinkonur okkar en þær ætla að koma í heimsókn í ágúst og vera í heilan mánuð. Húsbóndinn er að vinna í því að setja upp ferðaplan (í exel auðvitað) og áætlað er að fara til Tokyo, Kyoto, Osaka, Nara, Hirosima og Okinawa. Þær lenda í Tokyo þann 10. ágúst og svo fljúgum við öll saman heim þan 6. september. Þetta verður algjört ævintýri og ég get varla beðið:)

Það var verið að skíra hjá vinafólki okkar í Keflavík þeim Stefáni Ragnari og Ásdísi Rögnu síðasta sunnudag. Drengurinn fékk nafnið Guðjón Pétur. Stefán segist vera þegar byrjaður að lesa fyrir hann úr Porter og Kotler þannig að hann verður líklega farinn að stjórna í Samkaupum fyrir fermingu:) hahaha, Til hamingju Stebbi, Ásdís og Kamilla Birta.
Við óskum bara öllum samnemendum okkar heima á Íslandi til hamingju með útskriftardaginn. Það væri mjög gaman að geta verið með ykkur en tækifærunum fylgja oftast einhverjar fórnir, svoleiðis er það nú bara....

Endilega skrifið í gestabókina okkar. Það er orðið voða langt síðan einhver hefur sett línu í hana...... og svo setum við reglulega inn nýjar myndir undir tengilinn hérna vinsta meginn á síðunni sem heitir ýmsar myndir.

Þangað til næst, sayoonara

þriðjudagur, maí 27, 2003

Nýjar myndir
Gunni er búinn að setja upp myndasíðu á heimasíðunni sinni. Hér eftir verða allar nýjar myndir settar þar inn í stað þess að vera að halda úti tveimur myndasíðum. Við skelltum okkur í helgarferð til Hakodate um síðustu helgi. Við leigðum okkur bíl ásamt vinum okkar frá USA og Austurríki. Gunni er búinn að fá japanskt ökuskírteini til tveggja ára þannig að nú keyrir hann um eins og innfæddur með stýrið "vitlausu meginn" og í vinstri umferð. Þetta var mjög skemmtileg helgi hjá okkur og við hittum nokkra skrítna einstaklinga í Hakodate. Endilega kíkið á nýjustu myndirnar, slóðin er: http://homepage.mac.com/gunnaregill/myndir/Menu11.html

sunnudagur, maí 18, 2003

Heimasíða húsbóndans
Núna er Gunni búinn að setja upp sína eigin heimasíðu á vefsvæði mac.com Hann er ennþá að vinna í henni en þar eru komnar inn myndir, fréttabréf og verkefni sem að við höfum unnið í námi okkar á Bifröst. Endilega kíkið á síðuna og skellið henni í favorites því að þegar við förum heim í september munum við líklega hætta að nota þessa síðu og nota síðuna á mac.com Slóðin inn á hana er http://homepage.mac.com/gunnaregill

miðvikudagur, maí 14, 2003

Loksins loksins

BS verkefnin eru á leiðinni til Íslands í pósti (og það var langt frá því að vera ókeypis að senda þau:) Ég vona að það séu ekki allir búnir að gefast upp á því að kíkja inn á síðuna okkar þar sem við höfum ekki haft mikinn tíma til að skrifa upp á síðkastið. Síðasti mánuður eða svo hefur að mestu farið í BS verkefnin og svo er skólinn byrjaður á ný þannig að okkar vikulegu japönskupróf taka sinn tíma. En núna er þetta allt komið og yndislegt sumar framundan hjá okkur. Hérna í Otaru er farið að hlýna verulega og það koma dagar þar sem hitinn fer upp í 20 gráður. Í gærkvöldi grilluðum við meira að segja með tveimur nemendum frá Kóreu, stelpu frá Austurríki og vini okkar Jess frá USA og við borðuðum bara úti það var svo hlýtt.

Ef ég hleyp í stuttu máli yfir það sem að hefur helst drifið á daga okkar að undanförnu þá fórum við í leiðangur um daginn í leit að litlum sófa til að hafa í íbúðinni okkar. Allt í góðu með það nema hvað við þurftum að labba bæinn endilangann til að finna notaða búð sem átti sófa til sölu. Við fundum fínann sófa og ég spurði konuna sem að var að vinna hvað hann kostaði. Hún sagði að hann kostaði 1.000 yen, sem er ekki nema 700 íslenskar krónur. Ég var fljót að segja við Gunna að við þyrftum ekki að hugsa okkur um og ættum bara að kaupa af þeim eitthvað meira. Við fundum lítið stofuborð og 3 stóla til að setja út á svalir og buðum í allt saman 4.000 yen (2.800 isk). Þau (konan og einn karl) voru mjög ánægð með tilboð okkar og vildu endilega gefa okkur japanska dúkku og lampa í kaupbæti. Við vorum mjög ánægð með þetta og borguðum þeim fyrir dótið og þau sögðu okkur að koma aftur eftir rúmlega klukkutíma að sækja það og þau myndu keyra okkur heim með allt saman. Við drifum okkur að versla í matinn fyrir vikuna og ég og Jess fórum svo bara heim með leigubíl en Gunni fór í að sækja nýju húsgögnin. Við biðum og biðum og aldrei kom Gunni. Ég og Jess vorum orðin hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir. Eftir einn og hálfan klukkutíma mætir Gunni heim í leigubíl og með engin húsgögn. Það sem hafði gerst var að þau sem ,,seldi" okkur dótið voru bara ,,part time workers" og höfðu því engann rétt á því að ákveða verð. Það sem beið Gunna þegar hann fór að sækja húsgögnin var yfirmaðurinn sem að sagðist geta selt honum þetta fyrir 12.000 yen. Gunni þráttaði lengi við hann og endaði með því að fá sófann og stofuborðið fyrir 3.000 yen. Þetta eru einkennilegir viðskiptahættir. Við vorum búin að borga fyrir allt saman en svo mætir bara bossinn á staðinn og þá þarf að byrja að semja upp á nýtt. Alltaf lendir maður í einhverju nýju hérna.


Í lok apríl og byrjun maí er svokölluð Golden week í Japan og einnig í Kína. Í þessari viku blómstar svokölluð Cherry Blossom tré hérna á Hokkaido og þá flykkjast Japanir í picknic og hella í sig japönsku sake. Þessi tré eru svakalega falleg á meðan þau blómstra en það varir bara í eina viku og svo verða þau bara græn á ný. Sum þeirra eru með hvítum blöðum á meðan önnur eru með bleikum og sum rauðum blöðum. International Circle var með Cherry Blossom (hanami á japönsku) party í almenningsgarði hérna í Otaru og við kíktum aðeins þangað. Það var um hádegi og sumir Japanarnir orðnir frekar rjóðir í kinnum eftir að hafa opnað einn eða tvo. Við stoppuðum ekki lengi við enda beið BS verkefnið eftir okkur heima. Við tókum fullt af myndum af trjánum í blóma og setjum þær inn við fyrsta tækifæri.


Í dag kom Herotsugu japanskur vinur okkar og sótti okkur og fór með okkur til Sapporo í smá ,,mótorhjólaleiðangur". Við erum að velta fyrir okkur hvort að það borgi sig að kaupa vespu sem að tekur tvo í stað þess að leigja bíl í hvert skipti sem við viljum ferðast eitthvað um Hokkaido í sumar. Við fórum í margar hjólabúðir og fundum á endanum eina tveggja manna vespu sem að þarfnast aðeins lagfæringar. Við báðum þá um að gera við hjólið og við myndum svo koma aftur á sunnudaginn til að prófa það og taka það almennilega út. En þó svo að við séum búin að finna hjólið er málið með próf til að keyra það. Hvorugt okkar er með skellinöðrupróf þannig að ætli Gunni endi ekki með því að fara í próf hérna. Þegar við hringdum til að athuga málið var okkur sagt að hann yrði að taka skriflegt próf og þyrfti að geta lesið kanji til að komast í gegnum það. Okkur leyst ekkert á það en vorum búin að lesa um það á netinu að útlendingar sem hefðu komið til Japan og keypt sér hjól hefðu aðeins þurft að taka verklegt próf. Málið er í athugun í þessum skrifuðu orðum og við látum ykkur vita hvernig fer.


Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili. Ég fer í það fljótlega að setja inn nýjar myndir og reyna að finna einhverja góða lausn á þessum myndasíðum sem að lokast alltaf eftir 2 mánuði. Ef einhver veit um betri þjónustu þá vinsamlegast látið mig vita, þetta fer að verða pirrandi.


Þangað til næst, bless bless

sunnudagur, maí 04, 2003

Fæddur er verkalýðsforingi framtíðarinnarStefán og Ásdís vinafólk okkar á Bifröst eignuðust þennan líka myndarlega strák þann 1. maí síðastliðinn. Það leikur enginn vafi á því að hér er á ferðinni efnilegur piltur sem trúlega mun kjósa sér frama á sviði verkalýðsmála sökum fæðingardagsins. Leiði framtíðin það hins vegar í ljós að áhugi hans liggji ekki á því sviði hefur hann mjög trúlega erft kaupfélagsgenin frá föður sínum Stefáni og afa sínum Guðjóni og ætti því að geta fetað í þeirra fótspor.
Til hamingju með litla prinsinn elsku Stefán, Ásdís og Kamilla Birta. Hlökkum til að sjá ykkur í september:)

laugardagur, apríl 19, 2003

Nokkrar línur frá Japan

Þá er skólinn byrjaður hjá okkur á fullu. Við erum í færri fögum á þessari önn heldur en haustönn þar sem við fáum bs ritgerðina metna til eininga. Við erum að sjálfsögðu áfram í japönskunni en erum auk þess í Marketing seminar, Information science II og Japanese affairs II. Þessi önn lítur vel út fyrir okkur og við ættum að hafa einhvern tíma til að ferðast og skoða landið.

Okkar tími fer þessa dagana eins og flesta að undanförnu í að vinna í bs ritgerðunum okkar. Við eigum að skila þeim inn í síðasta lagi 14. maí og eins og staðan er núna ætti það að ganga upp. Í gær brugðum við skötuhjú okkur þó í leiðangur í þeim tilgangi að skoða notuð reiðhjól. Við erum orðin frekar leið á því að labba um allt og langar að geta hjólað um í sumar. Við fórum í 4 hjólaverslanir og 2 notaðar búðir og fundum aðeins 1 notað fjallahjól til sölu. Það hjól var vafið inn í plast í annari notuðu búðinni og hafði greinilega legið þar lengi. Búðareigandinn fór með okkur upp á þriðju hæð (sem er geymsla full af gömlum sjónvörpum, þvottavélum og ísskápum) og gróf upp hjólið. Þegar Gunni spurði hvað hann vildi fá fyrir það skellti hann á það 8.000 jenum. Gunni náttúrulega byrjaði að prútta og sagði; "yasukutte kudasi imasenka". Búðareigandinn brást bara við með því að hlægja og vildi frekar geyma hjólið áfram í geymslunni í nokkur ár í viðbót í stað þess að selja það á 5.000 jen. Stundum er eins og það vanti pínu viðskiptavit í Japanina:) Já og ég verð að nefna að á meðan við vorum á rölti um Otaru löbbuðum við fram á tvo Japani sem voru að spræna utan í næsta húsvegg. Ég sem hélt að þeir væru svo feimnir og "kurteisir"... þetta er kannski bara eðlilegt fyrir þeim:)

Sumarið er ekki langt undan hjá okkur. Í síðustu viku fengum við tvo daga þar sem hitinn fór upp í 20 gráður. Snjórinn bráðnar hratt og ekki er langt í að cherry blossom trén fari að blómsta. Blómin á þeim eru ljósbleik og þau detta af aðeins viku eftir að þau springa út. Þessa viku sem trén eru að blómstra leggja Japanir leið sína í stórum stíl í picnic og drekka nóg af bjór og sake. Sumarið hjá okkur hjónum er komið þegar við byrjum að grilla. Í gærkvöldi var fyrsta grillveislan. Gunni grillaði hamborgara og ég hélt hreinlega að hann ætlaði að kveikja í öllu International Húsinu þegar hann var að tendra grillið. Án spaugs átti ég alveg von á því að nágrannarnir myndu hringja á slökkviliðið. Þetta slapp þó allt saman nema hvað svalirnar okkar eru svolítið sótaðar. Í kvöld stendur svo til að grilla páskasteikina. Við ætlum að reyna að hafa pínulítið íslenska páska og hafa kjöt, brúnaðar og salat (eins og hjá mömmu). Svo það besta. Stebbi og Ásdís vinafólk okkar á Bifröst sendu okkur Nóa Sírius páskaegg... Hvað er hægt að biðja um meira. Takk kæru vinir, þið eruð best:)

Jæja ætlum að drífa okkur heim í að kynda grillið því að Jess vinur okkar frá USA ætlar að koma í mat. Við látum heyra frá okkur fljótlega, promise... Gleðilega páska allir


laugardagur, apríl 12, 2003

Jæja gott fólk

Nú eru komnar inn um 140 myndir frá ferð okkar til Tokyo og Tælands. Þetta er nú reyndar bara brot af þeim myndum sem við tókum en við reyndum að velja þær bestu handa ykkur. Endilega setjið svo línu í gestabókina okkar svo við sjáum hverjir eru að fylgjast með ferðalaginu okkar... og jafnvel ykkar comment á myndirnar. Við erum búin að fá að heyra það nú þegar að við séum ekkert alltof brún á myndinni úr fílaleiðangrinum.... Takk Aníta mín:)

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Það eru komnar inn nokkrar myndir frá ferðalaginu okkar til Tokyo og Tælands. Fleiri væntanlegar fjótlega. Njótið vel.


Fórum í stuttan leiðangur á fílsbaki

sunnudagur, apríl 06, 2003

Við erum komin heim frá Tælandi

Komið þið sæl
Það er orðið alltof langt síðan við höfum skrifað inn á síðuna okkar. Við komum heim frá Tælandi á föstudagskvöldið síðasta og erum búin að vera að jafna okkur eftir ferðalagið og taka upp úr töskunum. Ferðin var hreint út sagt algjört ævintýri. Við flugum frá Tokyo til Bangkok þann 19. mars og vorum ekki komin til Bangkok fyrr en um miðnætti. Við vorum bara að ná áttum fyrsta daginn og plana hvernig við ættum að skipuleggja tímann í Tælandi. Við eyddum 4 dögum í Bankok og á þeim tíma fórum við í dagsferð í kókoshnetubúgarð, á floting market, á fíla- og krókodílashow, í craft factory og í blómagarð. Við tókum einn dag í að fara á stærsta markaðinn í Bangkok þar sem hægt var að kaupa húsgögn, reiðhjól, mat, föt, gæludýr og húsbúnað, eiginlega allt milli himins og jarðar.
Sunnudaginn 23. mars tókum við svo næturlestina til Surathani sem er í suður Tælandi. Ferðin gekk nokkuð vel nema hvað þessi lest var ekki upp á marga fiska. Salernisaðstaðan í lestinni var svo sem ágæt nema hvað ef maður horfði ofan í klósettið blöstu lestarteinarnir við manni, hey það er komið árið 2003. Frá Surathani tókum við bát til eyju sem að heitir Koh Samui og er önnur stærsta eyja Tælands. Þar leigðum við okkur Bungalow með öllu og vorum á þeirri viku í heila viku, reyndar fórum við einn dag á eyju sem að heitir Koh Pha-Ngan (eyjan sem að fólkið í myndinni The Beach með Leonardo DeCaprio fara á til að versla). Það var alveg yndislegt að vera á þessum eyjum, allir mjög vingjarnlegir og bara rólegheit. Það reyndar ringdi soltið mikið á okkur og það komu tveir dagar þar sem að ringdi stanslaust allan daginn. Á Koh Samui leigðum við okkur mótorhjól í 4 daga og keyrðum hringinn í kringum eyjuna. Við fórum í fiðrildagarð, í leiðangur á fíl, í gokart, í dagsferð til Angthong Marine Park (en þar á sagan The Beach að hafa gerst) og leigðum okkur jet ski og krúsuðum um. Við gerðum nokkuð af því að sóla okkur á ströndinni og í hótelgarðinum (sem var á ströndinni) en þar sem að hvíta skinnið okkar hafði ekki séð sól í rúmlega 5 mánuði þá þoldi það ekki mikla sól. Okkur líkaði mjög vel að vera á Koh Samui en þar er mikið af ferðamönnum en ef maður kærir sig ekki um að vera innan um þá er ekkert mál að finna strendur sem að eru fámennar og meira sóttar af innfæddum. Eyjan Koh Pha-Ngan er mun óþróaðri heldur en Koh Samui og meira af ungu fólki sem að kemur þangað eingöngu í þeim tilgangi að djamma og njóta lífsins á meðan fjölskyldufólk virðist frekar fara til Koh Samui. Við vorum að hugsa um að fara lengra suður á stað sem heitir Krabi og eyju sem heitir Phuket en við vorum bara komin með nóg af ferðalögum og vildum frekar nota tímann til að slappa af á Koh Samui. Við förum bara þangað næst þegar við förum til Tælands:)
Mánudaginn 31. mars heldum við svo frá Koh Samui með flugvél til Bangkok því að við nenntum ómögulega að taka næturlestina aftur til baka. Við þorðum ekki annað en að fara aftur til Bangkok tímanlega því að Gunni lét sérsauma á sig jakkaföt í Bangkok og þurfti að fara í “fittings” og við vissum ekki hvað tæki langan tíma að klára að sauma fötin. Þessa síðustu daga í Bangkok notuðum við meðal annars til að kíkja aðeins í búðir, fara í golf, vatnsleikjagarð, safari world og bíó. Það er alveg nóg að vera 3 eða 4 daga í Bangkok í einu. Umferðin er rosalega og einn daginn vorum við 2 klukkutíma að komast á milli staða þar sem við lentum í algjörri teppu. Mengunin er líka mikil í Bangkok og við urðum sérstaklega vör við hana þar sem að hitinn var á milli 35 – 40 gráður allann tímann.

Þessi ferð var algjört ævintýri fyrir okkur og við erum alveg staðráðin í því að ferðast meira út fyrir Japan áður en að við komum heim til Íslands í september, það er að segja ef að stríðinu verður lokið og menn búnir að ná einhverjum tökum á þessari kínaveiki sem herjar á heiminn. Við urðum svolítið vör við hversu hrætt fólk er við þessa veiki á flugvellinum í Bangkok en þar var allt starfsfólk með hanska og grímur og mikið af farþegum var með grímur. Við reyndum bara að halda eins mikið kyrru fyrir og við gátum, það var ekkert annað í stöðunni. Skólinn byrjar hjá okkur þann 10. apríl og svo liggur bara fyrir að klára bs ritgerðirnar okkar, næg verkefni framundan. Snjórinn er loksins byrjaður að bráðna hérna í Otaru og sumarið ekki langt undan að okkur skylst, alla vega eru pöddurnar vaknaðar til lífsins...

Fljótlega koma inn myndir frá ferðinni

föstudagur, mars 14, 2003

Komið að því að fara til Tælands
Jæja kæru vinir nú er kominn tími fyrir smá pistil. Það er bara allt fínt að frétta af okkur þrátt fyrir að ennþá sé frekar kuldalegt um að litast í Otaru. Það hefur snjóað af og til síðustu daga en í dag lét sólin sjá sig og vonandi er vorið handan hornsins. Síðasta mánuðinn eða svo höfum við verið að vinna í bs ritgerðunum okkar. Sú vinna hefur verið misskemmtileg þar sem við höfum átt í töluverði basli með að vinnuaðstöðu, heimildir og nettengingu. Við byrjðum á því að spyrjast fyrir um það í desember hvort að það væri mögulegt að fá einhverja kompu til að vinna í en það var ekki talið mögulegt og því höfum við verið að vinna inn í hinum og þessum kennslustofum skólans eða heima. Varðandi heimildir þá er reglan hér að nemendur mega aðeins fá lánaðar 10 bækur í einu og það er sko enginn möguleiki að reyna að fá fólk til að fara í kringum þá reglu. Með nettenginguna þá virðast tölvumenn skólans vera búnir að loka á það að við getum notað okkur tölvur til að tengjast internetinu og svo hafa netmálin verið í einhverri óreiðu upp á síðkastið. En vandamálin eru til að takast á við þau og það höfum við gert með bros á vör.
Við höfum mest lítið verið á flakki þennan síðasta mánuð en fórum þó til Sapporo í gær og kíktum á nýja verslunarmiðstöð sem var verið að opna í síðustu viku í Sapporo Station, rosalega flott miðstöð sem hefur líklega kostað nokkur yenin.

Núna er svo komið að því að fara í tveggja vikna frí. Við förum til Tokyo á sunnudaginn næsta (16. mars) og höldum svo áfram til Tælands þann 19. mars og verðum þar í tvær vikur. Núna er heitasti tími ársins í Tælandi, að meðaltali 30 - 35 stiga hiti. Við erum ekki búin að skipuleggja hvar við verðum eða hvað við ætlum að gera heldur ætlum við bara að vera "ekta" túristar svona einu sinni. Við fengum reyndar góðar upplýsingar frá Gísla Óskarssyni en hann fer reglulega til Tælands. Hann benti okkur á hótel sem hann gisti oft á og sagði að það væri nóg að segjast þekkja "Gisli from Iceland" og þá fengjum við toppþjónustu. Við látum auðvitað reyna á það:)

Við komum til með að tékka reglulega á tölvupóstinum okkar á meðan við verðum á ferðalaginu. Endilega sendið þið okkur línu það væri gaman að heyra frá ykkur, annað hvort á gunnaregill@mac.com eða gudnyj@bifrost.is eða skrifið í gestabókina góðu.

Þangað til næst, bless bless

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Þið verðið að afsaka hvað við erum búin að vera löt að skrifa en þessa dagana fer mestur tíma í að vinna í BS ritgerðunum okkar. Eins gott að halda sér við efnið svo að maður geti slappað vel af í Tælandi.

Annars er aðalfréttin sú að Rán vinkona er búin að eignast lítinn prins. Það var áætlað að hann kæmi í heiminn 18. febrúar en hann lét aðeins bíða eftir sé og fæddist 25. febrúar. Við óskum Rán og fjölskyldunni hennar til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Þórhildur vinkona tók mynd af honum og sendi okkar, hann er ekkert smá sætur:)miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Nú eru komnar inn 4 ný myndaalbúm undir linknum myndir 4 hér vinstrameginn! Myndirnar eru frá Sapporo Snow festival, Otaru Snow Gleaming festival og Próflokardjamminu okkar.
Prófin eru búin og nú hefst Bs vinnsla áður en við förum til Tokyo 16 mars og svo til Taílands 19 mars!!!
Njótið vel.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Jæja...
Þá er kominn inn ný myndamappa (myndir 4).
Af okkur er allt gott að frétta. Prófin eru að byrja, sem er reyndar á dálítið öðrum tíma en á Íslandi enda skólaárið hér frá apríl til mars en ekki september til maí. Við förum í 2 próf á föstudag og eitt á mánudaginn og svo er lokaverkefnið í japönskunni kynning sem á að vera 5 mínútna löng.
Þegar prófin eru búin förum við til Sapporo á "Sapporo Snow Festival" þar sem stórir skúlptúrar og önnur listaverk úr snjó og ís eru til sýnis. 20 Febrúar förum við svo í aðra Onsen ferð en við vitum þó ekki hvert við erum að fara því leiðbeiningarnar voru á japönsku (fyrir lengra komna) og þau á skrifstofunni hér segja bara að við getum alveg lesið þetta!!! Það þýðir ekkert að reyna að rökræða við þetta fólk.
Við vorum einnig að vinna miða (5000 yena virði) á "Toyota Big Air" sem er innanhús snjóbrettamót í Sapporo þar sem atvinnumenn munu keppa. Það verður svakalegt að fara á það.
Í Annarfríinu munum við vinna í Bs rannsókn okkar og munum meðal annars fara til Tokyo í sambandi við vinnslu hennar þann 16. mars. Þann 19. mars stefnum við á að fara til Taílands (Bangkok) og vera þar í rúmar 2 vikur í um 35 stiga hita. Eftir þá ferð verður farið í að klára Bs ritgerðina og svo byrjar skólinn aftur 10 apríl. Það verða ábyggilega mikið af nýjum myndum sem koma þegar líður tekur á vorið.
Við biðjum vel að heilsa öllum heima á Íslandi eða hvar sem þið eruð.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Fjölskyldan í Kanada komin með heimasíðu
Þessa dagana er Jónsi bróðir að vinna í því að setja upp heimasíðu fyrir fjölskylduna í Kanada. Það er búið að taka lengri tíma en áætlað var að koma henni upp því að erfiðlega hefur gengið hjá Jónsa að ná samningum við pabba um greiðslur fyrir uppsetninguna:) Á heimasíðunni ætla þau að vera með myndir frá Kanda og stuttu pistla um þá atburði sem standa upp úr hverju sinni. Slóðin inn á síðuna þeirra er www.rosajoi.blogspot.com endilega kíkið á hana. Bakgrunnurinn á síðunni var ákveðinn af pabba þar sem að honum fannst eldurinn vera svo kanadískur... Það er ekki búið að setja inn gestabók ennþá en þið bara kíkið á síðuna reglulega, þetta kemur allt hjá þeim:)

sunnudagur, janúar 26, 2003

George og Emilía - nýjustu fjölskyldumeðlimirnir


Jæja það hlaut að koma að því að við myndum hafa eitthvað að skrifa um á síðunni okkar. Málið er að við vorum í matarklúbb á Bifröst síðasta vetur ásamt þremur öðrum pörum. Nú er svo komið að þau eiga öll von á barni á þessu ári og því er búið að setja pressu á húsbóndan:) Eftir að hafa íhugað þessi mál lítillega fórum við í MyCal, sem er verslunarmiðstöðin hérna í Otaru, og keyptum tvær skjaldbökur. Nú er meira en nóg að gera í því að hugsa um nýjustu fjölskyldumeðlimina, sem að heita Georg og Emilía (myndin er af George). Gunni skýrði þær nöfnum sem gott væri að nota bæði á ensku og á íslensku. Jess vinur okkar frá USA keypti sér líka eina skjaldböku og svo gáfum við honum eina í afmælisgjöf. Hann skýrði þessa sem við gáfum honum Tumi. Það er því búinn að fara mikill tími hjá Gunna og Jess í það að útbúa heimili fyrir skjaldbökurnar og finna út hvaða hitastig eigi að vera á þeim. Gaman af þessum litlu krílum. Reyndar er bannað að vera með gæludýr í International húsinu en svoleiðis er það bara...

Það snjóar ennþá hjá okkur og er frekar kalt þessa dagana. Þegar við fórum í MyCal á föstudaginn síðasta til að kaupa skjaldbökurnar hittum við þrjá rússa sem voru aðeins í'ðí og gátu bjargað sér á ensku. Þeir komu til okkar og sögðust vera "russian sailors" og spurðu hvort að við vissum hvar væri hægt að fara í "sauna"... Lyktin af þeim var eins og þeir hefðu ekki farið í sturtu í nokkrar vikur.... Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fólki hérna í Otaru er ekki vel við rússa. Þeir eru oftast fullir, lykta illa og stela úr búðum. Þeir eru samt ágætir greyin. Ég man alltaf eftir rússanum sem að gaf okkur Jónsa bróðir saltpillurnar og myntusúkkulaðið heima á Þórshöfn. Hann lyktaði illa og drakk svolítið mikið en var fínasti karl.

mánudagur, janúar 13, 2003

HALLÓ HALLÓ
Þið verðið að afsaka hvað það er orðið langt síðan við höfum skrifað inn á síðuna. Ástæðan er sú að það er búið að vera nóg að gera í lærdómnum. Þessa dagana erum við að klára að skrifa svokölluð Final Paper sem við eigum að skila í lok janúar í þremur áföngum, Japanese Management, Microeconomics og Marketing seminar. Einnig erum við búin að vera að vinna í bs ritgerðum okkur sem við eigum að skila fyrir 14. maí. Lokaprófin hjá okkur á þessari önn eru svo í byrjun febrúar. Við förum í 4 próf, 3 þeirra tökum við á ensku og svo er það japönskuprófið. Þessi önn er búin í kringum 10. febrúar en þá tekur við næstum því tveggja mánaða frí. Þann tíma munum við nota til að skrifa bs ritgerðirnar okkar. Það væri gaman að nota eitthvað af tímanum til að ferðast um Japan og við ætlum að reyna það, en það veltur allt á því hvernig mun ganga að skrifa. Flestir skiptinemarnir ætla að nota tímann til að ferðast, einhverjir ætla að ferðast innan Japan en svo eru einhverjir sem ætla til Víetnam, Taiwan og Hong Kong.
Annars hefur lítið markvert gerst hjá okkur síðustu daga. Við fengum reyndar þær fréttir frá foreldrum Gunna að Þóra systir hans hefði eignast litla prinsessu þann 6. janúar. Við óskum Þóru, Kristjáni, Karen Ósk og Önundi til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Bíðum spennt eftir að sjá mynd af prinsessunni og Gunni segist vera alveg viss um að ef þau hefðu eignast strák þá hefði hann verið skírður Gunnar Egill:) Svo rákum við augum í það á mbl.is að Davíð Oddsson væri á leiðinni til Japan í heimsókn til að ræða mikilvæg mál við Yoishiro Koizumi forsætisráðherra Japan og aðra merkilega menn. Vonandi að það komi eitthvað jákvætt út úr þeim viðræðum.

Ein af Omori
Þau ykkar sem hafið skoðað síðuna okkar frá upphafi munið sjálfsagt eftir kennaranum okkar í Microeconomics honum Omori. Hann sagði okkur sögu af því í haust þegar hann týndi bílnum sínum á bílastæði vegna þess hversu mikið snjóaði yfir daginn og var búinn að moka upp 3 bíla áður en að hann fann sinn bíl. Svo sagði hann okkur líka frá því að hann hefði verið að labba og uppgötvað að hann væri búinn að týna öðrum skónum sínum á leiðinni í snjónum.
Síðasti föstudagur var fyrsti kennsludagur eftir jólafrí og þá vorum við í tíma hjá honum. Hann byrjaði tímann á því að spyrja hvernig við hefðum haft það í fríinu og sagði svo að hann hefði næstum því dáið um jólin. Hann fékk einhvern verk fyrir brjóstið þann 29.des og samkvæmt konunni hans hætti hann að anda og missti meðvitund. Hann var fluttur á sjúkrahús en sendur heim morguninn eftir þar sem enginn læknir var á vakt fyrr en 6. desember. Hann sagðist því bara hafa sofið frá 29. desember til 6. janúar og þá farið að hitta lækni. Læknirinn gat ekki gefið honum neina skýringu á þessu og Omori þarf því að bíða þar til 20. janúar eftir að komast í rannsókn. Omori er mjög svo sérstakur maður.

Nóg í bili og endilega veriði dugleg að skrifa í gestabókina þegar þið kíkið við

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Gleðilegt nýtt ár


Nú erum við búin að setja inn nýjar myndir bæði frá jólapartýi sem við fórum í þann 14. desember og líka frá gamlárskvöldi. Við höfðum það fínt um áramótin, elduðum góðan mat og ræddum framtíðina. Við röltum svo út eftir miðnætti en snérum fljótlega aftur heim því að það var ekki sála á ferli og ekki svo mikið sem einu blysi skotið á loft. Japanir eyða áramótunum í faðmi fjölskyldunnar og á miðnætti heimsækja þeir næsta hof og biðja fyrir nýju ári.
Það stoppaði ekki hjá okkur síminn á nýjársdag. Mamma og pabbi hringdu frá Kanada, en þá var voru 30 mínútur í áramótin hjá þeim og svo hringdu tengdamanna og tengdapabbi, en þá var klukkan hjá þeim um 3 á nýjársnótt. Báðar ömmur mínar voru líka búnar að hringja á milli jóla og nýjárs. Það var mjög gaman að heyra í öllum, takk fyrir að hringja.
Umfjöllun um dvöl okkar í Japan
Í nóvember síðastliðinn kom út skólablað útskriftarnema við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í blaðinu birtist stutt grein eftir okkur um dvöl okkar hér í Japan. Blaðinu var dreift víða og meðal annars fengu forsvarsmenn Verkmenntaskólans á Akureyri eintak og höfðu í framhaldi af því samband við ritstjóra blaðsins, Gunnar Axel Axelsson og vildu fá að birta greinina eftir okkur á heimasíðu Verkmenntaskólans. Okkur finnst virkilega gaman að fá greinina birta á heimsíðu framhaldsskólans okkar sem við erum stolt af. Fyrir þá sem vilja lesa greinina er hana að finna á www.vma.is
Þann 21.desember voru um 50 nemendur brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við það tækifæri hélt Hjalti Jón Sveinsson skólameistari ræðu og ræddi meðal annars um hversu verðmæt tungumálakunnátta gæti verið og hvað það að sérhæfa sig í einhverju framandi tungumáli gæti veitt manni spennandi tækifæri þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Í ræðu sinni vitnaði Hjalti til greinar okkar sem birtist á heimasíðu skólans: “Á heimaíðu skólans getur nú að líta frétt af tveimur nemendum okkar sem eru að freista gæfunnar í Japan um þessar mundir. Við erum stolt af þeim nemendum sem útskrifast héðan eftir mislanga veru í skólanum og það er ánægjulegt að fá að fylgjast með ferðum þeirra á vinnumarkaðinum eða í framhaldsnámi eftir að þeir hafa yfirgefið uppeldisstöðvarnar hér í Eyrarlandsholtinu.”
Ræðuna hans Hjalta skólameistara í heild sinni má finna undir slóðinni: www.vma.is/frettir/Haustonn-02/12-21-utskrift.html

mánudagur, desember 30, 2002

Jólin búin og áramótin á næsta leiti í Japan

Þá erum við komin heim úr snjóbrettaferðinni. Við höfðum það mjög gott, renndum okkur frá 10 á morgnanna til 5 á daginn og slöppuðum svo af í Onseninu á hótelinu á eftir. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið mjög vel um okkur á hótelinu, fín aðstaða og góð þjónusta. Nú bíðum við bara eftir að þetta ár kveðji. Klukkan 12 á gamlárskvöld heimsækja Japanir hof og fara með bænir. Það er ekkert verið að sprengja upp gamla árið og fagna því nýja með því að fara út að skemmta sér eins og við erum vön. Ætli við hjónin verðum ekki bara heima í rólegheitum. Við ætlum að hafa heilsteiktar rækjur í forrétt og svínakjöt í aðalrétt. Við erum stöðugt að gera tilraunir í eldhúsinu.
Það eru komnar inn nýjar myndir frá ferðinni á síðuna, þær eru undir myndalinknum MYNDIR 3.

Við segjum þá bara gleðilegt nýtt ár og sjáumst hress og kát á nýju ári

laugardagur, desember 21, 2002

Jæja þá eru jólin loksins komin
Það er svolítið skrítið að vera svona langt í burtu frá fjölskyldunni og vinum yfir jólin en einhvern tíman verður allt fyrst. Í fyrramálið höldum við í snjóbrettaferð í Niseko og verður á skíðahóteli í 4 nætur. Ég er hrædd um að mín eigi eftir að vera með pínu strengi þegar hún kemur heim:( úps!

Annars óskum við gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þrátt fyrir að okkur líði vel hérna í Japan þá söknum við ykkar mikið. Hafiði það sem allra best og viljiði hugsa til okkar þegar þið borðið rjúpurnar og laufabrauðið...

Jóla- og saknaðarkveðjur
Gunni og Maja


fimmtudagur, desember 19, 2002

Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir á síðuna. Myndir frá heimsókn okkar til Yano san á þriðjudaginn (í Yano san albúminu), frá síðustu snjóbrettaferð í Mt. Tengu á miðvikudaginn (í snjóbretta albúminu) og einnig myndir af öllu namminu sem við höfum fengið sent frá Íslandi fyrir jólin (í Jólamyndir albúminu).

Myndirnar er að finna undir neðri myndalinknum.

laugardagur, desember 14, 2002

Í fyrsta skipti á snjóbretti í Japan

Sæl öll sömul
Við höfum nú verið heldur léleg að skrifa og setja inn myndir en nú hefur verið bætt úr því. Búið er að setja inn töluvert af nýjum myndum, nýju myndirnar eru undir neðri myndalinknum hér til vinstri og svo eru stuttar frásagnir hér að neðan.
Jólapakkarnir streyma inn...
Síðustu daga hafa streymt inn pakkar frá Íslandi. Það er gott af því að vita að það er hugsað til okkar hér í Japan og ekki virðist það vera vandamál að senda smá jólapakka hinu meginn á hnöttinn, takk kærlega fyrir okkur. Mér reiknast svo til að við munum fá fleiri pakka núna heldur en í fyrra og fólkið heima hefur greinilega gert sér grein fyrir skorti á íslensku nammi hér á japanska markaðinum. Allavega liggur fullur haldapoki af nammi inn í skáp sem húsfreyjan liggur á eins og ormur á gulli og maður er húðskammaður fyrir að næla sér í einn og einn mola .
Kvöldið í kvöld...
Í kvöld erum við að fara niður í miðbæ Otaru í jólaboð. Japanskir nemendur hafa skipulagt skemmtunina og leigt sal í heilan sólahring. Fyrirspurnir hafa borist til okkar um hvort hjónin séu gengin í SÁÁ þar sem engar myndir hafa verið settar inn af skemmtanalífi hér í Japan. Það er skemmst frá því að segja að ekki er nú mikið um skemmtanalíf hér enda kúltúrinn hjá jafnöldrum okkar töluvert frábruggðin okkar. Helstu skemmtanir hér ganga út á drykkjuleiki en þar sem japanir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áfengi og Íslendingar rómaðir fyrir mikið drykkjuþol eru úrslit þessara drykkjuleika ávallt fyrirfram ákveðin . Ísland 5 - Japan 0.
Heimsókn í skóla...
Á myndasíðunni má finna myndir af heimsókn okkar hér í Japanska skóla. Maja fór í Hooyoodaichuugakkoo (secondary school) og ég fór í ironai-shugakko (primary school). Maja tók þátt í allskyns umræðum með krökkunum um heimalandið Ísland og reyndi að útskýra fyrir þeim að í gamla daga hafi börn á Íslandi leikið sér með legg og skel sem krakkagreynin áttu erfitt með að skilja og að lokum borðaði hún með þeim hádegismat. Ég byrjaði á því að búa til japanskar bollur sem eru búnar til úr hrísgrjónadeigi og svo er baunafylling inn í þeim (sjá myndir). Eftir matreiðsluna var haldið í te-ceremony og drukkið ekta japanskt green tea með krökkunum sem var mjög sérstakt á bragðið. Eftir stutt spjall við nýju vini mína var haldið heim á leið.
Fyrsta snjóbrettareynslan...
Í síðustu viku fórum við á snjóbretti í Asarigawa-onzen. Húsfreyjan stóð sig þokkalega vel og stefnum við á að fara í Mt. Tengu á næsta fimmtudag og svo um næstu helgi verður haldið í Niseko þannig að það er eins gott að vera búin að hita sig eitthvað upp fyrst. Á íslenskan mælikvarða er Asarigawa-Onsen mjög gott skíðasvæði með þremur stólalyftum og löngum brautum. Japanarnir eru mjög vandlátir að mínu mati og segja að það sé ekkert varið í þetta!!!
lokaverkefni við skólann...
Í lok janúar þurfum við að skila 4 lokaverkefnum hér við skólann og erum að finna okkur efni þessa dagana. Hér leggja kennararnir ekki línurnar með hvernig verkefnin eigi að vera eða um hvað þau eigi að fjalla heldur ákveðum við það sjálf. Ég er hræddur um að háværar raddir heyrðust á Bifröst væru svona vinnubrögð kennara viðhöfð, og hvað þá ef skólinn myndi birta einkunnir haustannar á vorönn eins og skipulagið er í sumum áföngunum hér. Við ætlum og nýta okkur tækifærið og skoða hluti tengda bs. verkefnum okkar í þessum lokaverkefnum þar sem hlutirnir taka oft töluverðan tíma hér í Japan og því gott að fara að koma einhverju niður á blað til að renna ekki út á tíma.
Að lokum...
Glöggir lesendur muna kannski eftir frásögn okkar af matarboði hjá Yano-San hjónunum og okkur hefur aftur verið boðið þangað í mat í næstu viku. Á stefnuskránni er að máta hjá þeim Kimono sem eru formlegir japanskir búningar. Við munum setja myndir af okkur í búningunum inn í næstu viku og segja ykkur frá þeim kræsingum sem þau útbjuggu fyrir okkur.
Ég er búin að fá mér nýja tölvu, ibook, og óhætt að segja að hún standi fullkomnlega undir væntingum. Málið er að erfitt er að finna tölvu hér með ensku windows þannig að kaupa sér mac sem er bilingual (á mörgum tungumálum) er ekki vitlaus kostur. Það eina sem ég þarf að gera er að setja inn í hana íslenska stafi og þá er hún fær í flestan sjó. Ekki er það verra að núna get ég tengt digital myndavélina okkar við tölvuna með einni snúru og flutt myndirnar á milli mjög auðveldlega og þarf ekki að setja upp neitt forrit til þess.

Setjum svo að lokum inn msn netföng okkar ef þið viljið reyna að ná af okkur á msn, munið bara að við erum 9 klukkutímum á undan ykkur.
Gunni = gunni_bifrost@hotmail.com
Maja = gudny_maria_johannsdottir@hotmail.com

mánudagur, desember 02, 2002

Gunni, herra Yano, frú Yano, dóttirin og Maja

laugardagur, nóvember 30, 2002

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í matarboðið til Yano san. Þau eru alveg yndisleg en vandamálið er bara að við getum lítið tala við þau. Við mættum til þeirra klukkan 18:00 með Lulu sem að þekkir þau vel og talar bæði japönsku og ensku. Maja byrjaði á því að fara vitlaust úr skónum í forstofunni en það er ekki alveg sama hvernig sumir hlutir eru gerðir í Japan. Þegar við komum inn fórum við að líta í kringum okkur eins og maður gerir oftast þegar maður kemur á nýjan stað og við sáum fljótlega hvað var mikið af dóti og dúkkum um allt hús. Þegar við litum svo inn í eldhúsið þá sat þar dúkka við matarborðið með fullt af gervimat á diski. Ok, við heldum kannski að barnabarn þeirra ætti þessa dúkku og þetta dót en svo kom frú Yano san með dúkkuna í fanginu og sagði nice to meet you, eins og hún væri að segja það fyrir dúkkuna. Við vorum ekki alveg að skilja! Fljótlega var sest við matarborðið og Herra Yano san byrjaði að steikja kjötið og grænmetið í sukiyaki sem er japanskur réttur. Allt saman er steikt á rafmagnspönnu sem er höfð á miðju matarborðinu og svo er sett sojasósa og eitthvað sem við vitum ekki alveg hvað er út í þetta og úr verður sukiyaki réttur. Sukiyaki er annars saman sett úr orðunum suki sem þýðir það sem maður kýs og yaki matreiðsla þannig að þetta er eiginlega svona réttur sem að maður getur bara ráðið hvað maður setur í. Sniðugt! Maturinn var alveg rosalega góður og við borðuðum eins og við mögulega gátum í okkur látið. Þetta var ekki borðað af venjulegum diskum heldur úr skálum og fyrst brítur maður eitt egg í skálina og hrærir það saman og svo borðar maður sukiyaki - ið með því að segja það ofan í eggjahræruna fyrst. Þetta hljómar kannski ekki grinilega en var mjög gott. Eitt sem er siður hérna í Japan er að vera með einn disk undir hvern rétt. Til dæmis var ein skál fyrir sukiyaki, einn diskur fyrir salat, einn lítill diskur með spínati, ein skál fyrir hrísgrjónin og svo ein skál með súrum gúrkum. Ég myndi ekki vilja vaska upp eftir stóra japanska veislu! Í eftirrétt voru svo japanskir ávextir.
Þegar við vorum búin að borða þá spurði gamla hvort að við vildum ekki bara vilja taka með okkur afganginn heim. Við litum bara hvort á annað og þorðum ekki annað en að segja já, maður veit aldrei hvernig japanarnir taka neitun þannig að það er öruggara að vera kurteis heldur en ekki. Við settumst svo við stofuborðið og sýndum þeim gömlu myndir frá Íslandi, þau voru yfir sig hrifin af þessari náttúrufegurð....
Þetta með dúkkuna er svolítið skrítið mál. Dúkkan, sem er um 1 meter á hæð, er í raun dóttir þeirra og er tveggja ára segir gamla. Þau tala við hana eins og hún sé lifandi og þið getið ekki ímyndað ykkur allt dótið sem að dúkkan á... Svo á hún líklega meira af fötum heldur en ég og Gunni til samans og um 20 pör af skóm.... við erum að tala um dúkku hérna...Hún á sér sæti við matarborðið og örugglega allar gerðir af gervimat, gervi spælt egg og gervi hamborgara og bara nefndu það. Þetta var mjög skrítið en ég held að það sé hið besta mál að þau gömlu geti látið tíman líða með því að hugsa um dúkkuna, gefa henni að borða og kaupa á hana ný föt.
Við héldum svo heim á leið um klukkan 22:00 en þá var herra Yano san farinn að geyspa því að hann fer yfirleitt að sofa um 22:00 og vaknar klukkan 05:00 á morgnana. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt kvöld og þau spurðu hvenær við ætluðum að koma aftur í heimsókn og hvað þau ættu að elda handa okkur þá. Þau eru yndisleg.

Það eru komnar nokkrar myndir frá heimsókninni inn á neðri myndalinkinn.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Nú eru komnar nýjar myndir inn á síðuna. Nýjustu myndirnar eru að finna undir neðri linknum hérna vinstra meginn á síðunni. Við skelltum okkur til Sapparo á laugardaginn síðasta og svo aftur í gær (mánudag) og flestar nýju myndirnar eru þaðan.

föstudagur, nóvember 22, 2002

Jæja þá er komið að því að heimsækja alvöru japanskt heimili. Takayo Saikawa, japanski skiptineminn á Bifröst sendi okkur póst og sagðist þekkja eldri hjón sem að byggju í Otaru sem að hún hefði oft farið til síðasta vetur til að hlýja sér og spjalla við þau. Þau heita Yano san og húsfreyjan er 60 ára og húsbóndinn í kringum 70 ára. Takayo sagði að þau vildu endilega fá okkur í heimsókn til sín. Við erum sem sagt að fara í mat til þessara gömlu japönsku hjóna á fimmtudaginn næsta og með okkur ætlar að koma vinkona hennar Takayo sem heitir Lulu Shen og er frá Taiwan. Þetta verður nú meira ævintýrið er ég hrædd um, en þetta er eitthvað sem að maður verður að prófa. Við látum ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman í næstu viku.
Annars erum við að fara í miðannarpróf í microeconomics í dag hjá honum Omori. Hann er mjög sanngjarn og segist alveg muna ennþá hvernig það var að vera nemandi og þess vegna verður prófið hjá honum örugglega sanngjarnt, vonandi. Á morgun, laugardag ætlum við svo að skella okkur til Sapparo. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Sapparo fjórða stærsta borgin í Japan og þar búa um 1,8 milljón manna. Við ætlum að kíkja aðeins í búðir og skoða okkur um. Sunnudaginn fer svo í að læra fyrir næsta japönskupróf. Við erum orðinn nokkuð sleip í japönskunni, getum spurt einfaldra spurninga og svoleiðis..... en málið er bara að við skiljum ekki svarið sem við fáum til baka.... en það kemur allt saman. さよおなら (bless í bili)

Jæja þá er ég búin að læra að setja inn myndir á forsíðuna. Þessi mynd af okkur hjónunum var tekin við Otaru Canal en það er "lækur" sem að rennur í gegnum bæinn okkar. Allir ferðmenn sem að koma til Otaru eiga víst mynd af sér við Canalinn.

mánudagur, nóvember 18, 2002

Fyrir þá sem að hafa verið að spyrja um heimilisfangið okkar þá er það:

International house, appartment 201
Midori 4-4-15
Otaru
047-0034
Hokkaido
Japan

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Auglýsing
Ertu einmanna? Langar þig að tala við einhvern? kannski einhvern sem býr í öðru landi en þú og þú hefur ekki séð í a.m.k. 2 mánuði?
Hringdu þá endilega í síma:
00 81 8032332238
(aðeins 49.kr íslenskar mínútan!!!)

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Jólin í Japan
Þessa dagana erum við að skipuleggja hvar við eigum að vera yfir jólahátíðina. Við erum að hugsa um að fara til Niseko sem er stærsta skíðasvæðið á Hokkaido. Þar eru þrjú fjöll og yfir 30 skíðalyftur. Stefnan er að fara þangað þann 22. desember og koma heim annan í jólum. Við erum búin að vera í sambandi við tvær ferðaskrifstofur sem geta boðið okkur pakka með hótelgistingu og lyftupassa þessa fjóra daga en málið snýst um verðið. Ég held bara að ég hafi lært eitthvað af því að fylgst með pabba á mörkuðunum á Spáni þegar ég var yngri þar sem hann eyddi hálfu dögunum í að prútta við kerlingarnar....
Það er alla vega víst að jólin í ár verða öðruvísi. Engar rjúpur og ekkert laufabrauð með mysingi. En við ætlum bara að njóta þess að upplifa öðruvísi jól einu sinni. Við ætlum að renna okkur yfir daginn á nýju snjóbrettunum okkar og svo slappa af í “japanese onsen” á kvöldin, hljómar vel ekki satt?
Það er ekki ákveðið hvar við ætlum að vera um áramótin en flestir skiptinemarnir ætla að fagna nýja árinu í Tokyo. Við ætlum ekki að fara alveg svo langt en hugsanlega verðum við í Sapparo. Það kemur allt í ljós.

Fyrstu kynningarnar á ensku
Í marketing seminar í síðustu viku héldum við okkar fyrstu alvöru kynningar á ensku. Við áttum að velja okkur eina akademíska grein til að fjalla um. Aðaláherslan var lögð á að gagnrýna niðurstöður rannsóknarinnar og koma fram með hvernig hefði verið hægt að gera rannsóknina á annan hátt og hugsanlega fá út aðra niðurstöðu. Ég valdi grein sem fjallaði um hvernig vestrænir og asískir “business” ferðamenn meta lúxushótel á mismunandi hátt. Þeir vestrænu meta lúxushótel meira á grundvelli umhverfisins á meðan þeir asísku meta þau á grundvelli persónulegrar þjónustu. Gunni valdi að fjalla um grein sem skoðaði hvaða gæðaáherslur stjórnendur þjónustufyrirtækja í Indlandi voru með á móti því hverjar voru óskir kaupenda.
Fyrir ykkur sem að ekki vitið þá er íslenskur prófessor að kenna við skólann sem heitir Jón Þrándur Stefánsson og hann er einmitt kennarinn okkar í marketing seminar.
Þetta gekk bara ágætlega hjá okkur skötuhjúunum held ég. Við vorum ekkert alltof örugg svona í fyrsta skipti en þetta kemur allt með tímanum.

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Kenningar Omori
Í rekstrarhagfræðitíma á föstudaginn síðasta var kennarinn, Omori að ræða um hvernig okkur gengi að venjast kuldanum og snjónum hérna. Auðvitað fór umræðan að snúast um Iceland og það að við hlytum að vera vön kulda og miklum snjó. Allt í góðu lagi nema hvað Omori sagði að við skyldum passa okkur á því að ef við værum lengur en 10 mínútur úti í 12 stiga frosti þá myndi líða yfir okkur þegar við færum aftur inn. Við vorum nú ekkert að gera athugasemd við þessa kenningu Omori en það er alveg ljóst að ef að hún stenst þá liði yfir ansi marga einstaklinga á hverjum degi heima á Íslandi. Þessa kenningu köllum við kenningu Omori.
Omori hefur mikinn áhuga á vetrinum þar sem að hann er fæddur og uppalinn í Osaka og því ekki vanur þessum kulda. Hann sagði okkur frá því að síðasta vetur þegar hann var að fara heim úr vinnunni eitt kvöldið þá var búið að snjóa svo mikið yfir daginn að bílinn hans var horfinn. Hann mundi ekki hvar hann lagði bílnum þannig að hann var búin að grafa upp 3 bíla áður en að hann fann bílinn sinn. Svo annað, Omori segist oft lenda í því að vera úti að labba í miklum snjó og uppgötva svo að hann sé búinn að týna öðrum skónum sínum einhverstaðar á leiðinni. Hann sagði að þetta væri oft búið að koma fyrir sig....
Annað sem að hann ráðleggur okkur er að fjárfesta í mannbroddum til að setja neðan á skóna okkar. Það er reyndar mikið til í því hjá honum því að gatan frá skólanum og niður í bæ er kölluð “hell slope”, segir allt sem segja þarf.
Jólasnjór
Það er byrjað að snjóa í Otaru. Þegar við vöknuðum einn morguninn í síðustu viku var hvít jörð. Það hefur ekki náð að safnast neinn snjór ennþá og snjórinn bráðnar um leið á götunum. Við erum ekki alveg viss en höfum grun um að japanarnir séu búnir að leggja hitalagnir undir flestar göturnar í bænum. Við förum í að kanna þetta nánar.
Það þægilega við snjókomuna hérna er að hún er lóðrétt en ekki á hlið eins og við erum vön heima á Íslandi. Þannig að alltaf þegar snjóar þá snjóar fallegum jólasnjó. Það verður annars skrautlegt að fylgjast með fólkinu hérna ferðast um á þessum pínulitlu bílum sínum þegar það verður kominn 5 metra jafnfallinn snjór eins og var síðasta vetur.
Danssýning á Culture day
Síðasti sunnudagur var frídagur, svokallaður menningardagur. Við skelltum okkur á japanska danssýningu í City hall sem var á vegum Otaru Culture club. Sýningin var allt í lagi en ég er ekki viss um að við eigum eftir að eyða miklum tíma í leikhúsunum hérna í Japan. Það er hægt að skoða myndir frá sýningunni í Culture möppunni á myndasíðunni okkar.

Við erum búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna okkar. Endilega skoðið öll albúmin því að við erum búin að bæta nýjum myndum inn í sum þeirra.This page is powered by Blogger. Isn't yours?