<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 29, 2002

Culture Day
Nýjasta myndaserían á síðunni er frá síðasta sunnudegi þegar mér var boðið að taka þátt í “Culture day” á vegum Otaru Culture club. Tilgangurinn var að kynna það helsta í menningu Japan, þ.e. Tea ceremony, Ikebana og Calligraphy.

Ég byrjaði á því að fara í Tea herbergið þar sem okkur var kennt að blanda og drekkar ekta “Green tea”. Við byrjuðum á því að fá te sem að konurnar sem voru með námskeiðið höfðu útbúið. Konurnar voru allar klæddar í “Kimono” sem er japanskur búningur og kostar álíka mikið og smábíll hér í Japan. Áður en að við máttum drekka áttum við að borða einn nammimola. Áður en að maður drekkur í skálinni verður maður að lyfta henni upp fyrir haus, hneigja sig og segja “Itadakimasu” (sem þýðir takk fyrir matinn). Síðan á maður að taka tvo litla sopa með pínu millibili. Þegar það er búið má bara drekka teið eins og maður vill en þá mjög hægt. Það verður svo alltaf að klára allt úr skálinu, stranglega bannað að leyfa...
Þegar við vorum búin með fyrsta bollann fengum við að blanda teið sjálf. Það er mjög mikilvægt að halda rétt á skeiðinni sem maður notar til að setja græna teduftið í skálina og einnig að taka tekrúsina rétt upp og leggja hana rétt frá sér. Aðalatriðið er þá að þegar búið er að setja heitt vatn saman við teduftið þarf að hræra það saman. Það er gert með áhaldi sem að líkist mjög burstanum sem karlmenn nota þegar þeir eru að bera á sig raksápuna. Það á að reyna að fá sem mesta froðu ofan á teið, því meiri froða því betra. Ég fékk mikið hrós fyrir hvað ég gat hrært hratt og framkallað góða froðu...

Næsta atriði á námskeiðinu var Calligraphy. Þar var verið að kenna okkur að skrifa japönsk tákn með sérstökum calligraphy penslum sem dýpt var í blek. Þetta virtist vera mjög auðvelt í fyrstu en þegar á reyndi var þetta mjög flókið. Þetta snýst allt um að hafa táknin í jafnvægi. Þar sem ég hef aldrei verið mjög góð að teikna þá var þetta ekki eitthvað sem að ég skoraði hátt í. Aftur á móti er ég með risastórann stafla heima af calligraphy teikningum eftir sjálfa mig...

Síðasta atriðið sem tekið var fyrir á námskeiðinu var Ikebana eða “flower arrangement” þar sem við áttum að útbúa freestyle blómaskreytingu. Allir fengu blómvönd sem samanstóð af main flower og tveimur tegundum af support flowers. Við áttum svo að klippa blómin til og stinga þeim ofan í svona grænan blómasvamp og þannig búa til blómaskreytingu. Það er mjög mikilvægt að byrja á því að setja niður main flower svo að support flower taki ekki frá þeim athyglina. Einnig þurfa þau að vera hærri en support flower. Ég byrjaði í sakleysi mínu að stinga blómunum niður eins og mér þótti flott en þá koma ein japönsk og breytti skeytingunni þannig að hún vísaði svolítið fram en ekki beint upp. Ástæðan er sú að svona skreytingar eru notaðar til að bjóða gesti velkomna í heimsókn og því verða þær að vísa fram til að geta tekið á móti fólkinu....

mánudagur, október 28, 2002

Fyrsta klippingin... lengi í minnum höfð
Jæja þá er húsbóndinn búin að fara í sína fyrstu klippingu hérna hinum megin á hnettinum og það er sko saga að segja frá því. Fyrsta ráðlegging mín er að fara ekki í neinu flýti eða stressi og ætla að láta klippa sig á “no time”, því það er óskhyggja. Það kostar svona að meðaltali um 3.000 yen að fara í klippingu hér í Japan en að sjálfsögðu fann ég betri díl, aðeins 1.800 yen og það voru sko 1.800 yenum vel varið. Þannig var að rakarastofan sem ég fór á er staðsett undir lestarteinunum niðri í miðbæ Otaru. Þegar ég kom inn var enginn að láta klippa sig í þeim 4 stólum sem voru í boði og klipparinn, maður á áttræðisaldri lá sofandi í einum stólnum!!! Fyrsta verkefni aðstoðarkonunnar (sem var örugglega dóttir rakarans) var því að ræsa klippimeistarann og hann kom og talaði við mig. Ég reyndi að biðja hann um klippingu en svo sagði hann bara “Cuto desu ka?” og ég svaraði að bragði “Hai (já)”, og hann bauð mér að setjast í stólinn.
Hann byrjaði að klippa mig og þetta er náttúrulega bara snilld, hann var jafn hár í loftinu og ég þegar ég sat í stólnum og hann hækkaði stólinn ekki neitt!!!!! Hann fór margar umferðir um kollin af stakri nákvæmni og aldrei var notast við rakvél heldur bara 30cm löng skæri. Þegar hann var búin að klára klippinguna byrjaði hann að blanda raksápuna og ég bjóst við rakstri þegar hann byrjaði að bera raksápuna á bartana en svo tók málið nýja stefnu og hann bara raksápu bak við eyrun á mér og fór svo bara hringinn og endaði í börtunum hinum megin. Svo skóf hann bara með hnífnum í stað þess að nota rakvélina eins og maður er vanur frá Íslandi. Þegar þessum rakstri lauk togaði hann vask fram sem var falinn í veggnum fyrir framan mig og bað mig að leggjast fram, þannig að ég lá á grúfu ofaní vaskinum og hann þreif á mér kollinn og var svo með svakalegt nudd á hausnum í dágóðan tíma og stundum leið mér eins og 11 manns væru að nudda mig í einu, svo mikill var hraðinn. Næst nuddaði hann á mér axlirnar, hálsinn og hnakkann með mjög svo sérstakri aðferð. Til að drepa ykkur ekki úr leiðindum með of langri frá sögn fer ég að hætta þessu en ég verð þó að enda á rakstrinum. Hann byrjaði ósköp venjulega, þ.e. bar sápuna frá börtum, niður á háls og upp að nefi, en svo byrjaði gamanið. Gamli byrjaði að maka raksápunni á ennið á mér og niður á nef!!!! hvað er gamli nú að gera hugsaði ég sem var enn einn inn á rakarastofunni og átti erfitt með að hlæja ekki eins og skólastelpa að þessu öllu saman. En allavega þá rakaði hann mig rosalega vel og tók einnig á mér ennið, milli augnbrúnanna og svo renndi hann einnig yfir eyrnasneplana á mér og ég er ekki að bulla hér!!!!!!! Þegar þessi “seramónía” var yfirstaðinn var liðin klukkutími og húsbóndinn orðin svakalega fínn og flottur. Nokkuð ljóst er þarna verður farið reglulega og allir gestir sem “hugsanlega” gætu komið til okkar hingað fara í meðferð hjá gamla vini mínum undir lestarteinunum.
Út að borða á japanskan veitingarstað
Eftir klippiævintýrið fórum við út að borða á japanskan stað niðri í bæ sem okkur var sagt frá. Farið var úr skónum og setið á gólfinu og ýmsir japanskir siðir iðkaðir, s.s. að þurrka sér fyrir matinn með blautu handklæði sem þjóninn kom með. Svo var komið að því að panta matinn og gestir þessa veitingastaðs þurfa sjálfir að skrifa pöntunina niður og fara með hana inn í eldhús, sem er svakalega vinnusparandi á svona fjölskylduveitingastað því tengdasonurinn er að vinna í eldhúsinu, mamman er að servera matinn, pabbinn er bara að tala við vini sína sem sitja og drekka og dóttirin er að passa barnið sitt sem er að hlaupa um. Þetta er allavega eins og myndin lýtur út frá sjónarhorni “grænna” Íslendinga. Maturinn sem við fengum var mjög góður og þið sjáið mynd af þessu á myndasíðunni okkar, í möppunni ýmsar myndir og einnig eru myndir frá "culture day" sem húsfreyjan fór í um helgina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?