<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Auglýsing
Ertu einmanna? Langar þig að tala við einhvern? kannski einhvern sem býr í öðru landi en þú og þú hefur ekki séð í a.m.k. 2 mánuði?
Hringdu þá endilega í síma:
00 81 8032332238
(aðeins 49.kr íslenskar mínútan!!!)

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Jólin í Japan
Þessa dagana erum við að skipuleggja hvar við eigum að vera yfir jólahátíðina. Við erum að hugsa um að fara til Niseko sem er stærsta skíðasvæðið á Hokkaido. Þar eru þrjú fjöll og yfir 30 skíðalyftur. Stefnan er að fara þangað þann 22. desember og koma heim annan í jólum. Við erum búin að vera í sambandi við tvær ferðaskrifstofur sem geta boðið okkur pakka með hótelgistingu og lyftupassa þessa fjóra daga en málið snýst um verðið. Ég held bara að ég hafi lært eitthvað af því að fylgst með pabba á mörkuðunum á Spáni þegar ég var yngri þar sem hann eyddi hálfu dögunum í að prútta við kerlingarnar....
Það er alla vega víst að jólin í ár verða öðruvísi. Engar rjúpur og ekkert laufabrauð með mysingi. En við ætlum bara að njóta þess að upplifa öðruvísi jól einu sinni. Við ætlum að renna okkur yfir daginn á nýju snjóbrettunum okkar og svo slappa af í “japanese onsen” á kvöldin, hljómar vel ekki satt?
Það er ekki ákveðið hvar við ætlum að vera um áramótin en flestir skiptinemarnir ætla að fagna nýja árinu í Tokyo. Við ætlum ekki að fara alveg svo langt en hugsanlega verðum við í Sapparo. Það kemur allt í ljós.

Fyrstu kynningarnar á ensku
Í marketing seminar í síðustu viku héldum við okkar fyrstu alvöru kynningar á ensku. Við áttum að velja okkur eina akademíska grein til að fjalla um. Aðaláherslan var lögð á að gagnrýna niðurstöður rannsóknarinnar og koma fram með hvernig hefði verið hægt að gera rannsóknina á annan hátt og hugsanlega fá út aðra niðurstöðu. Ég valdi grein sem fjallaði um hvernig vestrænir og asískir “business” ferðamenn meta lúxushótel á mismunandi hátt. Þeir vestrænu meta lúxushótel meira á grundvelli umhverfisins á meðan þeir asísku meta þau á grundvelli persónulegrar þjónustu. Gunni valdi að fjalla um grein sem skoðaði hvaða gæðaáherslur stjórnendur þjónustufyrirtækja í Indlandi voru með á móti því hverjar voru óskir kaupenda.
Fyrir ykkur sem að ekki vitið þá er íslenskur prófessor að kenna við skólann sem heitir Jón Þrándur Stefánsson og hann er einmitt kennarinn okkar í marketing seminar.
Þetta gekk bara ágætlega hjá okkur skötuhjúunum held ég. Við vorum ekkert alltof örugg svona í fyrsta skipti en þetta kemur allt með tímanum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?