<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 22, 2002

Jæja þá er komið að því að heimsækja alvöru japanskt heimili. Takayo Saikawa, japanski skiptineminn á Bifröst sendi okkur póst og sagðist þekkja eldri hjón sem að byggju í Otaru sem að hún hefði oft farið til síðasta vetur til að hlýja sér og spjalla við þau. Þau heita Yano san og húsfreyjan er 60 ára og húsbóndinn í kringum 70 ára. Takayo sagði að þau vildu endilega fá okkur í heimsókn til sín. Við erum sem sagt að fara í mat til þessara gömlu japönsku hjóna á fimmtudaginn næsta og með okkur ætlar að koma vinkona hennar Takayo sem heitir Lulu Shen og er frá Taiwan. Þetta verður nú meira ævintýrið er ég hrædd um, en þetta er eitthvað sem að maður verður að prófa. Við látum ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman í næstu viku.
Annars erum við að fara í miðannarpróf í microeconomics í dag hjá honum Omori. Hann er mjög sanngjarn og segist alveg muna ennþá hvernig það var að vera nemandi og þess vegna verður prófið hjá honum örugglega sanngjarnt, vonandi. Á morgun, laugardag ætlum við svo að skella okkur til Sapparo. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Sapparo fjórða stærsta borgin í Japan og þar búa um 1,8 milljón manna. Við ætlum að kíkja aðeins í búðir og skoða okkur um. Sunnudaginn fer svo í að læra fyrir næsta japönskupróf. Við erum orðinn nokkuð sleip í japönskunni, getum spurt einfaldra spurninga og svoleiðis..... en málið er bara að við skiljum ekki svarið sem við fáum til baka.... en það kemur allt saman. さよおなら (bless í bili)

Jæja þá er ég búin að læra að setja inn myndir á forsíðuna. Þessi mynd af okkur hjónunum var tekin við Otaru Canal en það er "lækur" sem að rennur í gegnum bæinn okkar. Allir ferðmenn sem að koma til Otaru eiga víst mynd af sér við Canalinn.

mánudagur, nóvember 18, 2002

Fyrir þá sem að hafa verið að spyrja um heimilisfangið okkar þá er það:

International house, appartment 201
Midori 4-4-15
Otaru
047-0034
Hokkaido
Japan

This page is powered by Blogger. Isn't yours?