laugardagur, desember 14, 2002
Í fyrsta skipti á snjóbretti í Japan

Sæl öll sömul
Við höfum nú verið heldur léleg að skrifa og setja inn myndir en nú hefur verið bætt úr því. Búið er að setja inn töluvert af nýjum myndum, nýju myndirnar eru undir neðri myndalinknum hér til vinstri og svo eru stuttar frásagnir hér að neðan.
Jólapakkarnir streyma inn...
Síðustu daga hafa streymt inn pakkar frá Íslandi. Það er gott af því að vita að það er hugsað til okkar hér í Japan og ekki virðist það vera vandamál að senda smá jólapakka hinu meginn á hnöttinn, takk kærlega fyrir okkur. Mér reiknast svo til að við munum fá fleiri pakka núna heldur en í fyrra og fólkið heima hefur greinilega gert sér grein fyrir skorti á íslensku nammi hér á japanska markaðinum. Allavega liggur fullur haldapoki af nammi inn í skáp sem húsfreyjan liggur á eins og ormur á gulli og maður er húðskammaður fyrir að næla sér í einn og einn mola .
Kvöldið í kvöld...
Í kvöld erum við að fara niður í miðbæ Otaru í jólaboð. Japanskir nemendur hafa skipulagt skemmtunina og leigt sal í heilan sólahring. Fyrirspurnir hafa borist til okkar um hvort hjónin séu gengin í SÁÁ þar sem engar myndir hafa verið settar inn af skemmtanalífi hér í Japan. Það er skemmst frá því að segja að ekki er nú mikið um skemmtanalíf hér enda kúltúrinn hjá jafnöldrum okkar töluvert frábruggðin okkar. Helstu skemmtanir hér ganga út á drykkjuleiki en þar sem japanir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áfengi og Íslendingar rómaðir fyrir mikið drykkjuþol eru úrslit þessara drykkjuleika ávallt fyrirfram ákveðin . Ísland 5 - Japan 0.
Heimsókn í skóla...
Á myndasíðunni má finna myndir af heimsókn okkar hér í Japanska skóla. Maja fór í Hooyoodaichuugakkoo (secondary school) og ég fór í ironai-shugakko (primary school). Maja tók þátt í allskyns umræðum með krökkunum um heimalandið Ísland og reyndi að útskýra fyrir þeim að í gamla daga hafi börn á Íslandi leikið sér með legg og skel sem krakkagreynin áttu erfitt með að skilja og að lokum borðaði hún með þeim hádegismat. Ég byrjaði á því að búa til japanskar bollur sem eru búnar til úr hrísgrjónadeigi og svo er baunafylling inn í þeim (sjá myndir). Eftir matreiðsluna var haldið í te-ceremony og drukkið ekta japanskt green tea með krökkunum sem var mjög sérstakt á bragðið. Eftir stutt spjall við nýju vini mína var haldið heim á leið.
Fyrsta snjóbrettareynslan...
Í síðustu viku fórum við á snjóbretti í Asarigawa-onzen. Húsfreyjan stóð sig þokkalega vel og stefnum við á að fara í Mt. Tengu á næsta fimmtudag og svo um næstu helgi verður haldið í Niseko þannig að það er eins gott að vera búin að hita sig eitthvað upp fyrst. Á íslenskan mælikvarða er Asarigawa-Onsen mjög gott skíðasvæði með þremur stólalyftum og löngum brautum. Japanarnir eru mjög vandlátir að mínu mati og segja að það sé ekkert varið í þetta!!!
lokaverkefni við skólann...
Í lok janúar þurfum við að skila 4 lokaverkefnum hér við skólann og erum að finna okkur efni þessa dagana. Hér leggja kennararnir ekki línurnar með hvernig verkefnin eigi að vera eða um hvað þau eigi að fjalla heldur ákveðum við það sjálf. Ég er hræddur um að háværar raddir heyrðust á Bifröst væru svona vinnubrögð kennara viðhöfð, og hvað þá ef skólinn myndi birta einkunnir haustannar á vorönn eins og skipulagið er í sumum áföngunum hér. Við ætlum og nýta okkur tækifærið og skoða hluti tengda bs. verkefnum okkar í þessum lokaverkefnum þar sem hlutirnir taka oft töluverðan tíma hér í Japan og því gott að fara að koma einhverju niður á blað til að renna ekki út á tíma.
Að lokum...
Glöggir lesendur muna kannski eftir frásögn okkar af matarboði hjá Yano-San hjónunum og okkur hefur aftur verið boðið þangað í mat í næstu viku. Á stefnuskránni er að máta hjá þeim Kimono sem eru formlegir japanskir búningar. Við munum setja myndir af okkur í búningunum inn í næstu viku og segja ykkur frá þeim kræsingum sem þau útbjuggu fyrir okkur.
Ég er búin að fá mér nýja tölvu, ibook, og óhætt að segja að hún standi fullkomnlega undir væntingum. Málið er að erfitt er að finna tölvu hér með ensku windows þannig að kaupa sér mac sem er bilingual (á mörgum tungumálum) er ekki vitlaus kostur. Það eina sem ég þarf að gera er að setja inn í hana íslenska stafi og þá er hún fær í flestan sjó. Ekki er það verra að núna get ég tengt digital myndavélina okkar við tölvuna með einni snúru og flutt myndirnar á milli mjög auðveldlega og þarf ekki að setja upp neitt forrit til þess.
Setjum svo að lokum inn msn netföng okkar ef þið viljið reyna að ná af okkur á msn, munið bara að við erum 9 klukkutímum á undan ykkur.
Gunni = gunni_bifrost@hotmail.com
Maja = gudny_maria_johannsdottir@hotmail.com
Við höfum nú verið heldur léleg að skrifa og setja inn myndir en nú hefur verið bætt úr því. Búið er að setja inn töluvert af nýjum myndum, nýju myndirnar eru undir neðri myndalinknum hér til vinstri og svo eru stuttar frásagnir hér að neðan.
Jólapakkarnir streyma inn...
Síðustu daga hafa streymt inn pakkar frá Íslandi. Það er gott af því að vita að það er hugsað til okkar hér í Japan og ekki virðist það vera vandamál að senda smá jólapakka hinu meginn á hnöttinn, takk kærlega fyrir okkur. Mér reiknast svo til að við munum fá fleiri pakka núna heldur en í fyrra og fólkið heima hefur greinilega gert sér grein fyrir skorti á íslensku nammi hér á japanska markaðinum. Allavega liggur fullur haldapoki af nammi inn í skáp sem húsfreyjan liggur á eins og ormur á gulli og maður er húðskammaður fyrir að næla sér í einn og einn mola .
Kvöldið í kvöld...
Í kvöld erum við að fara niður í miðbæ Otaru í jólaboð. Japanskir nemendur hafa skipulagt skemmtunina og leigt sal í heilan sólahring. Fyrirspurnir hafa borist til okkar um hvort hjónin séu gengin í SÁÁ þar sem engar myndir hafa verið settar inn af skemmtanalífi hér í Japan. Það er skemmst frá því að segja að ekki er nú mikið um skemmtanalíf hér enda kúltúrinn hjá jafnöldrum okkar töluvert frábruggðin okkar. Helstu skemmtanir hér ganga út á drykkjuleiki en þar sem japanir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áfengi og Íslendingar rómaðir fyrir mikið drykkjuþol eru úrslit þessara drykkjuleika ávallt fyrirfram ákveðin . Ísland 5 - Japan 0.
Heimsókn í skóla...
Á myndasíðunni má finna myndir af heimsókn okkar hér í Japanska skóla. Maja fór í Hooyoodaichuugakkoo (secondary school) og ég fór í ironai-shugakko (primary school). Maja tók þátt í allskyns umræðum með krökkunum um heimalandið Ísland og reyndi að útskýra fyrir þeim að í gamla daga hafi börn á Íslandi leikið sér með legg og skel sem krakkagreynin áttu erfitt með að skilja og að lokum borðaði hún með þeim hádegismat. Ég byrjaði á því að búa til japanskar bollur sem eru búnar til úr hrísgrjónadeigi og svo er baunafylling inn í þeim (sjá myndir). Eftir matreiðsluna var haldið í te-ceremony og drukkið ekta japanskt green tea með krökkunum sem var mjög sérstakt á bragðið. Eftir stutt spjall við nýju vini mína var haldið heim á leið.
Fyrsta snjóbrettareynslan...
Í síðustu viku fórum við á snjóbretti í Asarigawa-onzen. Húsfreyjan stóð sig þokkalega vel og stefnum við á að fara í Mt. Tengu á næsta fimmtudag og svo um næstu helgi verður haldið í Niseko þannig að það er eins gott að vera búin að hita sig eitthvað upp fyrst. Á íslenskan mælikvarða er Asarigawa-Onsen mjög gott skíðasvæði með þremur stólalyftum og löngum brautum. Japanarnir eru mjög vandlátir að mínu mati og segja að það sé ekkert varið í þetta!!!
lokaverkefni við skólann...
Í lok janúar þurfum við að skila 4 lokaverkefnum hér við skólann og erum að finna okkur efni þessa dagana. Hér leggja kennararnir ekki línurnar með hvernig verkefnin eigi að vera eða um hvað þau eigi að fjalla heldur ákveðum við það sjálf. Ég er hræddur um að háværar raddir heyrðust á Bifröst væru svona vinnubrögð kennara viðhöfð, og hvað þá ef skólinn myndi birta einkunnir haustannar á vorönn eins og skipulagið er í sumum áföngunum hér. Við ætlum og nýta okkur tækifærið og skoða hluti tengda bs. verkefnum okkar í þessum lokaverkefnum þar sem hlutirnir taka oft töluverðan tíma hér í Japan og því gott að fara að koma einhverju niður á blað til að renna ekki út á tíma.
Að lokum...
Glöggir lesendur muna kannski eftir frásögn okkar af matarboði hjá Yano-San hjónunum og okkur hefur aftur verið boðið þangað í mat í næstu viku. Á stefnuskránni er að máta hjá þeim Kimono sem eru formlegir japanskir búningar. Við munum setja myndir af okkur í búningunum inn í næstu viku og segja ykkur frá þeim kræsingum sem þau útbjuggu fyrir okkur.
Ég er búin að fá mér nýja tölvu, ibook, og óhætt að segja að hún standi fullkomnlega undir væntingum. Málið er að erfitt er að finna tölvu hér með ensku windows þannig að kaupa sér mac sem er bilingual (á mörgum tungumálum) er ekki vitlaus kostur. Það eina sem ég þarf að gera er að setja inn í hana íslenska stafi og þá er hún fær í flestan sjó. Ekki er það verra að núna get ég tengt digital myndavélina okkar við tölvuna með einni snúru og flutt myndirnar á milli mjög auðveldlega og þarf ekki að setja upp neitt forrit til þess.
Setjum svo að lokum inn msn netföng okkar ef þið viljið reyna að ná af okkur á msn, munið bara að við erum 9 klukkutímum á undan ykkur.
Gunni = gunni_bifrost@hotmail.com
Maja = gudny_maria_johannsdottir@hotmail.com