<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 13, 2003

HALLÓ HALLÓ
Þið verðið að afsaka hvað það er orðið langt síðan við höfum skrifað inn á síðuna. Ástæðan er sú að það er búið að vera nóg að gera í lærdómnum. Þessa dagana erum við að klára að skrifa svokölluð Final Paper sem við eigum að skila í lok janúar í þremur áföngum, Japanese Management, Microeconomics og Marketing seminar. Einnig erum við búin að vera að vinna í bs ritgerðum okkur sem við eigum að skila fyrir 14. maí. Lokaprófin hjá okkur á þessari önn eru svo í byrjun febrúar. Við förum í 4 próf, 3 þeirra tökum við á ensku og svo er það japönskuprófið. Þessi önn er búin í kringum 10. febrúar en þá tekur við næstum því tveggja mánaða frí. Þann tíma munum við nota til að skrifa bs ritgerðirnar okkar. Það væri gaman að nota eitthvað af tímanum til að ferðast um Japan og við ætlum að reyna það, en það veltur allt á því hvernig mun ganga að skrifa. Flestir skiptinemarnir ætla að nota tímann til að ferðast, einhverjir ætla að ferðast innan Japan en svo eru einhverjir sem ætla til Víetnam, Taiwan og Hong Kong.
Annars hefur lítið markvert gerst hjá okkur síðustu daga. Við fengum reyndar þær fréttir frá foreldrum Gunna að Þóra systir hans hefði eignast litla prinsessu þann 6. janúar. Við óskum Þóru, Kristjáni, Karen Ósk og Önundi til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Bíðum spennt eftir að sjá mynd af prinsessunni og Gunni segist vera alveg viss um að ef þau hefðu eignast strák þá hefði hann verið skírður Gunnar Egill:) Svo rákum við augum í það á mbl.is að Davíð Oddsson væri á leiðinni til Japan í heimsókn til að ræða mikilvæg mál við Yoishiro Koizumi forsætisráðherra Japan og aðra merkilega menn. Vonandi að það komi eitthvað jákvætt út úr þeim viðræðum.

Ein af Omori
Þau ykkar sem hafið skoðað síðuna okkar frá upphafi munið sjálfsagt eftir kennaranum okkar í Microeconomics honum Omori. Hann sagði okkur sögu af því í haust þegar hann týndi bílnum sínum á bílastæði vegna þess hversu mikið snjóaði yfir daginn og var búinn að moka upp 3 bíla áður en að hann fann sinn bíl. Svo sagði hann okkur líka frá því að hann hefði verið að labba og uppgötvað að hann væri búinn að týna öðrum skónum sínum á leiðinni í snjónum.
Síðasti föstudagur var fyrsti kennsludagur eftir jólafrí og þá vorum við í tíma hjá honum. Hann byrjaði tímann á því að spyrja hvernig við hefðum haft það í fríinu og sagði svo að hann hefði næstum því dáið um jólin. Hann fékk einhvern verk fyrir brjóstið þann 29.des og samkvæmt konunni hans hætti hann að anda og missti meðvitund. Hann var fluttur á sjúkrahús en sendur heim morguninn eftir þar sem enginn læknir var á vakt fyrr en 6. desember. Hann sagðist því bara hafa sofið frá 29. desember til 6. janúar og þá farið að hitta lækni. Læknirinn gat ekki gefið honum neina skýringu á þessu og Omori þarf því að bíða þar til 20. janúar eftir að komast í rannsókn. Omori er mjög svo sérstakur maður.

Nóg í bili og endilega veriði dugleg að skrifa í gestabókina þegar þið kíkið við

This page is powered by Blogger. Isn't yours?