<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Fjölskyldan í Kanada komin með heimasíðu
Þessa dagana er Jónsi bróðir að vinna í því að setja upp heimasíðu fyrir fjölskylduna í Kanada. Það er búið að taka lengri tíma en áætlað var að koma henni upp því að erfiðlega hefur gengið hjá Jónsa að ná samningum við pabba um greiðslur fyrir uppsetninguna:) Á heimasíðunni ætla þau að vera með myndir frá Kanda og stuttu pistla um þá atburði sem standa upp úr hverju sinni. Slóðin inn á síðuna þeirra er www.rosajoi.blogspot.com endilega kíkið á hana. Bakgrunnurinn á síðunni var ákveðinn af pabba þar sem að honum fannst eldurinn vera svo kanadískur... Það er ekki búið að setja inn gestabók ennþá en þið bara kíkið á síðuna reglulega, þetta kemur allt hjá þeim:)

sunnudagur, janúar 26, 2003

George og Emilía - nýjustu fjölskyldumeðlimirnir


Jæja það hlaut að koma að því að við myndum hafa eitthvað að skrifa um á síðunni okkar. Málið er að við vorum í matarklúbb á Bifröst síðasta vetur ásamt þremur öðrum pörum. Nú er svo komið að þau eiga öll von á barni á þessu ári og því er búið að setja pressu á húsbóndan:) Eftir að hafa íhugað þessi mál lítillega fórum við í MyCal, sem er verslunarmiðstöðin hérna í Otaru, og keyptum tvær skjaldbökur. Nú er meira en nóg að gera í því að hugsa um nýjustu fjölskyldumeðlimina, sem að heita Georg og Emilía (myndin er af George). Gunni skýrði þær nöfnum sem gott væri að nota bæði á ensku og á íslensku. Jess vinur okkar frá USA keypti sér líka eina skjaldböku og svo gáfum við honum eina í afmælisgjöf. Hann skýrði þessa sem við gáfum honum Tumi. Það er því búinn að fara mikill tími hjá Gunna og Jess í það að útbúa heimili fyrir skjaldbökurnar og finna út hvaða hitastig eigi að vera á þeim. Gaman af þessum litlu krílum. Reyndar er bannað að vera með gæludýr í International húsinu en svoleiðis er það bara...

Það snjóar ennþá hjá okkur og er frekar kalt þessa dagana. Þegar við fórum í MyCal á föstudaginn síðasta til að kaupa skjaldbökurnar hittum við þrjá rússa sem voru aðeins í'ðí og gátu bjargað sér á ensku. Þeir komu til okkar og sögðust vera "russian sailors" og spurðu hvort að við vissum hvar væri hægt að fara í "sauna"... Lyktin af þeim var eins og þeir hefðu ekki farið í sturtu í nokkrar vikur.... Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fólki hérna í Otaru er ekki vel við rússa. Þeir eru oftast fullir, lykta illa og stela úr búðum. Þeir eru samt ágætir greyin. Ég man alltaf eftir rússanum sem að gaf okkur Jónsa bróðir saltpillurnar og myntusúkkulaðið heima á Þórshöfn. Hann lyktaði illa og drakk svolítið mikið en var fínasti karl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?