miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Jæja...
Þá er kominn inn ný myndamappa (myndir 4).
Af okkur er allt gott að frétta. Prófin eru að byrja, sem er reyndar á dálítið öðrum tíma en á Íslandi enda skólaárið hér frá apríl til mars en ekki september til maí. Við förum í 2 próf á föstudag og eitt á mánudaginn og svo er lokaverkefnið í japönskunni kynning sem á að vera 5 mínútna löng.
Þegar prófin eru búin förum við til Sapporo á "Sapporo Snow Festival" þar sem stórir skúlptúrar og önnur listaverk úr snjó og ís eru til sýnis. 20 Febrúar förum við svo í aðra Onsen ferð en við vitum þó ekki hvert við erum að fara því leiðbeiningarnar voru á japönsku (fyrir lengra komna) og þau á skrifstofunni hér segja bara að við getum alveg lesið þetta!!! Það þýðir ekkert að reyna að rökræða við þetta fólk.
Við vorum einnig að vinna miða (5000 yena virði) á "Toyota Big Air" sem er innanhús snjóbrettamót í Sapporo þar sem atvinnumenn munu keppa. Það verður svakalegt að fara á það.
Í Annarfríinu munum við vinna í Bs rannsókn okkar og munum meðal annars fara til Tokyo í sambandi við vinnslu hennar þann 16. mars. Þann 19. mars stefnum við á að fara til Taílands (Bangkok) og vera þar í rúmar 2 vikur í um 35 stiga hita. Eftir þá ferð verður farið í að klára Bs ritgerðina og svo byrjar skólinn aftur 10 apríl. Það verða ábyggilega mikið af nýjum myndum sem koma þegar líður tekur á vorið.
Við biðjum vel að heilsa öllum heima á Íslandi eða hvar sem þið eruð.
Þá er kominn inn ný myndamappa (myndir 4).
Af okkur er allt gott að frétta. Prófin eru að byrja, sem er reyndar á dálítið öðrum tíma en á Íslandi enda skólaárið hér frá apríl til mars en ekki september til maí. Við förum í 2 próf á föstudag og eitt á mánudaginn og svo er lokaverkefnið í japönskunni kynning sem á að vera 5 mínútna löng.
Þegar prófin eru búin förum við til Sapporo á "Sapporo Snow Festival" þar sem stórir skúlptúrar og önnur listaverk úr snjó og ís eru til sýnis. 20 Febrúar förum við svo í aðra Onsen ferð en við vitum þó ekki hvert við erum að fara því leiðbeiningarnar voru á japönsku (fyrir lengra komna) og þau á skrifstofunni hér segja bara að við getum alveg lesið þetta!!! Það þýðir ekkert að reyna að rökræða við þetta fólk.
Við vorum einnig að vinna miða (5000 yena virði) á "Toyota Big Air" sem er innanhús snjóbrettamót í Sapporo þar sem atvinnumenn munu keppa. Það verður svakalegt að fara á það.
Í Annarfríinu munum við vinna í Bs rannsókn okkar og munum meðal annars fara til Tokyo í sambandi við vinnslu hennar þann 16. mars. Þann 19. mars stefnum við á að fara til Taílands (Bangkok) og vera þar í rúmar 2 vikur í um 35 stiga hita. Eftir þá ferð verður farið í að klára Bs ritgerðina og svo byrjar skólinn aftur 10 apríl. Það verða ábyggilega mikið af nýjum myndum sem koma þegar líður tekur á vorið.
Við biðjum vel að heilsa öllum heima á Íslandi eða hvar sem þið eruð.