<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 14, 2003

Komið að því að fara til Tælands
Jæja kæru vinir nú er kominn tími fyrir smá pistil. Það er bara allt fínt að frétta af okkur þrátt fyrir að ennþá sé frekar kuldalegt um að litast í Otaru. Það hefur snjóað af og til síðustu daga en í dag lét sólin sjá sig og vonandi er vorið handan hornsins. Síðasta mánuðinn eða svo höfum við verið að vinna í bs ritgerðunum okkar. Sú vinna hefur verið misskemmtileg þar sem við höfum átt í töluverði basli með að vinnuaðstöðu, heimildir og nettengingu. Við byrjðum á því að spyrjast fyrir um það í desember hvort að það væri mögulegt að fá einhverja kompu til að vinna í en það var ekki talið mögulegt og því höfum við verið að vinna inn í hinum og þessum kennslustofum skólans eða heima. Varðandi heimildir þá er reglan hér að nemendur mega aðeins fá lánaðar 10 bækur í einu og það er sko enginn möguleiki að reyna að fá fólk til að fara í kringum þá reglu. Með nettenginguna þá virðast tölvumenn skólans vera búnir að loka á það að við getum notað okkur tölvur til að tengjast internetinu og svo hafa netmálin verið í einhverri óreiðu upp á síðkastið. En vandamálin eru til að takast á við þau og það höfum við gert með bros á vör.
Við höfum mest lítið verið á flakki þennan síðasta mánuð en fórum þó til Sapporo í gær og kíktum á nýja verslunarmiðstöð sem var verið að opna í síðustu viku í Sapporo Station, rosalega flott miðstöð sem hefur líklega kostað nokkur yenin.

Núna er svo komið að því að fara í tveggja vikna frí. Við förum til Tokyo á sunnudaginn næsta (16. mars) og höldum svo áfram til Tælands þann 19. mars og verðum þar í tvær vikur. Núna er heitasti tími ársins í Tælandi, að meðaltali 30 - 35 stiga hiti. Við erum ekki búin að skipuleggja hvar við verðum eða hvað við ætlum að gera heldur ætlum við bara að vera "ekta" túristar svona einu sinni. Við fengum reyndar góðar upplýsingar frá Gísla Óskarssyni en hann fer reglulega til Tælands. Hann benti okkur á hótel sem hann gisti oft á og sagði að það væri nóg að segjast þekkja "Gisli from Iceland" og þá fengjum við toppþjónustu. Við látum auðvitað reyna á það:)

Við komum til með að tékka reglulega á tölvupóstinum okkar á meðan við verðum á ferðalaginu. Endilega sendið þið okkur línu það væri gaman að heyra frá ykkur, annað hvort á gunnaregill@mac.com eða gudnyj@bifrost.is eða skrifið í gestabókina góðu.

Þangað til næst, bless bless

This page is powered by Blogger. Isn't yours?