<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 12, 2003

Jæja gott fólk

Nú eru komnar inn um 140 myndir frá ferð okkar til Tokyo og Tælands. Þetta er nú reyndar bara brot af þeim myndum sem við tókum en við reyndum að velja þær bestu handa ykkur. Endilega setjið svo línu í gestabókina okkar svo við sjáum hverjir eru að fylgjast með ferðalaginu okkar... og jafnvel ykkar comment á myndirnar. Við erum búin að fá að heyra það nú þegar að við séum ekkert alltof brún á myndinni úr fílaleiðangrinum.... Takk Aníta mín:)

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Það eru komnar inn nokkrar myndir frá ferðalaginu okkar til Tokyo og Tælands. Fleiri væntanlegar fjótlega. Njótið vel.


Fórum í stuttan leiðangur á fílsbaki

sunnudagur, apríl 06, 2003

Við erum komin heim frá Tælandi

Komið þið sæl
Það er orðið alltof langt síðan við höfum skrifað inn á síðuna okkar. Við komum heim frá Tælandi á föstudagskvöldið síðasta og erum búin að vera að jafna okkur eftir ferðalagið og taka upp úr töskunum. Ferðin var hreint út sagt algjört ævintýri. Við flugum frá Tokyo til Bangkok þann 19. mars og vorum ekki komin til Bangkok fyrr en um miðnætti. Við vorum bara að ná áttum fyrsta daginn og plana hvernig við ættum að skipuleggja tímann í Tælandi. Við eyddum 4 dögum í Bankok og á þeim tíma fórum við í dagsferð í kókoshnetubúgarð, á floting market, á fíla- og krókodílashow, í craft factory og í blómagarð. Við tókum einn dag í að fara á stærsta markaðinn í Bangkok þar sem hægt var að kaupa húsgögn, reiðhjól, mat, föt, gæludýr og húsbúnað, eiginlega allt milli himins og jarðar.
Sunnudaginn 23. mars tókum við svo næturlestina til Surathani sem er í suður Tælandi. Ferðin gekk nokkuð vel nema hvað þessi lest var ekki upp á marga fiska. Salernisaðstaðan í lestinni var svo sem ágæt nema hvað ef maður horfði ofan í klósettið blöstu lestarteinarnir við manni, hey það er komið árið 2003. Frá Surathani tókum við bát til eyju sem að heitir Koh Samui og er önnur stærsta eyja Tælands. Þar leigðum við okkur Bungalow með öllu og vorum á þeirri viku í heila viku, reyndar fórum við einn dag á eyju sem að heitir Koh Pha-Ngan (eyjan sem að fólkið í myndinni The Beach með Leonardo DeCaprio fara á til að versla). Það var alveg yndislegt að vera á þessum eyjum, allir mjög vingjarnlegir og bara rólegheit. Það reyndar ringdi soltið mikið á okkur og það komu tveir dagar þar sem að ringdi stanslaust allan daginn. Á Koh Samui leigðum við okkur mótorhjól í 4 daga og keyrðum hringinn í kringum eyjuna. Við fórum í fiðrildagarð, í leiðangur á fíl, í gokart, í dagsferð til Angthong Marine Park (en þar á sagan The Beach að hafa gerst) og leigðum okkur jet ski og krúsuðum um. Við gerðum nokkuð af því að sóla okkur á ströndinni og í hótelgarðinum (sem var á ströndinni) en þar sem að hvíta skinnið okkar hafði ekki séð sól í rúmlega 5 mánuði þá þoldi það ekki mikla sól. Okkur líkaði mjög vel að vera á Koh Samui en þar er mikið af ferðamönnum en ef maður kærir sig ekki um að vera innan um þá er ekkert mál að finna strendur sem að eru fámennar og meira sóttar af innfæddum. Eyjan Koh Pha-Ngan er mun óþróaðri heldur en Koh Samui og meira af ungu fólki sem að kemur þangað eingöngu í þeim tilgangi að djamma og njóta lífsins á meðan fjölskyldufólk virðist frekar fara til Koh Samui. Við vorum að hugsa um að fara lengra suður á stað sem heitir Krabi og eyju sem heitir Phuket en við vorum bara komin með nóg af ferðalögum og vildum frekar nota tímann til að slappa af á Koh Samui. Við förum bara þangað næst þegar við förum til Tælands:)
Mánudaginn 31. mars heldum við svo frá Koh Samui með flugvél til Bangkok því að við nenntum ómögulega að taka næturlestina aftur til baka. Við þorðum ekki annað en að fara aftur til Bangkok tímanlega því að Gunni lét sérsauma á sig jakkaföt í Bangkok og þurfti að fara í “fittings” og við vissum ekki hvað tæki langan tíma að klára að sauma fötin. Þessa síðustu daga í Bangkok notuðum við meðal annars til að kíkja aðeins í búðir, fara í golf, vatnsleikjagarð, safari world og bíó. Það er alveg nóg að vera 3 eða 4 daga í Bangkok í einu. Umferðin er rosalega og einn daginn vorum við 2 klukkutíma að komast á milli staða þar sem við lentum í algjörri teppu. Mengunin er líka mikil í Bangkok og við urðum sérstaklega vör við hana þar sem að hitinn var á milli 35 – 40 gráður allann tímann.

Þessi ferð var algjört ævintýri fyrir okkur og við erum alveg staðráðin í því að ferðast meira út fyrir Japan áður en að við komum heim til Íslands í september, það er að segja ef að stríðinu verður lokið og menn búnir að ná einhverjum tökum á þessari kínaveiki sem herjar á heiminn. Við urðum svolítið vör við hversu hrætt fólk er við þessa veiki á flugvellinum í Bangkok en þar var allt starfsfólk með hanska og grímur og mikið af farþegum var með grímur. Við reyndum bara að halda eins mikið kyrru fyrir og við gátum, það var ekkert annað í stöðunni. Skólinn byrjar hjá okkur þann 10. apríl og svo liggur bara fyrir að klára bs ritgerðirnar okkar, næg verkefni framundan. Snjórinn er loksins byrjaður að bráðna hérna í Otaru og sumarið ekki langt undan að okkur skylst, alla vega eru pöddurnar vaknaðar til lífsins...

Fljótlega koma inn myndir frá ferðinni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?