<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 31, 2003

Myndir úr ferðalaginu til Hakodate um síðustu helgiÚtskrift á Bifröst í dag
Þá er komið að því. Ef við værum heima á Íslandi værum við að útskrifast í dag. En þar sem við erum í Japan verðum við í skólanum þar til í lok júlí og formlega útskrifuð í byrjun ágúst. Við erum mjög ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að fara til Japan og ætlum að njóta þess að læra japönskuna í sumar. Við fengum einkunnirnar okkar fyrir BS verkefnin í gær og erum bara nokkuð sátt. Gunni fékk 8,5 fyrir verkefnið sitt sem fjallaði um innkomuaðferðir íslenskra fyrirtækja á Japansmarkað og Maja fékk 8,0 fyrir sitt verkefni sem fjallaði um samningaviðræður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Japan. Í dag ætlum við að skunda til Sapporo og heimsækja einn dýragarð eða svo og erum svo boðin í mat hjá Jóni Þrándi Stefánssyni í kvöld. Hann er kennari hérna við skólann og var jafnframt leiðbeinandinn okkar í BS verkefnunum.

Þá er búið að bóka flugmiða fyrir Halldóru og Þórhildi vinkonur okkar en þær ætla að koma í heimsókn í ágúst og vera í heilan mánuð. Húsbóndinn er að vinna í því að setja upp ferðaplan (í exel auðvitað) og áætlað er að fara til Tokyo, Kyoto, Osaka, Nara, Hirosima og Okinawa. Þær lenda í Tokyo þann 10. ágúst og svo fljúgum við öll saman heim þan 6. september. Þetta verður algjört ævintýri og ég get varla beðið:)

Það var verið að skíra hjá vinafólki okkar í Keflavík þeim Stefáni Ragnari og Ásdísi Rögnu síðasta sunnudag. Drengurinn fékk nafnið Guðjón Pétur. Stefán segist vera þegar byrjaður að lesa fyrir hann úr Porter og Kotler þannig að hann verður líklega farinn að stjórna í Samkaupum fyrir fermingu:) hahaha, Til hamingju Stebbi, Ásdís og Kamilla Birta.
Við óskum bara öllum samnemendum okkar heima á Íslandi til hamingju með útskriftardaginn. Það væri mjög gaman að geta verið með ykkur en tækifærunum fylgja oftast einhverjar fórnir, svoleiðis er það nú bara....

Endilega skrifið í gestabókina okkar. Það er orðið voða langt síðan einhver hefur sett línu í hana...... og svo setum við reglulega inn nýjar myndir undir tengilinn hérna vinsta meginn á síðunni sem heitir ýmsar myndir.

Þangað til næst, sayoonara

þriðjudagur, maí 27, 2003

Nýjar myndir
Gunni er búinn að setja upp myndasíðu á heimasíðunni sinni. Hér eftir verða allar nýjar myndir settar þar inn í stað þess að vera að halda úti tveimur myndasíðum. Við skelltum okkur í helgarferð til Hakodate um síðustu helgi. Við leigðum okkur bíl ásamt vinum okkar frá USA og Austurríki. Gunni er búinn að fá japanskt ökuskírteini til tveggja ára þannig að nú keyrir hann um eins og innfæddur með stýrið "vitlausu meginn" og í vinstri umferð. Þetta var mjög skemmtileg helgi hjá okkur og við hittum nokkra skrítna einstaklinga í Hakodate. Endilega kíkið á nýjustu myndirnar, slóðin er: http://homepage.mac.com/gunnaregill/myndir/Menu11.html

This page is powered by Blogger. Isn't yours?