þriðjudagur, júní 24, 2003
Sansan beach Okinawa - Er ekki lífið á ströndinni dásamlegt?
Við og Kanna vinkona okkar frá Tokyo
Maja á leiðinni á markaðinn í Naha

Við og Kanna vinkona okkar frá Tokyo
Maja á leiðinni á markaðinn í Naha
Komin heim frá Okinawa....
Halló allir. Þá erum við komin heim úr helgarferðinni til Okinawa. Þetta var alveg frábær ferð og við vorum svakalega heppin með veður því að það hafði farið fellibylur yfir Okinawa tveimur dögum áður og því bara sól og blíða sem að fylgi á eftir. Það var rúmlega 30 stiga hiti og hálfskýjað þessa þrjá daga sem við vorum. Við upplifðum Okinawa svona eins og ákveðna blöndu af Japan og svo því sem að við kynntumst í Thailandi. Við eyddum mestum tíma í Naha, sem er höfuðborg Okinawa, en þar búa 300.000 manns. Við vorum komin til Okinawa um eitt leytið á föstudeginum. Við eyddum deginum að mestu í að skoða okkur um í Kokusai dori (sem er aðalgatan í Naha) og ná áttum. Um kvöldið fórum við út að borða á steikarhús að japönskum hætti ( þar sem að maturinn er eldaður fyrir framan mann). Þetta var í fyrsta skipti sem að við borðum á svona stað hérna í Japan... voða gaman. Laugardagsmorguninn notuðum við í að kíkja á markaðinn sem er við Kokusai dori og líta í kringum okkur eftir sango powder (koral dufti) fyrir Stefán vin okkar. Um hádegi héldum við svo á Sansan beach sem er fyrir utan Naha. Við þurftum að taka strætó þangað og það var lífsreynsla útaf fyrir sig. Það eru nefnilega 4 strætó fyrirtæki í Okinawa og því örlítið flóknara kerfi heldur en maður er vanur í Otaru. Við eyddum deginum á ströndinni og Gunni gerði heiðarlega tilraun til að snorkla en lífvörðurinn kom og sagði að það væru sea urgent (einhver kúludýr sem stíga mann) og marglittur í sjónum. Hann lét það samt ekki stoppa sig og fór bara út fyrir landhelgi lífvarðarins...Á laugardagskvöldinu hittum við stelpu sem heitir Kanna og er frá Tokyo en hún fór til Okinawa til að læra að kafa. Við drifum hana með okkur á næsta bar í billjard. Barinn sem við enduðum inn á var í eigu eldri manns og það var enginn þar nema hann og blindfullur vinur hans sem að vildi ekkert með okkur hafa fyrst að við kunnum ekki Okinwa dialect (Okinawa mállýska). Sunnudagurinn var tekinn snemma en við drifum okkur á fætur klukkan 7 og fórum í Onsenið á hótelinu (gæti sko alveg vanist því að vera með svona onsen heima hjá mér). Næst var farið í að kaupa sango powder fyrir Stefán og svo haldið á ströndin í Naha. Þar lágum við megnið af deginum og hittum einn Svía og einn Skota sem eru að kenna bardagalist og voru í Okinawa í þjálfun. Seinnipartinn fórum við svo upp á hótel og skelltum okkur aftur í onsen. Eftir það var svo aloe vera gelið vel þegið því að skötuhjúin voru frekar rauð eitthvað. Kvöldmaturinn var svo pizza upp á herbergi því að það er sko ekkert grín að panta pizzu í Otaru. Á mánudagsmorguninn röltum við á markaðinn og kíktum í búðir. Við settumst á Starbucks og fengum okkur kaffi og á sama tíma renndi lögreglubíll í hlaðið til að sækja uppgjörið af Starbucks yfir helgina. Allt svo formlegt hérna í Japan....Flugið heim var svo klukkan 15 þannig að við tókum því bara rólega og nutum þess að fylgjast með mannlífinu í Okinawa (sem að okkar mati er töluvert frábrugðið því sem við höfum kynnst í Hokkaido). Þetta var rosalega skemmtileg afmælisferð og við myndir sem að við erum búin að setja inn á netið (ásamt fleiri myndum) og þið getið skoðað hérna
Halló allir. Þá erum við komin heim úr helgarferðinni til Okinawa. Þetta var alveg frábær ferð og við vorum svakalega heppin með veður því að það hafði farið fellibylur yfir Okinawa tveimur dögum áður og því bara sól og blíða sem að fylgi á eftir. Það var rúmlega 30 stiga hiti og hálfskýjað þessa þrjá daga sem við vorum. Við upplifðum Okinawa svona eins og ákveðna blöndu af Japan og svo því sem að við kynntumst í Thailandi. Við eyddum mestum tíma í Naha, sem er höfuðborg Okinawa, en þar búa 300.000 manns. Við vorum komin til Okinawa um eitt leytið á föstudeginum. Við eyddum deginum að mestu í að skoða okkur um í Kokusai dori (sem er aðalgatan í Naha) og ná áttum. Um kvöldið fórum við út að borða á steikarhús að japönskum hætti ( þar sem að maturinn er eldaður fyrir framan mann). Þetta var í fyrsta skipti sem að við borðum á svona stað hérna í Japan... voða gaman. Laugardagsmorguninn notuðum við í að kíkja á markaðinn sem er við Kokusai dori og líta í kringum okkur eftir sango powder (koral dufti) fyrir Stefán vin okkar. Um hádegi héldum við svo á Sansan beach sem er fyrir utan Naha. Við þurftum að taka strætó þangað og það var lífsreynsla útaf fyrir sig. Það eru nefnilega 4 strætó fyrirtæki í Okinawa og því örlítið flóknara kerfi heldur en maður er vanur í Otaru. Við eyddum deginum á ströndinni og Gunni gerði heiðarlega tilraun til að snorkla en lífvörðurinn kom og sagði að það væru sea urgent (einhver kúludýr sem stíga mann) og marglittur í sjónum. Hann lét það samt ekki stoppa sig og fór bara út fyrir landhelgi lífvarðarins...Á laugardagskvöldinu hittum við stelpu sem heitir Kanna og er frá Tokyo en hún fór til Okinawa til að læra að kafa. Við drifum hana með okkur á næsta bar í billjard. Barinn sem við enduðum inn á var í eigu eldri manns og það var enginn þar nema hann og blindfullur vinur hans sem að vildi ekkert með okkur hafa fyrst að við kunnum ekki Okinwa dialect (Okinawa mállýska). Sunnudagurinn var tekinn snemma en við drifum okkur á fætur klukkan 7 og fórum í Onsenið á hótelinu (gæti sko alveg vanist því að vera með svona onsen heima hjá mér). Næst var farið í að kaupa sango powder fyrir Stefán og svo haldið á ströndin í Naha. Þar lágum við megnið af deginum og hittum einn Svía og einn Skota sem eru að kenna bardagalist og voru í Okinawa í þjálfun. Seinnipartinn fórum við svo upp á hótel og skelltum okkur aftur í onsen. Eftir það var svo aloe vera gelið vel þegið því að skötuhjúin voru frekar rauð eitthvað. Kvöldmaturinn var svo pizza upp á herbergi því að það er sko ekkert grín að panta pizzu í Otaru. Á mánudagsmorguninn röltum við á markaðinn og kíktum í búðir. Við settumst á Starbucks og fengum okkur kaffi og á sama tíma renndi lögreglubíll í hlaðið til að sækja uppgjörið af Starbucks yfir helgina. Allt svo formlegt hérna í Japan....Flugið heim var svo klukkan 15 þannig að við tókum því bara rólega og nutum þess að fylgjast með mannlífinu í Okinawa (sem að okkar mati er töluvert frábrugðið því sem við höfum kynnst í Hokkaido). Þetta var rosalega skemmtileg afmælisferð og við myndir sem að við erum búin að setja inn á netið (ásamt fleiri myndum) og þið getið skoðað hérna