föstudagur, júlí 04, 2003
Útskrift hjá Jónsa og Arnþóri í Kanada
Jónsi og Arnþór bræður mínir voru báðir að útskrifast frá skólunum sem þeir hófu nám í síðasta haust. Arnþór útskrifaðist frá Maple Grove Education Center og Jónsi frá Yarmoth Memorial Concolation High School. Þeir stóðu sig báðir rosalega vel og Arnþór útskrifaðist með "honor" þar sem hann var með meðaleinkunnina 8,9. Jónsi fer í Saint Mary's University sem er í Halifax og Arnþór fer í Yarmoth Memorial Concolation High School (þ.e. skólann sem Jónsi var að klára. Ég er rosalega stolt af bræðrum mínum. Til hamingju frá mér og Gunna:)
Arnþór á útskriftardaginn

Jónsi að taka á móti útskriftarskjalinu sínu

Jónsi og Arnþór bræður mínir voru báðir að útskrifast frá skólunum sem þeir hófu nám í síðasta haust. Arnþór útskrifaðist frá Maple Grove Education Center og Jónsi frá Yarmoth Memorial Concolation High School. Þeir stóðu sig báðir rosalega vel og Arnþór útskrifaðist með "honor" þar sem hann var með meðaleinkunnina 8,9. Jónsi fer í Saint Mary's University sem er í Halifax og Arnþór fer í Yarmoth Memorial Concolation High School (þ.e. skólann sem Jónsi var að klára. Ég er rosalega stolt af bræðrum mínum. Til hamingju frá mér og Gunna:)
Arnþór á útskriftardaginn
Jónsi að taka á móti útskriftarskjalinu sínu
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Háskólahátíð og út að borða
Um síðustu helgi var háskólahátíð í skólanum okkar. Hún hófst um miðjan dag á fimmtudegi og lauk á sunnudegi. Það var voða fjör og mikið um að vera. Á skólalóðinni voru settir upp sölubásar þar sem seldur var japanskur, kínverskur, franskur og amerískur matur svo eitthvað sé nefnt. Því miður gátum við ekki eldað súpukjöt né boðið upp á slátur þar sem bannað er að flytja inn ferskar matvörur til Japan:) Við tókum þátt í fjörinu á föstudeginum eftir skóla en Jess vinur okkar frá USA var að spila með hljómsveitinni sinni á útisviðinu. Á föstudeginum var einnig bjórpartý og bjórinn seldur á c.a. 63 krónur dósin. Á laugardagskvöldinu var svo farið á djammið. Það er skrítið að fylgjast með Japönum þegar þeir fá sér í glas. Í stað þess að setjast niður og fá sér bjór og spjalla spila þeir hina ýmsu drykkjuleiki. Sumir enda á perunni en aðrir þola meira og enda í einhverskonar glímu (og það á sprellanum!!). Án spaugs.
Á þiðjudagskvöldið síðasta fórum við út að borða með Jóni Þrándi, íslenska prófessornum hérna við skólann, konunni hans og Lilju Guðrúnu, sem er búin að vera aupair í Sapporo síðan í september í fyrra. Tilefnið var að Lilja Guðrún er að fara heim til Íslands á sunnudaginn næsta. Það var voða gaman hjá okkur og við borðuð á veitingarstað í Sapporo sem að heitir Café Thomsen. Jón Þrándur hafði sagt okkur frá þessum veitingarstað stuttu eftir að við komum til Japan en við höfðum aldrei fundið hann. Maturinn var rosalega góður og við vorum svo södd að við rúlluðum út úr lestinni í Otaru. Áður en að við fórum að borða fór Jón Þrándur með okkur í skoðunarferð um Hokkaido University. Þetta er mjög flottur og stór campus en það eru um 12.000 nemendur í skólanum.
Um síðustu helgi var háskólahátíð í skólanum okkar. Hún hófst um miðjan dag á fimmtudegi og lauk á sunnudegi. Það var voða fjör og mikið um að vera. Á skólalóðinni voru settir upp sölubásar þar sem seldur var japanskur, kínverskur, franskur og amerískur matur svo eitthvað sé nefnt. Því miður gátum við ekki eldað súpukjöt né boðið upp á slátur þar sem bannað er að flytja inn ferskar matvörur til Japan:) Við tókum þátt í fjörinu á föstudeginum eftir skóla en Jess vinur okkar frá USA var að spila með hljómsveitinni sinni á útisviðinu. Á föstudeginum var einnig bjórpartý og bjórinn seldur á c.a. 63 krónur dósin. Á laugardagskvöldinu var svo farið á djammið. Það er skrítið að fylgjast með Japönum þegar þeir fá sér í glas. Í stað þess að setjast niður og fá sér bjór og spjalla spila þeir hina ýmsu drykkjuleiki. Sumir enda á perunni en aðrir þola meira og enda í einhverskonar glímu (og það á sprellanum!!). Án spaugs.
Á þiðjudagskvöldið síðasta fórum við út að borða með Jóni Þrándi, íslenska prófessornum hérna við skólann, konunni hans og Lilju Guðrúnu, sem er búin að vera aupair í Sapporo síðan í september í fyrra. Tilefnið var að Lilja Guðrún er að fara heim til Íslands á sunnudaginn næsta. Það var voða gaman hjá okkur og við borðuð á veitingarstað í Sapporo sem að heitir Café Thomsen. Jón Þrándur hafði sagt okkur frá þessum veitingarstað stuttu eftir að við komum til Japan en við höfðum aldrei fundið hann. Maturinn var rosalega góður og við vorum svo södd að við rúlluðum út úr lestinni í Otaru. Áður en að við fórum að borða fór Jón Þrándur með okkur í skoðunarferð um Hokkaido University. Þetta er mjög flottur og stór campus en það eru um 12.000 nemendur í skólanum.