laugardagur, ágúst 02, 2003
SKÓLINN ER BÚINN!!!
Þá erum við loksins búin með skólann hérna en útskriftin var í gær. Þetta var svo sem engin formleg athöfn heldur bara haldið í einni skólastofunni og við tókum á móti skjali sem á stendur að við höfum stundað nám við Otaru University of Commerce í eitt ár. Við mættum auðvitað upp dressuð í útskriftina, ég í Yukatta og Gunni í Jakkafötum. Ég var sú eina sem var í Yukatta þannig að það vakti mikla lukku. Gunni fór svo heim eftir útskriftar-athöfnina og fór í Junbi sem er japanskt dress fyrir karlmenn. Eftir útskriftina var svo partý þar sem boðið var upp á mat og drykk. Allir áttu að skrifa eina ósk á blað og hengja á svokallað óskatré í stofunni. Óskirnar okkar réðust eiginlega bara af því hvað við gátum skrifað á japönsku þannig að ég óskaði mér margra barna og góðrar fjölskyldu og Gunni óskaði sér góðrar vinnu og góðrar fjölskyldu, svolítið klént en við kunnum ekki við að óska þess að verða rík:) Eftir partýið tókum við svo lestina til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu. Hún var alveg svakalega flott og miklu stærri heldur en maður hefur nokkurn tímann séð heima á Íslandi. Munurinn er bara sá að hérna í Japan virðist það vera normið að skipta sýningunni upp í margar lotur og útskýra svo á milli hvað næsta loti eigi að tákna eða sýna. Á leiðinni á lestarstöðina löbbuðum við í gegnum Susukino sem er aðal djamm-svæðið í Sapporo og þar var allt troðið því að nú um helgina er einhver Susukino hátíð í gangi. Við vorum svo komin heim rétt fyrir miðnætti en ástæðan fyrir því að við fórum svo snemma heim var að ég gaf húsbóndanum i-pod í útskriftargjöf og hann gat ekki beðið eftir að komast heim til að tékka aðeins á honum. Gamli er að verða tæknióður hérna í Japan:) Í kvöld förum við svo í matarboð og í fyrramálið (sunnudagsmorgun) förum við til Sapporo til að sjá Sumo. Það verður líklega ákveðið upplifun að sjá þessa sjarmöra glíma...
Í gær fórum við og létum framkalla nokkrar (322) myndir sem við höfum tekið á stafrænu myndavélina okkar hérna og þær komu svona rosaleg vel út. Þær eru bara alveg eins og myndir sem teknar eru á venjulega myndavél. Við borguðum 30 yen fyrir myndina sem á gengi dagsins í dag eru tæpar 20 krónur. Við eigum svo líklega eftir að láta framkalla einhverjar fleiri myndir áður en að við förum heim frá ferðalaginu með Tótu og Halldóru en nú styttist í að þær lendi í Tokyo, bara 8 dagar:)
Endilega munið eftir að setja línu í gestabókina okkar:)
Þá erum við loksins búin með skólann hérna en útskriftin var í gær. Þetta var svo sem engin formleg athöfn heldur bara haldið í einni skólastofunni og við tókum á móti skjali sem á stendur að við höfum stundað nám við Otaru University of Commerce í eitt ár. Við mættum auðvitað upp dressuð í útskriftina, ég í Yukatta og Gunni í Jakkafötum. Ég var sú eina sem var í Yukatta þannig að það vakti mikla lukku. Gunni fór svo heim eftir útskriftar-athöfnina og fór í Junbi sem er japanskt dress fyrir karlmenn. Eftir útskriftina var svo partý þar sem boðið var upp á mat og drykk. Allir áttu að skrifa eina ósk á blað og hengja á svokallað óskatré í stofunni. Óskirnar okkar réðust eiginlega bara af því hvað við gátum skrifað á japönsku þannig að ég óskaði mér margra barna og góðrar fjölskyldu og Gunni óskaði sér góðrar vinnu og góðrar fjölskyldu, svolítið klént en við kunnum ekki við að óska þess að verða rík:) Eftir partýið tókum við svo lestina til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu. Hún var alveg svakalega flott og miklu stærri heldur en maður hefur nokkurn tímann séð heima á Íslandi. Munurinn er bara sá að hérna í Japan virðist það vera normið að skipta sýningunni upp í margar lotur og útskýra svo á milli hvað næsta loti eigi að tákna eða sýna. Á leiðinni á lestarstöðina löbbuðum við í gegnum Susukino sem er aðal djamm-svæðið í Sapporo og þar var allt troðið því að nú um helgina er einhver Susukino hátíð í gangi. Við vorum svo komin heim rétt fyrir miðnætti en ástæðan fyrir því að við fórum svo snemma heim var að ég gaf húsbóndanum i-pod í útskriftargjöf og hann gat ekki beðið eftir að komast heim til að tékka aðeins á honum. Gamli er að verða tæknióður hérna í Japan:) Í kvöld förum við svo í matarboð og í fyrramálið (sunnudagsmorgun) förum við til Sapporo til að sjá Sumo. Það verður líklega ákveðið upplifun að sjá þessa sjarmöra glíma...
Í gær fórum við og létum framkalla nokkrar (322) myndir sem við höfum tekið á stafrænu myndavélina okkar hérna og þær komu svona rosaleg vel út. Þær eru bara alveg eins og myndir sem teknar eru á venjulega myndavél. Við borguðum 30 yen fyrir myndina sem á gengi dagsins í dag eru tæpar 20 krónur. Við eigum svo líklega eftir að láta framkalla einhverjar fleiri myndir áður en að við förum heim frá ferðalaginu með Tótu og Halldóru en nú styttist í að þær lendi í Tokyo, bara 8 dagar:)
Endilega munið eftir að setja línu í gestabókina okkar:)
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Ferðafélagið Puttinn opnar heimasíðu
Ferðafélagið Puttinn hefur nú opnað heimasíðu. Endilega kíkið á hana en meðlimir hennar eru við Gunni og svo vinkonur okkar Þórhildur og Halldóra. Fyrsta ferð félagsins verður tæplega mánaðarferðalag um Japan í ágúst.
Ferðafélagið Puttinn hefur nú opnað heimasíðu. Endilega kíkið á hana en meðlimir hennar eru við Gunni og svo vinkonur okkar Þórhildur og Halldóra. Fyrsta ferð félagsins verður tæplega mánaðarferðalag um Japan í ágúst.
mánudagur, júlí 28, 2003
Smá vesen með myndasíðuna
Þið verðið að afsaka en við erum í einhverju veseni með myndasíðuna okkar en erum að vinna í málinu. Á meðan verðum við bara að láta nægja myndirnar á forsíðunni:) Annars er síðasta prófið hjá okkur á morgun, 18 kaflaprófið í japönskunni og svo erum við bara formlega búinn með skólann. Útskriftin er á föstudaginn og eftir það verður haldið til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu og mér finnst mjög svo að það verði opnaður bjór í tilefni dagsins.
Þið verðið að afsaka en við erum í einhverju veseni með myndasíðuna okkar en erum að vinna í málinu. Á meðan verðum við bara að láta nægja myndirnar á forsíðunni:) Annars er síðasta prófið hjá okkur á morgun, 18 kaflaprófið í japönskunni og svo erum við bara formlega búinn með skólann. Útskriftin er á föstudaginn og eftir það verður haldið til Sapporo til að horfa á flugeldasýningu og mér finnst mjög svo að það verði opnaður bjór í tilefni dagsins.
Hafnabolti og kirkjuferð


Jæja síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá okkur í heimsóknum og öðru slíku. Á þarsíðasta laugardag fórum við að sjá hafnaboltaleik í Sapporo dome. Okkar lið Yakult Swallows vann auðvitað og það var mikil stemming. Maður á sjálfsagt ekki eftir að heimsækja margar svona stórar íþróttahallir í framtíðinni. Á sunnudeginum skelltum við okkur svo í kirkju í fyrsta skipti í Japan. Við vorum reyndar búin að spyrjast fyrir um hvort að það væri kristin kirkja hérna í Otaru en enginn vissi neitt. Við fórum með Kurehu vinkonu okkar og mömmu hennar. Messan fór öll fram á japönsku en hluti af henni var þýddur yfir á ensku fyrir okkur. Það voru ekki nema svona 20 manns í kirkjunni enda var hún ekki mikið stærri en meðal einbýlishús á Íslandi. Organistinn var eldri kona frá Skotlandi sem að býr í Sapporo og predikarinn er frá Singapore en hefur búið ásamt konunni sinni í Japan í um 30 ár.
Heimsókn til Fumiko

Mánudaginn eftir kirkjuferðina vorum við boðin í heimsókn til Fumiko (stelpunnar sem var á Bifröst í fyrra) ásamt Takayo og Madoku. Takayo var líka á Bifröst í fyrra en Madoka er að fara til Íslands í lok ágúst og verður á Bifröst næsta árið. Það var voða gaman hjá okkur og pabbi hennar Fumiko keyrði okkur um allt í Sapporo og við skoðuðum skíðastökkpallinn sem var notaðar á vetrarólympíuleikunum árið 1976 og skoðuð vetrarsafn sem að hefur að geyma allskonar tæki og tól til vetraríþrótta-iðkunnar. Við fórum einnig og skoðuðum risastórann blómagarð (lavender og lily) og gamalt stjórnarráðshús í Sapporo. Eftir að hafa verið í skoðunarferð allan daginn fórum við heim til Fumiko þar sem mamma hennar tók á móti okkur með okonomiyaki og allskyns góðgæti. Við drógum upp íslenskan harðfisk og hann sló auðvitað í gegn:=)
Kimono og Yukatta hjá Yano san



Á föstudaginn fórum við í heimsókn til Yano san (gömlu hjónanna sem eiga dúkkuna). Húsbóndinn var ekki heima en frú Yano bauð okkur að koma til að hjálpa okkur að fara í Kimono og Yukatta. Ég fékk nefnilega gefins einn kimono og einn Yukatta frá ágætri konu sem við hittum í jólapartýi á vegum Unesco í desember í fyrra. Alla vega þá er frú Yano algjör sérfræðingur þegar kemur að kimono og hún á yfir 100 svoleiðis. Herra Yano á einnig yfir 80 kimono. Hún leyfði mér að prófa rosalega flottan kimono sem að hún hefur aðeins notað einu sinni og ein önnur kona prófað áður. Mér leið bara eins og prinsessu:) Ég mætti reyndar til hennar alveg ómáluð og henni leyst ekkert á að fara að taka myndir af mér með hárið slegið og ekkert makeup. Hún skellti því á mig bleikum varalit og einhverju dúlleríi í hárið... voða fínt. Ég veit ekki hversu þægilegt það er að vera í svona kimono en alla vega þá hefur mér liðið betur og átt auðveldara með að anda. Maður er allur hertur saman með 5 böndum og svo fleiri fleiri borðum. En á endum lítur þetta svaka vel út auðvitað. Gunni fékk einnig að prófa kimono sem að frú Yano dró út úr einum skápnum. Nóg til:)
Hjónin að dans um götur bæjarins



Um síðustu helgi var sko aldeilis fjör á hóli. Þá var haldin hin svokallaða Ushiro hátíð hérna í Otaru og mikið um að vera. Á laugardeginum dönsuðum við um götur bæjarins ásamt fjölda skiptinema og starfsmanna við Otaru University en það er hefð að hinir ýmsu hópar bæjarins æfi saman dans og mæti svo á laugardeginum og dansi skrúðbúið um göturnar. Við þurftum að mæta fimm sinnum á æfingu og síðasta æfingin var haldið úti og svo smá partý og auðvitað bjór á eftir. Á laugardeginum byrjuðum við að dansa klukkan 19:00 og vorum búin rétt fyrir 21:00. Þetta var alveg rosalega gaman og mikið fjör.
Jæja síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá okkur í heimsóknum og öðru slíku. Á þarsíðasta laugardag fórum við að sjá hafnaboltaleik í Sapporo dome. Okkar lið Yakult Swallows vann auðvitað og það var mikil stemming. Maður á sjálfsagt ekki eftir að heimsækja margar svona stórar íþróttahallir í framtíðinni. Á sunnudeginum skelltum við okkur svo í kirkju í fyrsta skipti í Japan. Við vorum reyndar búin að spyrjast fyrir um hvort að það væri kristin kirkja hérna í Otaru en enginn vissi neitt. Við fórum með Kurehu vinkonu okkar og mömmu hennar. Messan fór öll fram á japönsku en hluti af henni var þýddur yfir á ensku fyrir okkur. Það voru ekki nema svona 20 manns í kirkjunni enda var hún ekki mikið stærri en meðal einbýlishús á Íslandi. Organistinn var eldri kona frá Skotlandi sem að býr í Sapporo og predikarinn er frá Singapore en hefur búið ásamt konunni sinni í Japan í um 30 ár.
Heimsókn til Fumiko
Mánudaginn eftir kirkjuferðina vorum við boðin í heimsókn til Fumiko (stelpunnar sem var á Bifröst í fyrra) ásamt Takayo og Madoku. Takayo var líka á Bifröst í fyrra en Madoka er að fara til Íslands í lok ágúst og verður á Bifröst næsta árið. Það var voða gaman hjá okkur og pabbi hennar Fumiko keyrði okkur um allt í Sapporo og við skoðuðum skíðastökkpallinn sem var notaðar á vetrarólympíuleikunum árið 1976 og skoðuð vetrarsafn sem að hefur að geyma allskonar tæki og tól til vetraríþrótta-iðkunnar. Við fórum einnig og skoðuðum risastórann blómagarð (lavender og lily) og gamalt stjórnarráðshús í Sapporo. Eftir að hafa verið í skoðunarferð allan daginn fórum við heim til Fumiko þar sem mamma hennar tók á móti okkur með okonomiyaki og allskyns góðgæti. Við drógum upp íslenskan harðfisk og hann sló auðvitað í gegn:=)
Kimono og Yukatta hjá Yano san
Á föstudaginn fórum við í heimsókn til Yano san (gömlu hjónanna sem eiga dúkkuna). Húsbóndinn var ekki heima en frú Yano bauð okkur að koma til að hjálpa okkur að fara í Kimono og Yukatta. Ég fékk nefnilega gefins einn kimono og einn Yukatta frá ágætri konu sem við hittum í jólapartýi á vegum Unesco í desember í fyrra. Alla vega þá er frú Yano algjör sérfræðingur þegar kemur að kimono og hún á yfir 100 svoleiðis. Herra Yano á einnig yfir 80 kimono. Hún leyfði mér að prófa rosalega flottan kimono sem að hún hefur aðeins notað einu sinni og ein önnur kona prófað áður. Mér leið bara eins og prinsessu:) Ég mætti reyndar til hennar alveg ómáluð og henni leyst ekkert á að fara að taka myndir af mér með hárið slegið og ekkert makeup. Hún skellti því á mig bleikum varalit og einhverju dúlleríi í hárið... voða fínt. Ég veit ekki hversu þægilegt það er að vera í svona kimono en alla vega þá hefur mér liðið betur og átt auðveldara með að anda. Maður er allur hertur saman með 5 böndum og svo fleiri fleiri borðum. En á endum lítur þetta svaka vel út auðvitað. Gunni fékk einnig að prófa kimono sem að frú Yano dró út úr einum skápnum. Nóg til:)
Hjónin að dans um götur bæjarins
Um síðustu helgi var sko aldeilis fjör á hóli. Þá var haldin hin svokallaða Ushiro hátíð hérna í Otaru og mikið um að vera. Á laugardeginum dönsuðum við um götur bæjarins ásamt fjölda skiptinema og starfsmanna við Otaru University en það er hefð að hinir ýmsu hópar bæjarins æfi saman dans og mæti svo á laugardeginum og dansi skrúðbúið um göturnar. Við þurftum að mæta fimm sinnum á æfingu og síðasta æfingin var haldið úti og svo smá partý og auðvitað bjór á eftir. Á laugardeginum byrjuðum við að dansa klukkan 19:00 og vorum búin rétt fyrir 21:00. Þetta var alveg rosalega gaman og mikið fjör.