laugardagur, ágúst 09, 2003
Til hamingju me daginn mamma
Hún mamma á afmæli í dag ogar sem a ég er í Japan og hún í Kanada ver ég bara a senda henni fingurkoss og kveju á netinu. Hún er 43 ára í dag. Ef ég ekki pabba minn rétt á hann eftir a stjana vi mömmu í allan dag:) svo hefur hún líka báar ömmurnar hjá sér í Kanada. Hafu a nú gott og njóttu dagsins. Vonandi sjáumst vi sem fyrst...
Hún mamma á afmæli í dag og
Hæ hó
Jæja núna sitjum við hjónin bara og erum að bíða eftir því að komast af stað til Tokyo. Við ætluðum að taka ferju frá Otaru til Niigata og svo bus þaðan til Tokyo en þar sem að fellibylur er að ganga yfir Japan núna gátum við ekki tekið ferjuna. Við ætlum í staðinn að veðja á flugið og vonum að það verði laus tvö sæti með fyrstu vél í fyrramálið (sunnudagsmorgun á okkar tíma). Ef að það gengur upp ættum við að geta tekið á móti Halldóru og Tótu á Nipporo station. Þær eru að fara í loftið eftir einhverja 6 klukkutíma núna og fljúga frá Keflavík til Köben og svo þaðan beint til Tokyo. Það er svolítið óþægilegt að ferðaplanið skuli ekki ganga upp eins og áætlað var en auðvitað verður maður bara að vera við öllu búinn svona á fyrsta ferðalagi Ferðafélagsins Puttans:) Annars er stefnan að vera einhverja 4 daga í Tokyo og við ætlum að nota tímann til skoða okkur um þar í borg, fara til Nikko (þjóðgarður) og svo auðvitað í Tokyo Disneyland. Við erum nú bara 23 ára þannig að það að fara í Disneyland er bara eðlilegt;) Svo ætlum að reyna að hitta Kanna (beygist örugglega; Könnu) vinkonu okkar sem við hittum í Okinawa og kannski borða með henni. Vandamálið er bara að hún talar enga ensku en við reddum því með táknmáli og einföldum blýantsteikningum... Frá Tokyo tökum við svo næturbus til Nara (Fyrsta höfuðborg Japan) og eyðum einum degi þar. Frá Nara verður haldið til Kyoto þar sem gist verður í 5 nætur. Þaðan ætlum við að fara í dagsferðir til Osaka og Köbe... (úff mikið ferðalag). Frá Kyoto tökum við svo næturbus til Hiroshima og gistum þar í 3 næstur. Þar ætlum við auðvitað að skoða A-bomb Dome sem er nokkurskonar minnisvarði um þá sem létust í kjarnorkusprengingunni þann 6. ágúst 1945. Eftir að hafa skoðað okkur um í Hiroshima tökum við næturbus til baka til Kyoto, eyðum einum degi þar í rólegheitum og tökum svo lest til Mazuru en þaðan förum við með ferju alla leið til Otaru (bærinn sem við búum í). Þar ætlum við svo bara að liggja með tærnar upp í loft og slappa af í eina 10 daga þangað til við förum heim til Íslands. Við ætlum að leigja okkur bíl í einhverja daga og fara í tjaldútilegu, fara í Onsen, skoða sólblómagarð, fara í heimsókn til Yano san (eldri hjón sem við þekkjum hérna í Otaru en þau eiga dúkku sem þau hugsa um eins og dóttir sína:) taka gott djamm í Sapporo (það tekur 30 mín. að fara þangað með lest frá Otaru og þar búa um 1,8 milljón manna) og fleira og fleira er á stefnuskránni...
Við ætlum að reyna að skrifa eins mikið og við getum inn á síðuna á meðan við verðum á ferðalaginu en mér finnst trúlegt að aðallega verði skrifað inn á heimasíðu Ferðafélagsins Puttans þannig að endilega kíkjið þar inn og sendið okkur kveðju í gestabókina.
Jæja núna sitjum við hjónin bara og erum að bíða eftir því að komast af stað til Tokyo. Við ætluðum að taka ferju frá Otaru til Niigata og svo bus þaðan til Tokyo en þar sem að fellibylur er að ganga yfir Japan núna gátum við ekki tekið ferjuna. Við ætlum í staðinn að veðja á flugið og vonum að það verði laus tvö sæti með fyrstu vél í fyrramálið (sunnudagsmorgun á okkar tíma). Ef að það gengur upp ættum við að geta tekið á móti Halldóru og Tótu á Nipporo station. Þær eru að fara í loftið eftir einhverja 6 klukkutíma núna og fljúga frá Keflavík til Köben og svo þaðan beint til Tokyo. Það er svolítið óþægilegt að ferðaplanið skuli ekki ganga upp eins og áætlað var en auðvitað verður maður bara að vera við öllu búinn svona á fyrsta ferðalagi Ferðafélagsins Puttans:) Annars er stefnan að vera einhverja 4 daga í Tokyo og við ætlum að nota tímann til skoða okkur um þar í borg, fara til Nikko (þjóðgarður) og svo auðvitað í Tokyo Disneyland. Við erum nú bara 23 ára þannig að það að fara í Disneyland er bara eðlilegt;) Svo ætlum að reyna að hitta Kanna (beygist örugglega; Könnu) vinkonu okkar sem við hittum í Okinawa og kannski borða með henni. Vandamálið er bara að hún talar enga ensku en við reddum því með táknmáli og einföldum blýantsteikningum... Frá Tokyo tökum við svo næturbus til Nara (Fyrsta höfuðborg Japan) og eyðum einum degi þar. Frá Nara verður haldið til Kyoto þar sem gist verður í 5 nætur. Þaðan ætlum við að fara í dagsferðir til Osaka og Köbe... (úff mikið ferðalag). Frá Kyoto tökum við svo næturbus til Hiroshima og gistum þar í 3 næstur. Þar ætlum við auðvitað að skoða A-bomb Dome sem er nokkurskonar minnisvarði um þá sem létust í kjarnorkusprengingunni þann 6. ágúst 1945. Eftir að hafa skoðað okkur um í Hiroshima tökum við næturbus til baka til Kyoto, eyðum einum degi þar í rólegheitum og tökum svo lest til Mazuru en þaðan förum við með ferju alla leið til Otaru (bærinn sem við búum í). Þar ætlum við svo bara að liggja með tærnar upp í loft og slappa af í eina 10 daga þangað til við förum heim til Íslands. Við ætlum að leigja okkur bíl í einhverja daga og fara í tjaldútilegu, fara í Onsen, skoða sólblómagarð, fara í heimsókn til Yano san (eldri hjón sem við þekkjum hérna í Otaru en þau eiga dúkku sem þau hugsa um eins og dóttir sína:) taka gott djamm í Sapporo (það tekur 30 mín. að fara þangað með lest frá Otaru og þar búa um 1,8 milljón manna) og fleira og fleira er á stefnuskránni...
Við ætlum að reyna að skrifa eins mikið og við getum inn á síðuna á meðan við verðum á ferðalaginu en mér finnst trúlegt að aðallega verði skrifað inn á heimasíðu Ferðafélagsins Puttans þannig að endilega kíkjið þar inn og sendið okkur kveðju í gestabókina.
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Homestay
Jæja þá erum við búin að prófa að gista eina nótt á japönsku heimili. Við hittum fjölskylduna (Frú Kundo, dóttir hennar Kurehu og kærastann hennar Kasugi) klukkan 14:00 í gær og fórum heim til þeirra þar sem við fengum okkur smá hressingu. Eftir það héldum við á "ströndina" hérna í Otaru en heima á Íslandi myndum við bara kalla þetta fjöru. Það var voða fallegt þar og við löbbuðum um og Gunni og Kureha fóru að synda í sjónum. Kureha veiddi ígulker af botninum og við opnuðum það og átum innihaldið. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög gott en ég kom því niður. Eftir fjöruferðina var svo haldið heim í sturtu og svo var maturinn borinn fram. Ég get nú því miður ekki útskýrt hvað við borðuðum í smáatriðum en það sem ég þekkti voru nýrnabaunirnar, vorrúllurnar, salatið og hvítvínið. Skemmtilegt að vera alltaf að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur aldrei á ævinni séð áður:) Við fórum í háttinn um miðnætti en við fengum sér uppá búið rúm með futon (Japanese style svefnaðstað þar sem búið er um mann á gólfinu, ekkert rúm). Við sofum aldrei betur en á futon þannig að við vöknuðum ekki fyrr en klukkan 09:00. Heimilishundurinn Lennon var mjög ánægður að sjá að við værum vöknuð og sleikti okkur í bak og fyrir. Amman á heimilinu var náttúrulega löngu vöknuð enda vaknar hún venjulega um 5 eða 6 leytið á morgnanna. Hún er 92 ára og eldhress og sér eins og köttur. Hún vann við að hanna og sauma kimono og sagði við mig við morgunverðarborðið að hún gæti nú alveg saumað handa mér einn kimono og gefið mér, algjör dúlla. Eftir morgunmatinn var haldið af stað til Asarigawa þar sem við skoðuðum uppistöðulón. Þaðan fórum við svo til Josanke þar sem við fórum í sund og Onsen. Við prófuðum að fara í "surf hermi" þar sem maður liggur á surf bretti með vatnsstrauminn á móti sér þannig að það á að vera möguleiki að standa upp eins og maður sé að surfa... okkur tókst það hins vegar bara alls ekki en þetta var mjög gaman. Eftir sundið var farið á Victoria steakhouse að borða og þaðan haldið á listasýningu í Sapporo conventional art museum að skoða sýningu á verkum þjóðverjans Wilhelm Lehnbruck. Flott sýning á höggmyndum, skissum, blýantsteikningum og málverkum. Eftir að hafa borið listaverkin augum var haldið heim til Otaru þar sem við skyldum við "fjölskylduna okkar". Það vantaði reyndar pabbann en hann er að vinna í Sapporo og kemur bara heim um helgar. Við ætlum að reyna að heimsækja þau áður en við förum heim til Íslands í september og þá drífum við Tótu og Halldóru að sjálfsögðu með en núna eru bara 3 dagar í að við hittumst í Tokyo. Það er reyndar fellibylur að ganga yfir Japan þannig að það verður skrautlegt að sigla niður til Honshu, vissara að taka með sér stóran ælupoka:)
Við ætlum að reyna að finna tíma til að setja inn einhverjar nýjar myndir áður en við förum í ferðalagið svo að þið gefist ekki upp á að heimsækja síðuna okkar. Plís ekki gleyma gestabókinni þegar þið "droppið" inn:)
Jæja þá erum við búin að prófa að gista eina nótt á japönsku heimili. Við hittum fjölskylduna (Frú Kundo, dóttir hennar Kurehu og kærastann hennar Kasugi) klukkan 14:00 í gær og fórum heim til þeirra þar sem við fengum okkur smá hressingu. Eftir það héldum við á "ströndina" hérna í Otaru en heima á Íslandi myndum við bara kalla þetta fjöru. Það var voða fallegt þar og við löbbuðum um og Gunni og Kureha fóru að synda í sjónum. Kureha veiddi ígulker af botninum og við opnuðum það og átum innihaldið. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög gott en ég kom því niður. Eftir fjöruferðina var svo haldið heim í sturtu og svo var maturinn borinn fram. Ég get nú því miður ekki útskýrt hvað við borðuðum í smáatriðum en það sem ég þekkti voru nýrnabaunirnar, vorrúllurnar, salatið og hvítvínið. Skemmtilegt að vera alltaf að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur aldrei á ævinni séð áður:) Við fórum í háttinn um miðnætti en við fengum sér uppá búið rúm með futon (Japanese style svefnaðstað þar sem búið er um mann á gólfinu, ekkert rúm). Við sofum aldrei betur en á futon þannig að við vöknuðum ekki fyrr en klukkan 09:00. Heimilishundurinn Lennon var mjög ánægður að sjá að við værum vöknuð og sleikti okkur í bak og fyrir. Amman á heimilinu var náttúrulega löngu vöknuð enda vaknar hún venjulega um 5 eða 6 leytið á morgnanna. Hún er 92 ára og eldhress og sér eins og köttur. Hún vann við að hanna og sauma kimono og sagði við mig við morgunverðarborðið að hún gæti nú alveg saumað handa mér einn kimono og gefið mér, algjör dúlla. Eftir morgunmatinn var haldið af stað til Asarigawa þar sem við skoðuðum uppistöðulón. Þaðan fórum við svo til Josanke þar sem við fórum í sund og Onsen. Við prófuðum að fara í "surf hermi" þar sem maður liggur á surf bretti með vatnsstrauminn á móti sér þannig að það á að vera möguleiki að standa upp eins og maður sé að surfa... okkur tókst það hins vegar bara alls ekki en þetta var mjög gaman. Eftir sundið var farið á Victoria steakhouse að borða og þaðan haldið á listasýningu í Sapporo conventional art museum að skoða sýningu á verkum þjóðverjans Wilhelm Lehnbruck. Flott sýning á höggmyndum, skissum, blýantsteikningum og málverkum. Eftir að hafa borið listaverkin augum var haldið heim til Otaru þar sem við skyldum við "fjölskylduna okkar". Það vantaði reyndar pabbann en hann er að vinna í Sapporo og kemur bara heim um helgar. Við ætlum að reyna að heimsækja þau áður en við förum heim til Íslands í september og þá drífum við Tótu og Halldóru að sjálfsögðu með en núna eru bara 3 dagar í að við hittumst í Tokyo. Það er reyndar fellibylur að ganga yfir Japan þannig að það verður skrautlegt að sigla niður til Honshu, vissara að taka með sér stóran ælupoka:)
Við ætlum að reyna að finna tíma til að setja inn einhverjar nýjar myndir áður en við förum í ferðalagið svo að þið gefist ekki upp á að heimsækja síðuna okkar. Plís ekki gleyma gestabókinni þegar þið "droppið" inn:)
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
Til hamingju með brúðkaupsafmælið mamma og pabbi
Langaði að óska foreldrum mínum til hamingju með 10 ára brúðkaupsafmælið í dag. Ég man voða vel eftir brúðkaupinu þeirra heima í stofu hjá Maju ömmu og Jónsa afa og þennan sama dag var Leifur sonur Hreggviðs og Hlínar skírður. Þetta er líka afmælisdagurinn hans Jónsa afa heitins en hann hefði einmitt orðið 80 ára í dag hefði hann lifað.
Aftur til hamingju með daginn mamma og pabbi og geriði nú eitthvað rómó saman í tilefni dagsins:)
Langaði að óska foreldrum mínum til hamingju með 10 ára brúðkaupsafmælið í dag. Ég man voða vel eftir brúðkaupinu þeirra heima í stofu hjá Maju ömmu og Jónsa afa og þennan sama dag var Leifur sonur Hreggviðs og Hlínar skírður. Þetta er líka afmælisdagurinn hans Jónsa afa heitins en hann hefði einmitt orðið 80 ára í dag hefði hann lifað.
Aftur til hamingju með daginn mamma og pabbi og geriði nú eitthvað rómó saman í tilefni dagsins:)