laugardagur, september 06, 2003
Ævintýrið senn á enda
Núna er ekki nema rúmlega sólarhringur í að við leggjum af stað heim til Íslands. Skrítið að hugsa til þess að maður sé búinn að vera hérna í ár, tíminn líður alltof hratt. Við höfum haft það svo gott hérna í Japan þetta ár en núna er bara komið að því að snúa heim, finna sér vinnu, bíl og íbúð. Það er auðvitað mjög spennandi en við vitum ekki alveg ennþá hvar við komum til með að vinna en það skýrist vonandi fljótlega eftir að við komum heim. Við komum til landsins um kaffileytið þann 8. sept og brunum svo beint norður um kvöldið þann 9. sept því að Gunni er að fara að veiða í Hafralónsá með pabba sínum 10. og 11. sept. Ég er að hugsa um að drífa mig bara með þeim til Þórshafnar og nota tímann til að fara í einhverjar heimsóknir. Þann 13. sept förum við svo á árshátíð hjá Laxá í Aðaldal þannig að það verður nóg að gera þegar við komum heim.


Matarboðið hjá Yano san var mjög fínt. Ég og Gunni erum náttúrulega orðin vön því að spjalla við dúkkuna:) en stelpurnar voru ekkert mikið að blanda geði við hana. Við fengum einhvern japanskan hrísgrjónarétt í aðalrétt og svo auðvitað fullt af öðrum réttum og litlum diskum. Ég held að ég hafi talið 8 diska hjá hverjum og einum... úff uppvaskið. Yano san báðu okkur aftur og aftur að gleyma sér ekki og við reynum hvað við getum til að skrifa þeim á japönsku en við komum auðvitað aldrei til með að gleyma þeim. Á fimmtudagskvöldið síðasta héldum við svo smá kveðjupartý fyrir nokkra japanska vini okkar. Það var voða fínt og við keyptum allskonar kökur og snakk og skelltum svo í amerískar pönnukökur með rjóma og sultu. Hiro (tutorinn okkar) og kærastan hans Erina mættu og gáfu okkur nöfnin okkar skrifuð með kanji á flottum spjöldum. Hiro er með leyfi til að kenna calligraphy (japönsk skrift) og því mjög góður að skrifa en hann skrifaði á spöldin. Svo komu Fumiko og Takayo (stelpurnar sem voru á Bifröst í fyrravetur) og þær eru alltaf jafn hressar. Þær færðu okkur líka kveðjugjafir. Takayo fékk að eiga Bláma gullfiskinn sem við áttum og hún var alveg yfir sig ástfangin af honum (á myndinni er Gunni að setja Bláma í poka fyrir hana). Svo mættu Tak og Shin en þær hafa verið að spila í hljómsveit með Jess vini okkar frá USA. Tak gaf okkur rosa flottar spiladósir í kveðjugjöf. Við sáum það eftir á að við hefðum átt að segja fólki að koma ekki með gjafir því að við höfum ekki neitt pláss í töskunum fyrir þær... en vonandi sleppum við í gegn með okkar yfirvigt því annars er það um 6.000 krónur á kíló:(
Það er fullt af nýjum myndum inn á heimasíðu ferðafélagsins Puttans... endilega kíkið á þær
Núna er ekki nema rúmlega sólarhringur í að við leggjum af stað heim til Íslands. Skrítið að hugsa til þess að maður sé búinn að vera hérna í ár, tíminn líður alltof hratt. Við höfum haft það svo gott hérna í Japan þetta ár en núna er bara komið að því að snúa heim, finna sér vinnu, bíl og íbúð. Það er auðvitað mjög spennandi en við vitum ekki alveg ennþá hvar við komum til með að vinna en það skýrist vonandi fljótlega eftir að við komum heim. Við komum til landsins um kaffileytið þann 8. sept og brunum svo beint norður um kvöldið þann 9. sept því að Gunni er að fara að veiða í Hafralónsá með pabba sínum 10. og 11. sept. Ég er að hugsa um að drífa mig bara með þeim til Þórshafnar og nota tímann til að fara í einhverjar heimsóknir. Þann 13. sept förum við svo á árshátíð hjá Laxá í Aðaldal þannig að það verður nóg að gera þegar við komum heim.
Matarboðið hjá Yano san var mjög fínt. Ég og Gunni erum náttúrulega orðin vön því að spjalla við dúkkuna:) en stelpurnar voru ekkert mikið að blanda geði við hana. Við fengum einhvern japanskan hrísgrjónarétt í aðalrétt og svo auðvitað fullt af öðrum réttum og litlum diskum. Ég held að ég hafi talið 8 diska hjá hverjum og einum... úff uppvaskið. Yano san báðu okkur aftur og aftur að gleyma sér ekki og við reynum hvað við getum til að skrifa þeim á japönsku en við komum auðvitað aldrei til með að gleyma þeim. Á fimmtudagskvöldið síðasta héldum við svo smá kveðjupartý fyrir nokkra japanska vini okkar. Það var voða fínt og við keyptum allskonar kökur og snakk og skelltum svo í amerískar pönnukökur með rjóma og sultu. Hiro (tutorinn okkar) og kærastan hans Erina mættu og gáfu okkur nöfnin okkar skrifuð með kanji á flottum spjöldum. Hiro er með leyfi til að kenna calligraphy (japönsk skrift) og því mjög góður að skrifa en hann skrifaði á spöldin. Svo komu Fumiko og Takayo (stelpurnar sem voru á Bifröst í fyrravetur) og þær eru alltaf jafn hressar. Þær færðu okkur líka kveðjugjafir. Takayo fékk að eiga Bláma gullfiskinn sem við áttum og hún var alveg yfir sig ástfangin af honum (á myndinni er Gunni að setja Bláma í poka fyrir hana). Svo mættu Tak og Shin en þær hafa verið að spila í hljómsveit með Jess vini okkar frá USA. Tak gaf okkur rosa flottar spiladósir í kveðjugjöf. Við sáum það eftir á að við hefðum átt að segja fólki að koma ekki með gjafir því að við höfum ekki neitt pláss í töskunum fyrir þær... en vonandi sleppum við í gegn með okkar yfirvigt því annars er það um 6.000 krónur á kíló:(
Það er fullt af nýjum myndum inn á heimasíðu ferðafélagsins Puttans... endilega kíkið á þær
þriðjudagur, september 02, 2003
Komin heim til Otaru
Jæja þá erum við komin heim til Otaru eftir að hafa ferðast með vinkonum okkar Þórhildi og Halldóru um Japan í tvær vikur. Þetta er búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur tími og núna styttist óðum í að við höldum heim til Íslands. Það verðum gaman að koma heim og hitta alla. Við komum til með að fljúga í gegnum París og þurfum að bíða í 10 klukkutíma þar á vellinum... En við hljótum að geta lagt okkur eitthvað og gert eitthvað til að láta tímann líða. Við munum svo lenda í Leifsstöð um kaffileytið þann 8. september og mér skylst að húsbóndinn sé búinn að panta íslenskt hlaðborð hjá Stefáni og Ásdísi vinafólki okkar í Keflavík um kvöldið, stenst það? En alla vega þá erum við ennþá að skrifa inn á heimasíðu puttans þannig að endalega kíkið þangað. Í dag erum við svo að fara í mat til Yano san (fólksins sem á dúkkuna) með stelpurnar og það verður líklega ævintýri útaf fyrir sig:)





Jæja þá erum við komin heim til Otaru eftir að hafa ferðast með vinkonum okkar Þórhildi og Halldóru um Japan í tvær vikur. Þetta er búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur tími og núna styttist óðum í að við höldum heim til Íslands. Það verðum gaman að koma heim og hitta alla. Við komum til með að fljúga í gegnum París og þurfum að bíða í 10 klukkutíma þar á vellinum... En við hljótum að geta lagt okkur eitthvað og gert eitthvað til að láta tímann líða. Við munum svo lenda í Leifsstöð um kaffileytið þann 8. september og mér skylst að húsbóndinn sé búinn að panta íslenskt hlaðborð hjá Stefáni og Ásdísi vinafólki okkar í Keflavík um kvöldið, stenst það? En alla vega þá erum við ennþá að skrifa inn á heimasíðu puttans þannig að endalega kíkið þangað. Í dag erum við svo að fara í mat til Yano san (fólksins sem á dúkkuna) með stelpurnar og það verður líklega ævintýri útaf fyrir sig:)