<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 11, 2003

Komin heim
Þá erum við komin heim til Íslands. Alltaf er nú jafn gott að koma heim þrátt fyrir að manni langi hálfpartinn að fara aftur út til Japan. Ferðalagið gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa tekið svolítið langan tíma. Við fengum ekki tækifæri til að skoða París því að það var ekki hægt að geyma farangur á flugvellinum... þvílíkt hallæri:( En allavega þá erum við búin að hafa í nógu að snúast síðan við komum heim. Hitta fjölskyldu og vini og svo erum við núna á Þórshöfn þar sem Gunni er í laxveiði með pabba sínum í Hafralónsá. Maja er meira bara svona í heimsóknum og að dúlla sér:) Við förum svo á árshátíð hjá Laxá í Aðaldal um helgina og ætlum svo að bruna aftur suður á mánudaginn. Þar bíða "bökurnar" sem lifðu af ferðalagið í póstpokanum...

Við ætlum svo að halda úti heimasíðu áfram en kannski í öðru formi... kominn tími á pínu andlitslyftingu kannski. Við látum ykkur vita þegar að því kemur og takk kærlega fyrir að hafa fylgst með ferðalaginu okkar og skrifað í gestabókina:)

sunnudagur, september 07, 2003

Hjonin a Narita Airport i Tokyo
Jaeja nuna sitjum vid a Narita Airport og bida eftir tvi ad komast i flug til Parisar. Tota og Halldora eru komnar heilu og holdnu til Koben tannig ad allt er eins og tad a ad vera. Vid forum i loftid eftir 2 klukkutima eda svo og erum ad velta fyrir okkur hvernig best se ad reyna ad krija ut business class saeti... Vid turfum svo ad bida i 10 tima i Paris tannig ad vid erum ad hugsa um ad nota timann til ad skoda okkur um. Annad hvort ad leigja bil eda taka lestina... Sjaumst mjog fljotlega;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?