<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Finnur "Beckham"








Letilíf
Þetta er ekki hægt lengur. Það er ekki eins og maður sé eitthvað önnum kafinn á Dalvíkinni, síður en svo:) En svona vill þetta oft verða. Við erum bara ánægð með lífið á Dalvík og skreppum bara af bæ ef að okkur leiðist. Við skelltum okkur á þorrablót heima á Þórshöfn um síðustu helgi og það var alveg rosalega mikið fjör. Ég held að þetta hafi bara verið skemmtilegasta þorrablót sem að ég man eftir, frábær skemmtiatriði og góð stemming á ballinu.
Það er ennþá allt á kafi í snjó á Dalvík en maður kvartar nú ekki undan því þegar hægt er komast í fjallið og nota brettin góðu sem við fjárfestum í í Japan. Ég verð alltaf betri og betri með hverju skiptinu en er ekkert of vongóð um að ná Gunna einhvern tímann. Við fórum einn laugardag í Hlíðarfjall um daginn og það var alveg frábært færi og fullt af fólki sem að maður þekkti, meðal annars Bensi kennari úr VMA. Á sunnudeginum fórum við svo í fjallið á Dalvík og það var sko ekki síðra. Maður er ekki nema 2 mín að koma sér í fjallið þannig að nú er bara að vona að það snjói meira.
Það er bara allt fínt að frétta af fjölskyldunni í Kanada. Strákarnir, Jónsi og Arnþór, eru alltaf í skólanum og nóg að gera í því. Arnþór er líka byrjaður að æfa íshokkí og víst nóg að gera í því bæði á virkum dögum og um helgar. Jónsi er á kafi í náminu sínu í St. Mary's háskólanum í Halifax og stóð sig mjög vel á jólaprófunum. Pabbi eyðir sínum dögum í að reyna að selja fiskinn góða út um allan heim og mamma leggur stund á Yoga svo að eitthvað sé nefnt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?