<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Frábær helgi
Höfðum það rosalega gott um helgina í góðra vina hópi. Stebbi og Ásdís vinafólk okkar frá Keflavík komu í heimsókn með litla kútinn sinn hann Guðjón Pétur. Takk fyrir heimsóknina:) Við kíktum aðeins á mannlífið á Akureyri og elduðum svo íslenskt lambalæri. Valentínusar- og konudagsgjöfunum var slegið saman í eina og var blómadropar frá Kristbjörgu. Þetta eru 9 glös og hvert og eitt þeirra virkar á eina orkustöð í líkamanum. Droparnir eiga að losa spennu og hindranir úr orkustöðvunum og koma á jafnvægi innan þeirra, orkubrautunum og þeim líffærum sem að orkustöðvarnar tengjast. Alveg frábær gjöf. Svo er byrjendanámskeiðið í yoganu búið og ég mæti í framhaldstíma hjá Önnu Dóru á þri og fim kl. 19:30. Mánuðurinn kostar 7.500 kr. og algjörlega þess virði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?