<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 07, 2004

Stefnan tekin á Keflavík
Aldrei er maður nú of duglegur að skrifa... en allavega þá er staðan sú að við erum að flytja frá Dalvík um næstu helgi. Gunni er að taka við sem verslunarstjóri í Samkaup Njarðvík og við því bara að yfirgefa Dalvík mjög fljótlega. Það eru alltaf blendnar tilfinningar sem að fylgja svona flutningum en við erum mjög bjartsýn og erum bara að leita að húsnæði þessa dagana. Það gengur reyndar ekkert of vel að finna spennandi leiguhúsnæði á suðurnesjunum en þetta reddast. Annars vorum við fyrir sunnan um síðustu helgi bara að hitta vini og slæpast. Við höfðum það rosalega gott og skemmtum okkur mjög vel. Núna fara dagarnir hins vegar í að pakka og það er ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti þegar kemur að því að pakka í kassa:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?