<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 17, 2004

Jæja þá er liðinn einn og hálfur mánuður frá því að ég skrifaði síðast... lélegt. En það er allt fínt að frétta af okkur hérna í Keflavík. Gunni vinnur 24/7 og ég er að vinna hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á skrifstofunni þar. Jónsi bróðir er kominn til Íslands og ætlar að vera hjá okkur til endan júlí. Finnur er strax búinn að taka ástfóstri við hann. Frá Kanada er það að frétta að Arnþór bróðir er farinn að keyra. Hann er kominn með æfingarleyfi og þarf að keyra í ár áður en að hann má taka bílpróf. Núna keyrir hann gömlu hjónin út um allt eins og hann hafi aldrei gert neitt annað:)
Við hjónin fórum með vinnunni minni í leikhús um daginn að sjá Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helga. Ég mæli tvímælalaust með þessu stykki. Svo fórum við í óvissuferð með vinnunni minni um síðustu helgi... svaka stuð. Við lögðum af stað 9 um morguninn og vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega 2 um nóttina. Fórum meðal annars á Hvanneyri að skoða nautin og enduðum ferðina með júróvision-grill partýi í "Óðalinu" við Hreðarvatn. Nóg að gera... svo erum við alltaf með augun opin í sambandi við húsnæði. Erum jafnvel að hugsa um að kaupa en erum þó ekki búin að finna neitt spennandi ennþá.
Nóg í bili...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?