<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Gunni átti afmæli 18.júní og ég ákvað að koma honum svolítið á óvart og gera eitthvað pínu öðruvísi í þetta skiptið. Ég byrjaði á því að vekja hann fyrir 7 um morguninn og gerði handa honum góðan og hollan morgun-hristing. Svo fékk hann leiðbeiningar um það hvert hann ætti að fara og ferðinni var heitið í Grindavík í nudd og hnikktíma hjá Brynjari. Tíminn var búinn um 10 leytið og þá fór minn bara í vinnuna. Klukkan 18 var næsta suprise. Þá keyrðum við af stað til Grindavíkur, ég, Gunni, Stebbi, Ásdís og Jónsi. Gunni hélt að við værum að fara með hann á sjó en við fórum í frábæran útreiðatúr. Túrinn var á vegum hestaleigunnar Víkur í Grindavík (mæli sko með henni) og við fengum alveg yndislegt veður og hestarnir voru mjög rólegir... það hentaði vel þar sem sumir voru að fara á hestbak í fyrsta skipti á ævinni...Stóðst þig vel Stebbi minn:) Eftir útreiðatúrinn var svo farið á SOHO að borða. Við vorum öll frekar dösuð eftir útreiðatúrinn en þetta var fínn dagur.

Aðal málið núna er að við erum í íbúðar-hugleiðingum. Erum búin að finna eina góða 3 herb. íbúð hérna í Keflavík. Hún er á neðri hæð í tvíbýli. Við vorum með augastað á litlu krúttlegu einbýlishúsi en við bara nennum ekki að eyða miklum tíma og peningum í viðhald... þess vegna enduðum við með að skoða íbúð í tvíbýli frekar. Við erum búin að bjóða í íbúðina en það er ekki komin nein niðurstaða í málið,,,vonum bara það besta.

Gunni flaug norður í dag til að fara að veiða í Hafralónsá. Hann og pabbi hans eru með hlut saman í ánni og það verða víst farnar nokkrar ferðir norður í veiði í sumar skilst mér. Spurning hvenær ég fer með nýju flugustöngina mína í fyrsta túrinn? Ég og Jónsi erum því bara tvö í kotinu, og auðvitað Finnur, þar til á laugardagskvöld. Stefnan var svo að taka hring í golfi á sunnudaginn en það fer bara eftir veðri og vindum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?